Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 72

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 72
70 VALSBLAÐIÐ Anita Jónsson. Bjarni S. Jónsson. Vigdís Pálsdóttir, ein af Val- kyrjum Vals. NÝIR HÚSRÁÐENDUR í FÉLAGSHEIMILI VALS Þeir, sem hafa sótt Félagsheimili Vals á undanfömum mánuðum, og notið góðgjörða þar, munu hafa veitt því athygli, að þar er komin ný hús- frú og nýir húsráðendur á heimilinu. Það er í sjálfu sér alltaf nokkur viðburður þegar nýir húsráðendur koma á heimili sem þetta, þar sem margir ganga um, og margir þurfa að fá veitingar og ýmsa fyrirgreiðslu. Það er líka mikils um vert að vel takist til um slíka ráðningu, og að milli þeirra og félaganna geti tekizt góð samvinna, og að vel sé um allt hugsað og haldið í horfi. Þessir nýju húsráðendur heita: Anita Jónsson og Bjami S. Jónsson, og sem að líkum lætur verður það fvrst og fremst frúin sem mest mæð- ir á og sem mest snýr að félaginu. I5au komu til starfans í apríl. Frú Anita hefir þegar sýnt það, ö----------------------------------» samtökin í landsliðsnefnd kvenna um langt skeið, og unnið þar gott verk, enda kunnugur þeim málum öðrum fremur, og víðar hefir hann komið við. Hann hefir og gert nokkuð að því að skrifa um íþróttir í blöð, og þá sérstaklega handknattleik, og kom þar fram glöggskyggni hans á leik- inn og lögmál hans. Eins og í upphafi sagði, er Val- geir af þeim flokki íþróttamanna, sem her uppi hina margþættu íþróttahreyfingu. Gengur í gegnum skóla reynslunnar allt frá því sem ungur drengur að kasta steinum út af moldarvelli til að stækka hann örlitið, til þess að sitja í æðstu stjóm handknattleiksins, sem hann hefir fyrst og fremst helgað krafta sína. F. H. að hún veldur því með miklum ágæt- um að veita þessu heimili forstöðu, með þeim veitingum sem hún her fram sýnir hún að hún kann sitt fag, og veit að ungir strákar, og raunar strákar á öllum aldri, eru lystugir á góðar kökur, og þar sparar hún hvergi til. Valsblaðið vildi fregna örlítið nán- ar um þetta góða fólk, og litum við því inn hjá þeim hjónum eitt kvöld- ið, og spurðum fyrst um uppmna frúarinnar, og hvernig henni félli vistin og umgengnin við félagsmenn- ina, og svo hvort hún hefði stundað íþróttir. Hún sagði meðal annars: Ég er fædd og uppalin í Lettlandi, og kom hingað fyrri átján árum. Mér hefir líkað ljómandi vel við Islend- ingana síðan ég kom hingað, og hér á Hlíðarenda fellur mér mjög vel, og kann vel við Valsmennina, og ennþá hezt þegar þeir vinna leikina, en tapi þeir verð ég ergileg. Ég horfi á marga leiki þeirra, ég hefi gaman af því. Þetta hefir allt gengið árekstra- laust hér, og vonum við að áfram- hald verði á því. Heima í Lettlandi stundaði ég mik- ið leikfimi i félagi þar, og hafði mjög gaman af þvi. Tók stundum þátt í sýningum við hátíðleg tækifæri, en nú er ég hætt öllu slíku. Bóndinn er bifreiðastjóri á BSB, og kvaðst lítið koma hér við sögu, það hvíldi mest á konu sinni. Það er ástæða til að hjóða þetta fólk velkomið til starfa með okkur, til þess að gera heimilisbraginn vist- legri, skemmtilegri og meira aðlað- andi fyrir félagsmenn. J>ess má til gamans geta, að frúin hefir náð góðum tökum á íslenzk- F. H. Vigdís Pálsdóttir, hennari og leiðbeinandi á Snœfelísnesi t>að eru víst margir fleiri en xmd- irritaður sem hafa saknað Vigdísar Pálsdóttur úr hinu snjalla kvenna- liði Vals, en hún varð að hætta vegna meisla sem hún hlaut á fæti í landsleik erlendis fyrir nokkrum árum, og ekki náð sér að fullu aftur. Fyrir nokkrum dögum spurðist ég fyrir um Vigdísi og enginn þar ná- lægur vissi um hana. Fáum dögrnn siðar þurfti hún að nálgast eldri Valshlöð, og kom heim og sótti þau. Greip ég þá tækifærið og spurði hana fáeinna spuminga, hvar hún væri, hvemig heilsan væri og fleira. Nú i vetur stunda ég almenna kennslu og leikfimikennslu í Laug- argerðisskóla í Eyjahreppi á Snæ- fellsnesi, þar er mikill áhugi um íþróttir, og þar er leikin knattspyma alla daga þegar fært er út. Frjálsar íþróttir era þar einnig á dagskrá, og sund er þar iðkað í heitri laug við skálann. Þegar það komst upp að ég hafði fengizt við handknattleik var þegar keyptur knöttur, og notum við hann þegar tækifæri gefst. í skólan- um eru um 70 unglmgar þegar mest er. Ég vil svo að lokum segja það, að ég er stolt af kvennaflokknum í Val, og hið fyrir kveðju til þeirra og allra Valsmanna. Það er ánægjulegt fyrir okkur Valsmenn, að Vigdis skuli leiðbeina æskufólki þarna vesturfrá og glæða áhuga þess fyrir handknattleiknum. F. H. unm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.