Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Blaðsíða 110
82
gekst fyrir því þenna vetur, að hér væri stofnaö dá-
lítið félag í bókmentalegu augnamiði, í líkingvið þaðr
er ungir námsmenn eru vanir að hafa með sér á skól-
um. Mun flest hafa farið þar fram á ensku, þvíhann
var eðlilega betur að sér í enskri tungu en íslenzkri.
Nefndist félagið því ensku nafni og kallaðist ,,'f/ie-
Oriental Literary Society, “ ekki vegna þess að með-
limir þess ætluöu einkum austurlenzk vísi'ndi fyrir sig
að leggja, heldur hins, að sólin er í austri og upplýsir
heim allnn og vermir ljósi og hita. Eins ætlaði félag
þetta að vera ofurlítil sól, er ræki myrkur mentunar-
leysisins á flótta og færði mönnum ljós þekkingar og
hita mentunarmnar. Voru einkunnarorð þess á
latínu: pcr gradus—fet fyrir fet, svo enginn skyldi
hugsa að þeir ætluðu sér að gjöra alt í einu. Félag
þetta mun hafa haldið fundi sína fyrir lokuðum dyrum.
Lítur út fyrir, að það hafi veriö lagt út á ýmsan veg
og stunduin miður góðgjarnan. Voru ýmsir svo djarf-
ir að kalla það af þessari ástæðu leynifélag eða frí-
múrarafélag; jafnvel galdrafélag höfðu sumir leyft
sér . ð nefna það, og hafa þeir aö líkindum álitið
helzta ætlnnarverk þess að leggja stund á egipzka
speki, er lengi heflr álitin verið nokkurn veginn hið
saina og kukl. Auö\'iiað var þetta alt í gamni, en
,.ófrjál-legt“ mun það þótt hafa eftir þeirrar tíðar
skilningi á frelsinu, að félag þetta skyldi ekki leyfa öll-
utn aðgang að fundum sfnurri. Ekki hafa félagsmenn
þurft að taka sér þetta nærri. En til þess að seöja
forvitni almennings hélt það opinberan fund, og var
öllum boðið þangað að koma, er vildu. Voru þar
ræður fluttar af ýmsum, en Jón Runólfsson, skáldið,