Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 52
50
VALSBLAÐIÐ
LiSiS sem lék viS Benfica í Portúgal: Fremri röS frá vinslri: Reynir Jónsson, Páll Ragnars-
son, Samúel Erlingsson, Þorsteinn FriSþjófsson, Hermann Gunnarsson. Aftari röS frá vinstri:
Gunnstein Skúlason, Bergsveinn Alfonsson, Einar Halldórsson, Ingvar Elísson, SigurSur
Dagsson og SigurSur Jónsson.
Á fyrstu hæð er sjónvarpsher-
bergi og setustofa ásamt litlum
bar, síðan koma 9 hæðir með her-
bergjum. Á 10. hæð er svo mat-
salurinn og á þeirri 11. er sólbaðs-
skýli. Herbergin eru mjög nota-
leg og er baðherbergi í þeim öllum.
Átti það eftir að koma sér vel, því
hitinn þarna var mjög mikill og
var þá indælt að fá sér sturtubað.
Fyrsti dagurinn í Lissabon
hófst í matsalnum, þar sem ákveð-
ið hafði verið, að við hittumst um
hádegi, því Óla B. þótti það nauð-
synlegt að liðsmenn fengju að sofa
vel eftir ferðalagið. Þó voru nokkr-
ir svo árrisulir, að þeir voru komn-
ir á stjá snemma um morguninn
og voru þá þegar búnir að skoða
sig um í næsta nágrenni hótels-
ins. Að loknum hádegisverði átti
að fara á æfingu, á æfingavelli
Benfica sem var þar í nágrenninu.
Fyrir utan hótelið hafði safnazt
saman nokkur fjöldi fólks til að
sjá hvaða frægu menn þarna færu.
Því fyrir utan stóð Benfica rútan,
sem flutt hafði okkur kvöldið áður
og svo virtist að allir í Lissabon
þekktu rútuna. Þegar við komum
á völlinn, brá okkur nokkuð í brún,
því völlurinn var mjög glæsilegur
og rúmar líklega um 15—20000
manns. Á meðan á æfingunni stóð
komu nokkrir ungir piltar úr ná-
grenninu til að fylgjast með. Held-
ur voru þeir óálitlegir, skítugir,
í óhreinum fötum og berfættir.
Allir hirtu þeir þá sígarettu-
stubba, sem við hentum frá okkur
og þar sá maður 8—9 ára pilta
reykja sígarettustubbana.
Að lokinni erfiðri æfingu hjá
liðinu var farið í stutta ökuferð.
Fyrst var völlurinn, sem leika átti
á, skoðaður, og var hann gífurlegt
mannvirki að sjá. Til dæmis voru
4 Ijóskastara plötur á honum, 1 í
hverju horni vallarins, hver um
sig var jafn há og turn Hallgríms-
kirkju. Á hverri plötu voru 260
ljóskastarar. Áhorfendastæðin
taka um það bil 90.000 manns. Þá
var farið að skoða eitt af aðsetrum
Benfica, þar sem þeir m. a. geyma
hluta af þeim verðlaunum, sem fé-
lagið hefur hlotið fyrir þær ýmsu
greinar, sem félagið iðkar. I húsi
þessu, sem er á þremur hæðum,
var m. a. knattborðsstofa, veit-
ingasalur, skrifstofur o. fl. Á ann-
ari hæð hússins var stórt herbergi,
þar sem verðlaunagripirnir voru
geymdir. Það var ótrúleg sjón,
sem við blasti, er inn var komið.
Inni voru rúmlega 2000 bikarar
saman komnir, og náði þetta frá
gólfi til lofts. Á miðju gólfinu
stóð svo stór bikar, sem var um
1.10 metrar á hæð.
Að þessu loknu var farið heim
á hótel og allir áttu þá strax að
fara að sofa, því næsti dagur yrði
bæði erfiður og mikilvægur fyrir
Val.
Allir vöknuðu snemma morgun-
inn eftir eins og fyrirskipað var.
Fyrst var farið til morgunverðar,
en að honum loknum átti að leggja
strax af stað út á baðströndina
Estoril, sem er sú frægasta í
Portúgal, og liggur rétt fyrir utan
borgina. Þegar þangað var komið,
þustu allir í baðklefana, fóru í
sundfötin og síðan beint í sjóinn,
— og þó, það voru víst ekki nema
þeir hraustustu, því sjórinn var
ekki í heitara lagi, því þetta var
bara gamla Atlantshafið, sem
við þekkjum svo vel frá litlu Naut-
hólsvíkinni okkar. Hitann og sand-
inn var þó hægt að nota og var
það gert. Þá var náð í boltann og
leikin knattspyrna og handbolti
á ströndinni.
Eftir notalega stund í sandin-
um og á ströndinni var ákveðið að
leggja af stað heim á hótel, því
liðsmennirnir áttu allir að vera
innan dyra þar til leikurinn hæf-
ist, svo að enginn veiktist af þeim
ofsa hita, sem þarna var. Leikur-
inn átti svo að hefjast ld. 9.30 um
kvöldið og átti þá að leika í flóð-
ljósum. Ég hafði hér heima komið
mér í samband við portúgalskan
blaðamann, sem kom hingað vegna
leiksins hér heima og var ákveðið,
að hann færi með mér á völlinn.
Blaðamaðurinn, sem heitir Alfredo
Farinha, er einn af eigendum eins
stærsta íþróttablaðs, sem gefið er
út í Portúgal. Blað hans, A BOLA,
er gefið út í 180.000 eintökum og
kemur út þrisvar í viku. Alfredo
kom eins og um var talað kl. 17.30,
og fórum við fyrst á matsölustað,
sem einn af framkvæmdastjórum
Benfica á, og bauð mér þar að
borða. Þar sem ég er ekki ýkja
mikill matmaður, þá leizt mér
fremur illa á þetta tiltæki. Vegna
þess, að maturinn á hótelinu var
ekkert sérstaklega spennandi, þá
var mér ekkert vel við að borða
á þessum stað, sem var gamalt hús,
þar sem loft og veggir voru kalk-
aðir og fremur óvistlegt þarna. Ég
lét mig þó hafa það, þar sem ég
var þarna Islendingur og vinur
minn hafði nú viljað sýna mér
hvað portúgalskur matur væri, þá
gat ég ekki neitað. Það fyrsta, sem
fram var borið, var súpa, og var
hún eins og bezt gerist á fínustu
hótelum og var framhaldið eftir
því, allt alveg frábært. Ég lét
ánægju mína í ljós eins og mér var