Valsblaðið - 24.12.1968, Side 76

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 76
74 VALSBLAÐIÐ Bikarmeislarar Vestmannaeyja. Fremri röS frá vinstri: ASalsteinn Sigurjónsson, FriSfinnur Finnbogason, Páll Pálmason, Valur Andersen, Bragi Sleingrímsson. Aflari röS frá vinstri: HreiSar Ársœlsson, f/jálfari, SigurSur Ingi Ingólfsson, Sœvar Tryggvason, Sigmar Pálma- son, Ölafur Sigurvinsson, Haraldur Júlíusson, Einar FriSfjjófsson. Okkur í ritstjórn Valsblaðsins þótti rétt að birta mynd af bikarmeistur- unum frá Vestmannaeyjum, og um leið að vekja athygfi á frammistöðu þeirra á s.l. ári. Það var vel af sér vikið að ná því að verða bikarmeist- ari á fyrsta ári þeirra í fyrstu deild. Þetta ætti að vera hvatning öllum að búa sig undir keppni og æfa vel, því möguleikamir eru alltaf fyrir hendi ef lögð er elja, vinna og áhugi í æfingarnar. Það verður gaman að fylgjast með o;--------------------------------- Af mér var þungu fargi létt þeg- ar þetta var búið, og þetta virðist hafa gengið sæmilega, því að prófið fékk ég. Hefir verið „púað“ á þig við dóm- arastörf? Nei, ekki hefir það nú verið gert, en þó var ég ekki vinsæl meðal Framara inni á Framvelli, vegna marks sem ég dæmdi, en þeir töldu skorað úr rangstöðu. Þeir athuguðu ekki að þegar knettinum var spyrnt, var maðurinn ekki í rangstöðu. Þetta fékk svolítið á mig, en þetta verða dómarar víst að hafa. Drengirnir hafa verið mjög prúðir við mig og kurteisir. Mig langar til að halda áfram við þetta, en ég þarf að kynna mér nán- Vestmannaeyingum í framtíðinni, og naumast verða þeir léttari viðfangs næsta srnnar. Valsblaðið óskar þeim til hamingju með þennan sigur, sem yljar gömlum Eyjamönnum um hjartarætur. -------------------------------0 ar „taklingar" og hindranir, og hef verið að velta því fyrir mér að fá leikmenn til að sýna mér „brellum- ar“ sem maður á von á í slíkum til- vikum. Finnst þér gaman að þessu? Já, ég hefi gaman af þessu, gam- an að kynnast einhverju nýju. Hafði engu að tapa, allt að vinna. Eg fer oft á völlinn til að sjá knattspymu, og nota það nú einnig til að afla mér reynslu og sjá hvemig dómarar dæma. Áður fór ég til að horfa á leikinn sjálfan, og leyfði mér að „púa“ á dómarann, þó maður hefði ekkert vit á því sem um var að ræða. Nú skil ég ýmislegt betur og „púa“ nú ekki lengur á dómarann. ÚR RITUM sr. Friðriks Friðrikssonar Einna skemmtilegasti tíminn þótti mér upplestrarfríið og próf- tíminn um vorið. Þá var kapp og áhugi hjá mönnum að nota vel- daginn. Stundum lásu þá tveir og tveir saman og höfðu sér fasta lestrartíma og ákveðna tíma til úti- veru. Allur júnímánuður var svo fagur að mér fannst, að ég hefði aldrei slíkan lifað. Mér finnst að allt af hafi verið sólskin og sumar- fegurð þá daga. Það getur verið misminni um veðrið, en svona er það í huga mínum. Prófið gekk mæta vel. Eg fékk 5 í latneskum stíl og var ég mjög hróðugur af því. Ekkert skyggði á gleði mína fyrr en síðasta daginn í prófum; þá varð Björn Blöndal veikur aftur sinni gömlu veiki og var ég yfir honum nær dag og nótt. Hann hresstist þó brátt aftur og varð ferðafær nokkrum dögum eftir skólauppsögn. — Ég gat ekki orðið honum samferða, því mig vantaði hest og komst ég ekki af stað fyrr en 13. júlí. Þá fékk ég hest kaupamannsins, sem var að fara norðurí Vatnsdal og varð hon- um samferða og öðrum kaupa- manni til. Við lögðum upp seint um kvöld og riðum til Þingvalla og komum þangað klukkan eitthvað um 3 um nóttina. Við áðum á grasbölum við ána og lögðum félagar mínir sig til svefns, en ég gat ekki sofið. Ég reikaði um vellina og rifjaði upp endurminningar foraldarinnar. Ég varð að láta mér mægja ímynd- unarafl mitt, því enginn var til að leiðbeina mér, eða segja mér til, hvar búðirnar hefðu staðið. Samt var ég eins og í leiðslu og sá í anda skrautklæddar hetjur og skörunglegar konur svífa um vell- ina. Sólaruppkoman var fögur og hrífandi og það bætti á fegurðina, að ég var að hugsa um að einmitt þessi sama sýn hafi birzt forfeðr- unum á fögrum þingmorgnum. Ég las upp fyrir sjálfum mér „Island farsælda frón“ og fannst mér ég skilja kvæðið betur en áður. Ég man það, að kökkur kom í háls mér við hugsunina um að „nú væri

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.