Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 78
76
VALSBLAÐIÐ
Hirðskáld Vals:
Sigurður Marelsson.
'V
amanvíówr A ARSHATIÐ
VALS 1. APRÍL 1967
Já, framtíðin blasir við frjáls og hröð,
með foringja nýja í hverri röð.
Og harðskeytt að baki þeim, hreystinni skráð,
eru hetjumar gömlu, — Vals fulltrúaráð.
(Lag: Meðan ég enn er frár á fæti).
Á landinu okkar er löngum kalt,
og lánið það sýnist stundum valt.
Þótt dimmi i bili og dofni lund,
við dansandi höldum á gleðifund.
Viðlag: í kvöld skal hér rikja gleði og gaman,
og glaðlyndið öllum falla i skaut.
Því kátir Valsmenn nú koma saman
í keppnisskapi á sigurbraut.
Þvi skemmtinefndin, sem skipuð var,
i skyndi efndi til hátíðar.
Þar sameinast allt hið yngra fólk
við eldri kappa, sem drekka mjólk.
„One playboy“ þó vaggandi fram á það fór
að fá villta músík og kannski bjór.
Þá harðnaði Baldvin og beit á vör,
og bannaði Hermanni „geggjað fjör“.
Með fullum rómi nú fagna skal,
að formannsskipti loks urðu í Val.
Já, „penn“ i burtu hann Palli gekk
og prúðum kjötsala völdin fékk.
Og knattspyrnudeildin sinn formann fann,
er fékk hún Elías, — prýðismann.
Þótt Björn úr stjórninni bæði um fri,
hann brosandi koma mun enn á ný.
En fyrir „handboltann“ fengur varð
að fylla mun Garðar upp Tóta skarð.
Og áfram þar heldur „upp-byggingin“,
já, eldklár er fyrir því trvggingin.
Og Valsskálinn komst í stjómarstrand,
er steypti sér Simmi í hjónaband.
En Matthias brosandi bætti úr þvi,
þá byrjaði fljótlega að snjóa á ný.
Það tognaði úr biðinni í tíu ár,
en tókst loks í fyrra, því getan er klár,
hið eina rétta, sem öllum fannst.
— að Islandsmeistara-bikarinn vannst.
Því halda í bardagann bjartsýnir menn,
og baráttan tvisýna hefjast mun senn.
En leiðir að markinu þekkja strax þeir,
svo þurii’ ekki Ámi að kalla meir.
En hundruð Valsstráka halda’ út á völl
og hlaupa í kappi við þjálfara-köll.
Þeir „slípast“ í hraustan og harðsnúinn flokk,
— við hyllum þvi Róbert og Lalla kokk.
Er handboltans valkyrjur koma á kreik,
þær kunna tökin með glæstum leik.
Já, dömurnar okkar nú dásama skal,
þær dansandi bikara færa í Val.
Og karlaliðið það komst vel á blað,
þótt kannski sé ýmislegt misheppnað.
En helming af stigunum hlutu þeir samt,
— við heimtum næst af þeim stærri skammt.
Því víst sjá fjendumir fram á puð,
þegar Finnbogi og Jón eru „komnir í stuð“,
og Stefán þá „bakar“ með línuleik,
en lokaskot „dýrlingsins" engan sveik.
I íþróttahúsinu oftast má sjá
þá Andrés, Sigurð og Frímann H.
Þeir laðast að starfinu „lon og don“
og leika við strákana badminton.
I önnunum ströngu hann aldrei beið,
vor Olfar, sem halda mun beinustu leið.
Ef réði hann öllu, sú vissa er vís,
hann Valssvæðið gerði að „paradis“.
Sigurður Marelsson.
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo