Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 70

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 70
68 VALSBLAÐIÐ samt með allan þennan lióp, eða þá að ég ók með þá inneftir. Ég er lika ánægður með þann ár- angur sem þeir hafa náð, miðað við aldur. Ég hefi líka sagt við þá, að það sé mikilsvert fyrri þá að varð- veita þessi ár í minningunni, iialda tryggð við leikfélagana og félagið, hvar sem leiðir liggja í framtíðinni. Að sjálfsögðu er ég hvetjandi þá til að halda áfram meðan áhuginn er fyrir hendi. Hvað vilt þú segja um félagslífið í Val eins og þú hefir kynnzt því? Eftir því sem ég bezt fæ séð, bæði þegar flokkar hafa komið heim og eins við leiki, að þar ríki góður fé- lagsandi, og ég held að Valur hafi verið heppinn með leiðtoga f}rrir ungu drengina, þau ár sem ég hefi fylgzt með þessum málum. Hins vegar vildi ég láta þá skoð- un í ljós„ á þeim kvöldum sem Fé- lagsheimilið er opið fyrir ungt fólk, að þar væru ekki levfðar reykingar, og það sama ætti að vera í íþrótta- húsinu, i húnignsklefum og göng- um. Annars er aðstaðan góð fyrir þetta unga fólk, sem er þátttakandi í Val, sagði þessi áhugasami faðir að lokum. Þá var röðin komin að þessum fjórum mannvænlegu bræðrum, sem síðasta ár röðuðu sér sinn á hvern flokkinn: fimmta, fjórða, þriðja og annan flokk. Elztur þeirra er: GarSar Kjartansson: „Þoð vœri gaman «ð eignast skjal til minning- ar um unnin mót“. Ég byrjaði að æfa knattspymu þegar ég var á Nönnugötunni, fór með strákum þaðan og lét skrifa mig inn í Val. Man eftir fyrsta úrslita- leiknum sem ég lék í fimmta flokki, gegn Viking, lék þá hakvörð, og var vngstur. Ekki man ég til að hafa verið taugaóstyrkur, þetta var bara gaman. Ég man lika eftir leiknum þegar við settum vallarmet i mörkum, skoruðum 15:0, skoraði ég þá fjög- ur mörk. Mér hefir þótt skemmti- legast að leika í þriðja flokki, komst þar strax upp í A-lið. Eftirminnileg verður mér ferðin norður í fyrra, var þá svo heppinn að skora tíu af þeim þrettán mörkum sem flokkur- inn skoraði. Svo hefi ég leikið í þriðja flokki i handknattleik, og þá staðið í marki. Mér finnst skemmtilegast að æfa handknattleikinn inni á vetrum, en knattspymuna úti á sumrum. Ég er mjög ánægður með þjálfar- ana, bæði í handknattleiknum og eins í knattspyrnunni. Halda áfram, já, já, meðan áhuginn endist. Ég vildi að lokum segja, að mér fyndist að það væri skemmtilegt, ef við i 3rngri flokkunum fengjum eitt- hvað til minningar um unnin aðal- mót eins og Islandsmót og Reykja- víkurmót, þó ekki væri nema lítið laglegt skjal, sem viðurkenningu fyr- ir þennan árangur. Ég veit, að allir strákarnir mundu verða þakklátir fyrir svona viðurkenningu. Gæti Valur ekki tekið þetta upp hjá sér í einhverju formi? Vilhjálmur Kjartansson: „Höfum ákveðiÖ áS halda saman og halda á- fram aS œfa og keppa fyrir Val“. T blaðinu í fyrra röbbuðum við við þennan geðþekka unga mann, sem svaraði skilmerkilega og skemmti- lega öllum spumignum. Hann hefir haldið hópinn með félögum sínum allt frá fimmta flokki, og er það glæsilegur ferill sem það lið hefir að baki. Hann lýsti því þannig í fáum orðum: Lék fyrst í fimmta flokki, og unnum við þá Reykjavíkurmót, ís- landsmót og Haustmót. Fyrra árið í fjórða flokki töpuðum við aðeins einum leik. Síðara árið unnum við alla leikina og öll þrjú mótin. Fyrra árið í þriðja flokki töpuð- um við einum leik og gerðum eitt jafntefli. Unnum Reykjavíkurmótið og Haustmótið. Siðara árið eða i sumar urðum við Revkjavikur- og Islandsmeistarar. Á þessum fimm árum höfum við tapað 5—6 leikjum. Orðið þrisvar sinnum íslandsmeistarar og fjórum sinnum Reykjavíkurmeistarar. Nú förum við allir upp í annan flokk og höfum ákveðið að halda áfram að æfa og keppa, hvort sem maður lendir í A- eða B-liði, það skiptir engu máli. Og nii verð ég að fara, því það er að byrja undirbúningsfundur undir Danmerkurför hjá öðrum flokki, og ég er í kökunefnd, það er að segja mamma bakar, en ég kem því á framfæri! Tá, ég vildi koma þvi á framfæri, að það væri gaman að fá að sjá Is- landsbikarinn sem við unnum i sum- ar. Ekki má heldur gleyma að þakka Róbert fyrir samveruna og kennsl- una, á undanförnum árum Það eru ekki margir flokkar sem geta sýnt annan eins feril og þessi sem Vilhjálmur sagði frá, og það yljar gömlu Vals-hjarta að hlusta á þetta af vörum þessa unga manns. Einar Kjartansson: „Hefi víst not- iS Villa bröSur míns“. Við þennan unga mann áttum við spjall í fyrra, þar sem hann var þá fyrirliði i fjórða flokki, og sagðist vel. Nú bætti hann við. — Þegar ég kom úr Garðahreppnum aftur og á Baldursgötuna var ég tregur til að fara á æfingar. Strákamir voru að segja mér að að fara, en ég hefi víst verið smeykur við strákana sem ég þekkti ekki. Þá er það, að pabbi tekur mig í bílinn og ekur með mig á æfingu, og lét ég það sæmilegt heita. Hann tal- ar við Lárus, og ég er settur í æfing- una, og svo gekk þetta allt ágætlega. Ég hefi víst notið Villa bróður mins. Já, ég er jafn ákveðinn nú og í fyrra að halda áfram að æfa og keppa. Það eru lika margir strákar sem ætla að halda hópinn, alveg í gegnum yngri flokkana. Svo þykir mér gaman að félagslífinu í Val. GuSmundur Kjartansson, tiu ára: Yngsti kvisturinn í karllegg á þess- um blómlega meiði, svolítið hlédræg- ur, enda ekki eins „veraldarvanur" og þeir eldri bræður hans. Með rólegum og lágum rómi sagði Guðmundur: Ég hefi æft svolítið í tvö ár, og keppti í fyrsta úrslitaleiknum í móti með C-liði á KR-vellinum, og við unnum 2:0. % var svolitið tauga- óstyrkur þegar ég lagði af stað, en það lagaðist þegar út í leikinn kom. Ég hefi voða gaman af að leika knatt- spyrnu, og mig langar til að verða eins góður og bræður mínir. Ég ætla að halda áfram að æfa mig. Mér finnst Hermann og Sigurður Dags- son skemmtilegustu knattspyrnu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.