Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Side 51
23
Jjar sem hann var algjörlega frakkneskur maður að ætt
og uppeldi. Hjá Mackenzie-stjórninni varð hann innan-
ríkis tollmálaráðgjafi 1877, en hafði það embætti að eins
skamma stund, þar sem frjálslynda stjórnin varð undir
við kosningarnar árið eftir. Frá því var Laurier i flokki
stjórnar-andstæðinga, þangað til 23. júni 1896, ekki
skemur en tuttugu og eitt ár.
En svo vel þótti hann halda vörnum uppi fyrir þjóð-
málaskoðunum iiokks síns á þessu tímabili, að álit hans
hjá þingi og þjóð fór stöðugt vaxandi. Sá hét Blake,
cr fyrst framan af var foringi frjálslynda flokksins á
þingi þessi árin-, en 1887 sagði liann at sér, og var þá
Laurier i einu hljóði sá vandi á hendur falinn. Mjög'
tregur hafði hann til þess verið, því fyrirrennari hans var
stórgáfaður maður, þó ekki væri hann ávalt eins heppinn
né lipur í frammistöðu sinni og æskilegt hefði verið.
Yfirleitt hafði flokkurinn fundið foringjum sínum það til
foráttu, að þeir hefðu ekki lag á að vinna hug og hjarta
íólksins, er þeir voru að flytja því skoðanir sínar á vel-
ferðarmálum lands og þjóðar, og var þvi að nokkuru
leyti kent um, að flokkurinn hafði lítið fylgi.. Hæfileikar
Lauriers einmitt í þessa átt rnunu engum hafa dulist, því
hann er þjóðlegur mælskumaður i fyrstu röð, er hrífur
lmgann ekki einungis með orðum og röksnild, heldur
með unaði þeim og fegurð, er hvílir yfir persónu hans og
látbragði. Aftur voru menn ekki eins vissir um, að hann
ætti í fórum sinum nógu mikið af ráðkænsku og þreki til
þess að láta flokk sinn bera sigur úr býtum í viðureign-
mni við þáuiæfða og rammslæga þjóðmálagarpa. En
rcynslan hefir sýnt, að hann stendur engum á baki að
þessu leytinu heldur.