Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Blaðsíða 66
3»
Mountains) svonefndu, er að mörgu leyti eins og aiina9
ísland renni upp fvrir augum manns. Þau eru víða snar-
brött og feykihá, með þröngum dalverpum og djúpum, ert
gnæfandi tindum hér og þar, ísiþöktum og óumræðilega
tignarlegum. Ósjálfrátt fyllist hjartað lofgjörð og lotn-
ing. Það er eins og augað sjái dýrðina drottins ljóma um
hvern fjallstind. Hugurinn fær nýja vængi. Hann fer
að langa til að lyfta sér upp i himnanna himna. Eitthva®
innan í manni vill fljúga á arnarvængjum fram fyrir
hann, scm skapað hefir alt þelta og lagað það i hendi sér.
En á næsta augnabliki brestur alla djörfung, því svo er
hátign handaverkanna mikil, að maðurinn.þetta lítilsiglda
/iðrildi jarðarinnar, felur sig á miíli trjánna eða birgir
iyrir augu sér, um leið og hann fer að hugsa sér höfund-
inn sjálfan nálægan.
Aldrei verður maður eins litill og þegar hann stend-
ur undir fjalli. Mannabygðirnar aldrei eins broslega lít-
flfjörlegar og upp á milli fjalla. Það verður ekkert úr
þeim. Á sléttlendinu vekur húsagjörð mannanna oft og"
tíðum býsna mikla eftirtekt. En upp til fjallanna verður
ckkert úr henni. Þar virðast manni skrautlegar borgir
hreinasta hrófatildur, — spilaborgir, barnaglingur . Upj>
til fjalla verða mennirnir og alhr loftkastalar þeirra hé-
gómlegt smásmíði.
Fyrir þá, sem búið hafa á viðlendri sléttu, þar sem
aldrei sér til fjalla, er það líkast því að koma í skrautlega
aómkirkju, með hárri hvelfing og hljómþýðum organtón-
um að vera staddur upp á milli voldugra fjalla.
Og þó gat eg ekki að því gjört, eg sárkendi í brjósti
um þá hina fáu, sem þarna höfðu tekið sér bústaði. Svo
fanst mér það algjörlega vonlaust starf að eiga að gjöra