Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 66

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 66
64 VALSBLAÐIÐ ungu badmintondeild Vals, það eru margir ungir og efnilegir strákar í drengjaflokki, og hafa önnur félög í Reykjavík ekki svo marga í þeim flokki, svo ég tel að það ætti að lofa góðu um framtíðina. Badminton er skemmtileg íþrótt, ekkert síðri en knattspyrna, og vildi ég ráðleggja ungum drengjum að stunda þessa iþrótt, ef þeir hafa að- stöðu til þess. Svo óska ég Val góðs gengis í badmintoníþróttinni og öðr- mn greinum, sem félagið hefir á stefnuskrá sinni. Elíri Kristinsdóttir, 14 ára, fyrirliði annars flokks: Það var skemmtilegt að spjalla við þennan fulltrúa ungu stúlknanna í Val, hress í bragði og létt í lund svar- aði hún greiðlega spurningum um hana sjálfa, svo og félagslífið og fleira. % var orðin 12 ára þegar ég byrj- aði að æfa með Val, og sama árið keppti ég í fyrsta sinni og þá i B- móti. Sigrún Guðmundsdóttir var þá kennari okkar. Ég held að það hafi komið á óvart að við urðum í öðru sæti á mótinu, og hafði ég gaman af því, og var það örfandi. Við töp- uðum fyrir Fram með eins marks mun eða 6:5. Bjuggumst alls ekki við að komast þó þetta langt. Núna eru þau Sigrún Ingólfsdótt- ir og Þórarinn Eyþórsson þjálfarar okkar, og á ég varla orð að lýsa þeim og ágæti þeirra sem leiðbein- endum og þjálfurum. Núna stunda æfingar i þessum flokki 20—30 stúlkur, og mér finnst þær mjög áhugasamar. Ég er því bjartsýn með þetta hjá okkur í vetur, við erum allar á svipuðum aldri, og hefi því trú á að við komumst nokk- uð langt. Aðstaðan er líka góð i fé- laginu, og kennurunum hefi ég lýst, svo að við ættum að geta náð ár- angri. Ég held að ég tali fyrir murrn allra stelpnanna, að við viljum fleiri skemmtifundi, það var einn um dag- inn og okkur fannst gaman. Það væri líka gaman að koma saman og spjalla um handknattleikinn og drekka kaffisopa og borða kökur. Ég held að við þyrftum að gera meira að fundahöldum með flokknum, það mundi auka áhugann og árangur- inn. % man nú ekki eftir neinu sér- staklega skemmtilegu eða óvæntu, þetta hefir allt verið skemmtilegt, þegar við erum komnar saman til æfinga eða leiks. Þó verður mér lengi minnistæður leikur við Víking. Það var langt liðið á leikinn og leik- ar stóðu 5:5, og rétt fyrir leikslok er dæmt vítakast á okkur. Við fómum höndum til himins, og fórum alveg „í msl“ eins og það er kallað. Allar voru vissar um að tap væri óumflýj- anlegt, en kraftaverkið skeði: Mark- maðurinn varði! Þvílík gleði! Mér er líka svolítið minnistætt þegar ég skoraði fyrsta markið, það var í leik við Víking, það var eins og einhver þægileg tilkenning kvisl- aðist um mig alla. Þann leik unnum við 6:4. Þá vil ég minnast á það sem skemmtilegan viðburð þegar við stelpurnar vorum fjóra daga um verzlunarmannahelgina í Valsskál- anum i sumar er leið, það væri gam- an að fara þangað oftar. Ég hefi mjög gaman af handknatt- leiknum og þátttöku í félagslífinu og ætla svo sannaralega að halda áfram meðan aðstæður leyfa. Geirarður Geirarðsson, 17 ára. Ég byrjaði að leika handknattleik í Val, þegar ég var 15 ára, og gekk það sama ár í félagið. Afskipti mín af íþróttum byrjuðu í KR og þá fyrst í knattspymu, og síðar handknatt- leik. Keppni með Val byrjaði ég einnig sama árið og ég gerðist félagi. Þetta hefir verið skemmtilegur timi, og margir leikanna hafa verið skemmti- legir. Aðal keppinautamir em alltaf Fram, og því gaman að sigra þá. Minnist ég i þvi sambandi úrslita- leiksins í Islandsmótinu í fyrra. Þá vom Framarar ekkert myrkir í máli að nú skyldu þeir vinna okkur, og Geirarður Geirarösson. vissum við vel að þeir voru sterkir, en við ákváðum að gera okkar bezta, og svo fór að við unnum 10:7, og var það kærkominn og ánægjulegur sigur. Ég er mjög ánægður með þjálfar- ann okkar, hann Stefán Sandholt. Flann er strangur og ákveðinn, en þó ekki um of, og honum til aðstoð- ar er Sigurður Gunnarsson, einnig ágætur maður. Félagslifið er gott, en ef til vill mætti bæta það. Skemmtifundir mættu vera fleiri, og þegar allir eiga fri um helgar, þá ættum við að fara saman upp i Skíðaskála Vals. Hóp- uiánn sameinast betur ef hann er saman. Við höfum að vísu farið um páska upp i skálann, en það mætti fara um fleiri helgar en aðeins þá einu. Þórarinn, formaður deildarinn- ar, útvegaði Jón Ásgeirsson til þess að halda erindi um þjálfun og fleira. Þetta var alveg frábært, og væri gaman að fá fleiri menntamenn til að fræða okkur um þessi atriði. Satl að segja er þetta fyrsta erindið sem ég hlýði á um þessi efni. Ég vissi raunar svolítið um það, að ef menn slöppuðu lengi af án þess að æfa, færi þjálfunin eitthvað niður, en að það væri jafri stórkostlegt og Jón lýsti, datt mér ekki í hug. Þá var ekki síður fróðlegt að heyra live lengi vin væri í líkamanum, er þess hefir verið neytt, og ég held að eng- inn, sem á þetta hlýddi, hafi vitað hvað það raunveridega er lengi í lík- amanum, eða að það væri eins og Jón lýsti því. Þá held ég, að það gæti verið gam- an fyrir okkur að taka spil á félags- heimilinu þegar tími fellur til, t. d. eftir æfingar. Ég er mjög bjartsýnn með hand- knattleikinn í Val. Mér virðist vera vel starfað að honum i deildinni, og Framh. á miðdálki bls. 65.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.