Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 68
66
VALSBLAÐIÐ
VALSFJÖLSKYLDAN
«-------------------------xx
Einn keppandi í fimmta flokki. einn keppandi í fjórSa flokki, einn kepp-
andi í þriðja flokki, einn keppandi í öðrum flokki, og pabbinn í stjórn
knattspyrnudeildarinnar.
Vals-fjölskyldan. Frá vinstri: Einar, Vilhjálmur, Iíjartan GuSmundsson, Sjöfn, Helga Ein-
arsdóttir, GarSar og GuSmundur.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að oft hafa margir hræður ver-
ið samtímis í félagsstörfum í Val.
Þessir bræðrahópar hafa oft mark-
að spor í starfsemina hæði á leik-
vellinum og eins utan vallar. Svona
samanþjappaður hópur er í mörg-
um tilfellum líklegur til að hafa á-
hrif á leikfélagana utan vallarins,
sem svo laðast að félaginu sem hræð-
urnir tala um og lýsa.
Við eldri félagar minnumst t. d.
hræðrahóps, sem kom inn i félagið
þegar verulega hallaði undan fæti
hjá því, og nauðsyn var að takast á
við erfiðleikana. Þeir mynduðu þann
kjarna sem um munaði, og urðu öðr-
um fremur til þess að lyfta félaginu
upp úr dvalanum og koma því upp
á topp, ef svo mætti segja. Þessir
bræður voru, Jón, Ámundi og Ólaf-
ur Sigurðssynir. Það verður þvi ekki
annað sagt en að þeirra fjölskylda
hafi sannarlega verið Valsfjölskylda
þeirra tíma. Vafalaust hafa á hverj-
um tíma verið til Valsfjölskyldur
sem hafa lagt Val til góða og dug-
mikla drengi, þótt það hafi ekki ver-
ið sérstaklega dregið fram.
Nú datt okkur í hug í blaðnefnd-
inni að athuga hvort til væri í dag
Valsfjölskylda, og fórum þvi i nokk-
urskonar liðskönnun meðal yngri fé-
laganna, og ræddum við þjálfarana.
Þeir renndu huganum yfir hópana
sina, og ekki leið löng stund þar til
þeir höfðu fundið fjóra bræður sem
æfðu með félaginu frá sömu fjöl-
skyldunni. Það kom lika fljótlega
fram, að þeir virtust koma nokkuð
við sögu, því að sumir þeirra gegndu
þeirri virðingarstöðu að vera fyrir-
liðar í knattspyrnusveit. Það kom
lika fram, að einn þeirra hefði orðið
Islandsmeistari í handknattleik. T
knattspyrnunni voru þeir margfaldir
Islands- og Reykjavíkurmeistarar.
Og ekki nóg með það, sögðu þeir
Róbert og Lárus, við sjáum pabbann
hér á mörgum æfingum, og öllum
leikjum. Á hann það þá til að láta
til sín heyra, og hvetja Valsmenn-
ina til dáða, og er þá fundvís á hressi-
leg og kröftug hvatningarorð, með
góðum árangri.
Þetta varð til þess að vekja for-
vitni okkar á þessari Valsfjölskyldu,
og gera tilraun til að kynnast henni
nánar, og kynna hana fyrir Valsfé-
lögum. Við fengum að vita að hún
býr í Hvassaleiti 28.
Eftir að hafa gert boð á undan
okkur heimsóttum við fjölskylduna
og höfðum ljósmyndara með í för-
inni. Það leyndi sér ekki, að hér
hlaut þessum ungu Valsmönnum að
hða vel, og að pabbi og mamma stóðu
við hlið þeirra, og héldu vörð um
allt það er þeim við kom í starfi eða
leik. Ekki höfðum við lengi setið þar
inni þegar bornar voru fram veit-
ingar, og það sem vakti athygli okk-
ar var, að hinir ungu menn tóku þátt
í að leggja á borðið. Spurði ég þá
mömmuna hvort þetta væri þeirra
vani, og svaraði hún á þá leið, að
þegar þeir heíðu' tíma og þegar hafa
þvrfti hraðan á lijálpa þeir til.
Eftir að hafa notið góðgerða, tók-
um við tal saman um iþróttaáhuga
lieimilisfólksins. Faðirinn á heimil-
inu heitir Kjartan Guðmundsson og
kona hans er Helga Einarsdóttir.
Synirnir heita: Garðar, Vilhjálmur,
Einar og Guðmundur, og svo lítil
heimasæta þriggja ára, sem heitir
Sjöfn.
Fyrst spjölluðum við dálítið við
foreldrana um þátltöku þeirra í
íþróttum og viðhorf þeirra til íþrótta-
iðkana drengjanna og fleira.