Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Blaðsíða 135
107
ef alvaran og lotningin heföi meiri veriö í lund hans,
en hvorttveggja fer vanalega vaxandi meö árum og
aldri og þá oft um leiö fariö aö stýra knerrinum meö
meiri gætni og stillingu.
Hann henr ávalt fylgt flokki íhaldsmanna að mál-
um í stjórnarbaráttu landsins. Hefir það ekki veriö
af tilviljun einni framar en annað, heldur mun íhalds-
semin að vissu leyti vera ein af lyndiseinkunnum hans,
þótt fremur heföi mátt viö ööru búast. Hann hefir
einmitt einkennilega íhaldssamur verið í flestum fé-
lagsmálum Vestur-Islendinga og í mörgum efnum
haldið fram þeim hugsunarhætti og skoöunum, er
menn fluttu meö sér aö heiman. Óhætt °r aö full-
yrða, aö honum hefir ant um menningu Vestur-íslend-
inga veriö, en fretnur hefir hann borið hina líkamlegu
hliö hennar fyrir brjósti en þá andlsgu. Sjálfur hefir
hann hafist fyrir dugnað sinn og ötulleik til álitlegri
stöðu en flestir samlandar hans, enda á hann fylgi og
vinsældum að fagna hjá fjölda manna. Má af því
marka hagsýni hans og ráðdeild, aö fjárhagur blaös
þess, er hann keypti, stóö á fótum mjög veikum, er
hann tók við, en munnú kominn í horf allgott og á-
litlegt fyrir hyggilega meöferö. Sýnir alt þetta, hve
góöum hæfileikum Og farsælum maðurinn er gæddur
og hve miklu af þeim hyggindum, sem í hag koma.
Og þótt dómarnir um mann, sem svo ótrauðan þátt
hefir tekið í ágreiningsmálum, hljóti aö veröa nokkuð
ólíkir, mun ávalt veröa á hann bent semsláandi dæmi
þess, hve myndarlega Vestur-Islendingi getur tekist
aö koma ár sinnj fyrir borð, þótt galla einhverja megi
finna á róðrarlagi og stefnu.