Valsblaðið - 24.12.1968, Page 62
60
VALSBLAÐIÐ
Þeir ungu hafa orðið
Okkur í ritstjórninni þótti rétt áð halda áfrani rneS svolítiS rabb viS fyrir-
USa ungu flokkanna, eins og viS gerSum i fyrra, sem virtist þá vinsælt efni.
Ný ,,kynslóS“ kemur nú fram og hefir frá ýmsu aS segja um Val og dvöl-
ina þar, og ennfremur hvers þetta unga fólk óskar. Enn er þaS sammála um
þaS, aS æskilegt væri aS fleiri fundir vœru haldnir meS frœSslu og skemmt-
an. Sameiginlegt er líka þakklœti þeirra til leiSbeinenda og þjálfara, og taka
þeir nú til máls:
Kristinn Bernburg, 12 ára,
fyrirliSi í fimmta flokki A:
Kristinn
Bernburg.
Ég hefi alltaf haldið með Val frá
því ég man eftir mér og lék mér með
Valsstrákum á Róluvellinum.
Svo var það einu sinni, þegar óg
var 8 ára, að ég fylgdist með nokkr-
um Valsstrákum inn á Víkingsvöll,
en þeir ætluðu að keppa þar. Þá skeð-
ur það, að það vantar einn strákinn
í liðið, og ég er beðinn að vera með,
sem ég var auðvitað til í. Mér var
útveguð Valspeysa, og svo lék ég þar
minn fyrsta leik, sem við unnum.
Eftir leikinn hað þjálfarinn mig
að koma á æfingar hjá Val, sem ég
svo gerði, og hefi siðan leikið fram-
vörð.
Nokkrir leikir hafa verið anzi
skemmtilegir, og minnist ég þá leiks
við Fram, sem var voða harður, og
gleymi ekki þegar ég fór heilan koll-
hnís! I annað sinn kom fyrir atvik
sem ég minnist. Við höfðum verið
í sókn, en vöm Fram er hörð, og er
þá tekið svo fast í peysuna mína, að
hún rifnar, og þótti mér þá nóg um.
Þá man ég úrslitaleik við Víking
og nokkrar mínútur eftir, og leikar
standa 1:1. Þá er dæmd vítaspyma
á Vikinga, Strákarnir vom tregir að
taka þetta, og ég neitaði, var svo
taugaóstyrkur. Svo var það einn sem
tók spymuna og fór knötturinn í
stöngina og aftur fyrir, en við
skömmuðum strákinn ekkert. Þetta
var annar af þremur úrslitaleikum í
þessu móti.
Mér þykir afar gaman að leika
knattspymu og ég er ákveðinn að
halda áfram að leika mér og keppa,
ef ég er nógu góður. Ég held líka,
að flestir strákanna ætli að halda
áfram. Sumir strákanna æfðu illa
fram yfir jól, en aðrir ekki, þá leik-
um við okkur meira. Eftir jólin er
þetta tekið með meirí alvöm, og þá
ætti hver einasti að koma og æfa,
þeir ná árangri ef þeir gera það sem
þeim er sagt.
Mér finnst of sjaldan fundir, þar
sem talað er um knattspyrnu, og
knattspyrnukvikmyndir, en ekki allt-
af „skrípó“. Ég vona og óska að það
verði fleirí fundir í vetur.
Ingvar Elisson hefir tekið sig mik-
ið á frá því í fyrra, og Hermann er
góður að skora mörk.
Pabhi heldur með KR, en ég læt
það ekkert á mig fá, er bara æstur
Valsari.
Ég vildi svo að lokum óska þess,
að Valur hefði alltaf þann styrk og
kraft sem félagið hefir núna og ekki
lakari.
Gunnar FriSgeirsson, 12 ára,
fyrirliSi í fimmta flokki B:
Ég hefi alltaf haldið með Val, og
þegar ég var 8 ára gekk ég í félagið,
því völlurinn var svo nærri. Fór svo
að æfa fyrir alvöru þegar ég var 9
ára, og 11 ára var ég þegar ég lék
fyrsta leikinn, það var í C-liði. Ég
var óspöp „nervös“ fyrír fyrsta leik-
inn, en þann næsta tók ég ekki eins
nærri mér. Mér er einna minni-
stæðastur úrslitaleikurinn í fimmta
Gunnar
Friðriksson.
flokki B, sem fram fór á Háskóla-
vellinum. Fyrst komu allir beztu
strákarnir, og var það gott lið, en
þá kom enginn dómari. Aftur átt-
um við að mæta, en þá vantaði
marga af heztu strákumnn og þá töp-
uðum við með 4:0. Þessu get ég ekki
gleymt. Leikurinn við Fram í Haust-
mótinu var einnig skemmtilegur. Bú-
izt var við jöfnum leik, en við unn-
um með nokkrum yfirburðum, og
þar með riðilinn, en töpuðum svo
fyrír Víking.
I sxnnar hefi ég verið miðvörður,
en í fyrra var ég vinstri bakvörður.
Mér fannst strákarnir ekki mæta
nógu vel á æfingamar í sumar og
mér finnst að þeir ættu að æfa í
æfingabúningum, og fara í bað á
eftir æfingarnar.
Félagsandinn er góður, en mér
finnst að það þyrfti fleiri fundi til
að ræða knattspyrnuna við strákana.
Skemmtifundir hafa verið haldnir,
og eru þeir skemmtilegir, sýndar
knattspyrnumyndir, og vona ég að
því verði haldið áfram, strákarnir
geta lært svo mikið af þeim.
Það ætti að hvetja strákana til að
æfa vel, ekki aðeins á æfingum, en
einnig i frítima sinum, þar sem að-
staða er til. Ég hefi reynt þetta og
farið á Valsvöllinn þegar ég hefi haft
tima.
Mér finnst lika að Valsmenn ættu
að fjölmenna á leiki Vals, til þess
að hvetja þá og örfa í leiknum. Flest-
ir strákanna fá hoðsmiða, svo þetta
gæti verið útlátalaust, og aðstoða
leikmennina á þennan hátt.
Mér finnst Hermann Gunnarsson
og Páll miðvörður í Val einna
beztu og skemmtil egustu leikmenn
okkar núna.
Jón GuSmundsson, 14 ára,
fyrirliSi í fjórSa flokki A:
Ég gekk í Val 1965, en var áður
eitt ár í Fram, en kynntist svo félög-