Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 57

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 57
VALSBLAÐIÐ Nancy myndi falla niður í aðra deild og var með réttu álitið eitt lakasta liðið í fyrstu deildinni. I sumarfríinu seldi Nancy flesta af liðtækustu mönnum sínum gegn miklum mótmælum borgarbúa, en lofaði í staðinn einhverju betra. Áhugamenn félagsins tóku þau loforð ekki hátíðlega, fyrr en „sprengjan sprakk“. Fréttin um að Nancy hefði keypt hinn fræga innherja frá Arsenal, íslending- inn Guðmundsson, þrátt fyrir samkeppni ríkari félaga, var virki- leg „bomba“. Eins og St. Thomas, biðu Nancy- búar eftir að sjá Guðmundsson leika áður en þeir létu í Ijós skoð- un sína á þessari ráðstöfun, fé- lagsstjórnarinnar. Eftir að hafa séð fyrrverandi Arsenalleikmann- inn á Essey-vellinum eru allir sam- mála um það, að hann sé sá lang- bezti knattspyrnumaður, sem stig- ið hefur fæti á grasflöt Essay- vallarins. Þetta var ekki slæm byrjun fyr- ir himí unga Islending, sem mark- visst sótti fram á þeirri braut, sem hann hafði markað sér, og nú vinnur hann persónulega sigra í íþrótt sinni, og honum eru þakk- aðir sigrar liðsins öðrum fremur. . . Lundi-Sport segir í byrjun sept- ember 19 í7: .... Að sigra liðið frá Marseille með 4:0 verður að teljast glæsileg- ur sigur fyrir Nancy-liðið, einkum þegar það er haft hugfast, að al- menningi hafði þótt Marseille-lið- ið mjög líklegt til stórra afreka og mikiila sigra. Við fengum ekki að horfa á fallega knattspyrnu að þessu sinni. — Enda þótt leikur- inn væri ekki í heild sérstaklega skemmtilegur, þá var leikur Is- lendingsins Alberts Guðmundsson- ar öllum vonum og óskum framar. Guðmundsson er knattspyrnusnill- ingur og forráðamenn félagsins í Lorraine hafa verið heppnir að fá hann í liðið, því að „Gud“ mun ekki einungis vinna sigra og stig fyrir þá, en hann er líka maður- inn sem mun draga áhorfenda- fjöldann að Essey-vellinum. Hann er ekki ósvipaður Balehuys frá Metz fyrir stríð. Guðmundsson er fuilkominn leikmaður. Hann ber af öllum félögum sínum, af því að hann vinnur ekki aðeins með fót- unum, heldur líka með heilanum. Hann rasar aldrei um ráð fram. Hann leikur samkvæmt þaulhugs- aðri og nákvæmri áætlun. Ef allir knattspyrnumenn okkar færu að hans dæmi, yrðu þeir helmingi betri. „Gud“ ber af öllum hinum leikmönnunum eins og gull af eiri. Þótt hann fengi alla andstæð- ingana á móti sér þá losaði hann sig jafnharðan við þá, var jafnt boðinn til varnar sem sóknar. Hann skar sig úr sökum knatt- leikni sinnar og leikbragða. Öllum þótti hann fremri Ben Barek, og eru það ekki lítil meðmæli. — Blaðið Record segir um sama leilc: .... Eftir ósigurinn við Reims- liðið voru menn vondaufir um úr- slit leiksins við Marseille- liðið. „Við töpum þeim leik með tveggja marka mun, að minnsta kosti, nema kraftaverk gerist", sögðu menn al- mennt. En kraftaverkið gerðist og sá sem vann það hét Albert Guð- mundsson......Bíðum þangað til við fáum aftur þá ánægju að sjá Nancy-liðið leika, en það mætti setja á stofn nefnd og fela henni að reisa Albert Guðmundssyni styttu .... Og L’est Republicain segir m.a.: .... Guðmundsson var konung- ur vallarins. Hróður Alberts fréttist víða um Frakkland og raunar langt út fyrir landamæri þess. Honum hafði verið líkt við, og sumir talið betri en Ben Barek, sem um þessar mundir var álitinn bezti miðherji Frakklands. Hann var blökkumaður og lék með Stade-France. Nú kom að því að þessi lið lékju saman, og var mikil spenna meðal áhorfenda að sjá þessa snillinga í einum og sama leiknum, og var ekki laust við að það væri litið á leikinn sem nokkurskonar einvígi milli „svörtu Perlunnar“ eins og Ben Barek var kallaður, og Al- berts. Um þennan leik segir eitt París- arblaðanna, en leikurinn fór þar fram: Gudmundsson, BenBarek og — dómarinn voru i sviðsljósinu. Nancy-Stade-France 3:2. .... Gudmundsson, sem nýtur 55 Frakklandsmeistarinn Albert Gubmundsson, méS afsteypu af bikarnum til eignar. hinnar mestu vinsemdar hjá for- ustumönnum Nancy, var sá sem flestir höfðu komið til að sjá. Áhorfendur urðu ekki fyrir neinum vonbrigðum. Að vísu er Islendingurinn spar á krafta sína, eins og sæmir enskum atvinnu- manni. En þegar hans er greinilega þörf, hvort sem er í sókn eða vörn, þá leggur hann sig allan fram. Ró hans og sveigjanleiki er algjör andstæða við hina skapheitu sam- herja hans .... Hann hefur full- komið vald yfir knettinum, leilmi hans bregzt ekki og hann hefur fullkomna yfirsýn yfir leikinn. Huraut, sem átti að gæta hans komst oft í hann krappan. „Ég var hrifinn af Ben Barek, en hitinn átti ekki við mig“, sagði Gudmundsson eftir leikinn. Þriðja mark Alberts var dæmt ógilt vegna rangstöðu, sem enginn virtist þó sjá nema dómarinn, .... I þessum leik hlaut Albert titil- inn: „Hvíta perlan“..... Meðal áhorfenda við þenna um- rædda leik var Guðbjörn Jónsson úr KR, og skrifaði hann heim, eft- ir leikinn á þessa leið: .... Föstudaginn 12. sept. fór ég með Nancy til Parísar, en þar átti félagið að leika ámóti hinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.