Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 73
VALSBLAÐIÐ
71
Handbolti og
fótbolti
fara okki
saman,
segir
KNATISPYRNUMAÐUR
ÁRSINS OG TÍMANS
Hermann Gunnarsson
yrði víðtækari, helzt að öll dagblöð-
in gætu staðið að henni.
Mikil þátttaka varð i kosningunni,
hátt á þrettánda hundrað atkvæða
bárust og féllu þau þannig, að Her-
mann Gunnarsson hlaut 378 atkv.,
en næsti maður ekki nema 162. Sem
viðurkenningu fyrir þennan glæsi-
lega sigur hlaut Hermann forkunn-
arfagra styttu til eignar sem fram-
kvæmdastjóri Tímans færði honum
í hófi sem haldið var að Hótel Borg
daginn sem úrslitin voru kunngerð.
1 þessu hófi voru mættir meðal
annarra Björgvin Schram formaður
KSl, Ægir Ferdinandsson formaður
Vals, Einar Björnsson formaður KRR
og Elías Hergeirsson formaður Knatt-
spymudeildar Vals.
Björgvin Schram hélt við þetta
tækifæri stutta ræðu og óskaði Her-
manni til hamingju með sigurinn og
sagði það mikið þarfaverk að hrinda
þessari kosningu í framkvæmd.
Það væri eins og að hera i bakka-
fullan lækinn að fara að hafa hér
einhverja kynningu á Hermanni
Gunnarssyni í Valsblaðinu, því að sá
Valsmaður er ekki til sem ekki veit
allt um þennan snjallasta íþrótta-
mann Vals í dag. Þó er ekki hægt
Þegar dagblaðið TlMINN ákvað
að gangast fyrir kjöri á — knatt-
spyrnumanni ársins — s.l. sumar,
vorum við Valsmenn ekki i neinum
vafa um að það yrði Valsari sem
kjörinn yrði, spurningin var aðeins
HVER það yrði. Svarið kom svo
laugardaginn 19. október, og fyrir
valinu varð HERMANN GUNN-
ARSSON miðherji og fyrirliði fyrstu-
deildarliðs okkar.
Það hefir í mörg ár verið talað
um, að skemmtilegt væri að koma
svona kosningu á hér á landi, enda
tíðkast það viðast hvar þar sem
knattspyrna er iðkuð. Samtök
íþróttafréttamanna hafa í nokkur ár
gengizt fyrir kosningu innan sam-
taka sinna á — íþróttamanni ársins
— en í slikri kosningu eiga iðkendur
flokkaíþrótta við ramman reip að
draga, því að erfiðara er að mæla og
vega árangur þeirra en iðkenda ein-
staklingsgreina.
Því var þetta framtak TlMANS
bæði tímabairt og þakkarvert og von-
andi að framhald verði á þess konar
kosningu, en æskilegt væri að hún
Hermann Gunnarsson, knaltspyrnuma&ur Tímans og ársins, vir'Öir fyrir sér
heiÖursverÖlaunin.