Valsblaðið - 24.12.1968, Page 61

Valsblaðið - 24.12.1968, Page 61
VALSBLAÐIÐ 59 Albert Guðmund&son, nýkominn heim frá Frakklandi, í glaðlegum samræðum við forseta Franska knattspyrnusambandsins. Albert fyrir allri þeirri mjólk sem hann getur drukkið, á meðan hann færir þeim sigur á sunnudögum. (Á þessum dögum var mjólk skömmtuð í Nancy.) Vann marga golfbikara fyrir golfleik. Það mun ekki eins almennt vit- að að Albert var góður golfleikari og tók þátt í mótum þar syðra, með góðum árangri. Hann byrjaði að leika golf sem æfingu fyrir knatt- spyrnuna í París, og eftir að hann fór til Nizza. Þá komst hann undir handleiðslu Frakklandsmeistarans í golfi, og æfði með honum. Golf- ið æfði hann síðdegis, þegar hann hafði lokið knattspyrnuæfingum sínum. Tók hann svo þátt í mótum hjá golffélögunum þar um slóðir og varð ærið sigursæll. Vann hann marga bikara til eignar, og aðra, sem voru farand- gripir, sem geyma nafn hans. Hann hafði mjög gaman af golf- leik og.saknar þess enn þann dag í dag, að hafa ekki tíma til að halda því við. Kona hans sagði mér að einu sinni sem oftar fór hann af stað til að leita að golfvelli, sem hann gæti leikið á, og þegar hann er kominn á ákvörðunarstaðinn, er völlurinn í notkun, það á að fara að byrja þar golfmót. Hann gat því ekki fengið afnot af honum, en ef hann vildi taka þátt í mótinu, þá var honum það heimilt. Hann var ekki lengi að átta sig, hann gat alveg eins slegið knött- inn í mótinu eins og á æfingu, og gerðist þátttakandi. Nú, það fór svo að hann vann mótið og bikar- inn til eignar. ,,Kæri vinur minn Albert“ .... Útdráttur úr ræSu sendiherra Frakklands á fslandi, M. H. Voillery, — eftir landsleik Frakkland-lsland 1957. .... Við höfum líka haft til skamms tíma Albert Guðmunds- son í Frakklandi, og allir vita með hvaða árangri, og er það ef til vill það mesta, sem lagt hefur verið fram til styrktar samböndum þj óða okkar. Mér er 1 j uft að minn- ast þess nú, vinur minn Albert, hve miklar og góðar endurminningar þú skildir eftir í landi mínu, ekki aðeins vegna óvenju mikilla hæfi- leika í þinni atvinnugrein, heldur einnig vegna mannkosta þinna og hjartagæzku. Að mínu áliti varst þú í Frakklandi samtímis heppi- legur fulltrúi íslenzkrar knatt- spyrnu, og með hinni mannlegu framkomu þinni sannur fulltrúi Islendinga, eins og ég þekki þá og virði..... Og enn muna þeir eftir Monsieur Albert. Þegar við Brynhildur kona Al- berts höfðum blaðað í gegnum úr- klippurnar, segir hún, að það virð- ist sem Frakkarnir muni enn vel eftir Albei't. Ég og synir okkar tveir vorum á ferðalagi um Frakkland s.l. sumar, og komum við þá við í Nizza. Kom ég þá á veitingastað, þar sem við vorum vön að koma á áður og rabba við félagana, og kunningja okkar. Frétti ég þá að um kvöldið ætti að fara þar fram leikur milli Nizza og Florenz. Mig langaði til að lofa drengjunum að koma á völlinn, sem pabbi þeirra hafði svo oft leik- ið á. En þá kom í ljós, að allir að- göngumiðar voru löngu útseldir. Kunningi okkar sagðist þó ætla að sækja okkur, og far-a með okkur að vellinum og gera tilraun til að ná í miða, eða koma okkur inn. Þegar þangað kom náði hann í forstjóra félagsins og hvarf svo dálitl-a stund. Kom síðan aftur og sagði okkur að gera svo vel. Engin sæti eða stólar voru til, en kona Monsieur Alberts varð að komast inn með syni sína, sögðu þeir, og það var farið með okkur, og komið fyrir stólum hjá útvarps- og blaðamönnum. Þrettán ár voru liðin frá því við áttum heima þarna, og þess má geta, að annar sonur okkar var fæddur í Nizza. Þetta var mikið æfintýri fyrir drengina, því leikið var á flóð- lýstum velli, en það höfðu þeir aldrei séð áður. Á ferðalagi mínu um Ítalíu t. d. Róm og víðar naut ég Alberts þeg- ar forráðamenn hótela og fleiri staða vissu hvaða Guðmundsson þetta var, þá bukkuðu þeir sig og beygðu, sagði þessi geðþekka kona, með glampa í augum og bros á vör. F. H.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.