Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Hugleidingar um Hamarinn i. Hamarinn í Hafnarlirði horfir yfir þétta byggð, fólk að starfi, flcy, sem plægja fjarðardjúpin logni skyggð. Hamarinn á sína sögu, sem er skráð í klett og bjarg. Stóð hann af sér storm og skruggu, strauma hafs og jökulfarg. Svo kvað Örn Arnarson um bjarg það, sem Flensborgarskólinn var reistur á fyrir aldarfjórðungi. I þessum fáu hendingum er furðu mikið af sögu Hamarsins sagt. Það- an gaf skáldinu sýn yfir sjó og land og bak við tímans tjalcl. Hann skyggndist um vettvang dagsins, réð steinsins rúnir, áhrif íss, lofts og lagar á bjargið. Raunar þarf enginn, sem opin augu hefur, að ganga slíks dulinn með öllu. A nijktum klöppunum sjást rákir, sem allar stefna í sömu átt, frá suðaustri til norðvesturs, og bera vitni um ísaldarjökulinn, sem gekk þar yfir á sínum tíma, en úr- komur og vindar hafa síðan jafnað yfir allt. Auðvitað vantar margt og mikið í þessa sögu, svo sem upphaf hennar og svo náttúrlega Jtað, sem gerzt hefur á Jteim stutta líma, sem liðinn er, síðan skáldið orti ljóð sitt. Um forsögu Hamarsins verð ég fáorður, enda ekki allt of margvís um hana. I»ess má Jró geta, að hann er myndaður úr svo nefndu grá- grýti, og gerðu það „Guð og eld- ur“, eins og Jónas Hallgrímsson komst að orði um náttúruundrin við Þingvöll, hraunið, björgin og gjárnar, en þó miklu fyrr, því að grágrýtið hefur, eins og merkin sýna, myndazt löngu áður en Þingvallar- og Hafnarfjarðarhraun runnu, sem gerðist ekki fyrr en eftir jökultíma, og Jró löngu áður en Ásbjörn Özurarson nam land milli Hraunsholts og Hvassahrauns, sem í Landnámu segir frá. Saga Hamarsins Jrau rösku þús- und ár, sem liðin eru síðan, skal ekki heldur rakin. Aðeins vil ég minna á, að bærinn Hamarskot mun lengi hafa staðið, Jrar sem Flensborgarskólinn stendur nú. Og eftir að Hamarskot var rifið, stóð um árabil fjós, Jjar sem suðurálm- an er. Mætti friðsæld sú, ró og ör- yggi, sem jafnan fylgir kúnum, gefa vistmönnum skólans eitthvað af blessun sinni, auk mjólkurinnar sem þar er neytt dags daglega. Þegar sá, er þetta ritar, í fyrsta sinn kom til Hafnarfjarðar og gekk upp á „Hamarinn, sem hæst af öll- um ber,“ eins og ég heyrði þá um hann sagt, stóð sunnan í honum áður nefnt fjós eða rúst af Jjví, man ekki hvort heldur var. Síðar hefur mér verið sagt, að eigandi fjóssins hafi verið merkiskonan Valgerður Jensdóttir, systir Jreirra Bjarna bónda í Ásgarði í Dölum og Frið- jóns læknis á Akureyri. Hamarinn minnti mig Jrá Jjegar og minnir enn á hæðir Jjær erlend- is, til að mynda í Bretlandseyjum, sem kastalar voru reistir á til varn- ar árásum óvina. Hins vegar getur naumast ólíkari manna verk en vopnavígi og virkiskastala gagn- vart fjósi Valgerðar [ensdóttur og húsi Flensborgarskóla. Hefðu ís- lendingar áður fyrr átt í styrjöldum við aðrar Jjjóðir, mundu Jreir án efa hafa reist á Hamrinum hervirki. Og hvers virði liefði Jrað verið, hjá beztu höfn suðvestan lands? í stað Jjess byggðu Jjeir Jjar friðsaman bóndabæ, síðar fjós og loks ung- mennaskóla. Mér finnst þetta tákn- rænt fyrir íslenzkan friðarvilja, sjálfsbjargarhvöt og menningarvið- leitni. Víkjum Jjví næst að síðasta tíma- bilinu í sögu Hamarsins, og þá um leið hlutdeild hans í menningarbar- áttu Hafníirðinga, með Jjví að hann um aklarfjórðungs skeið hef- ur nú verið grunnur Flensborgar- skóla, eins helzta menntaseturs bæj- arins og Jjótt víðar sé leitað. Má Jjví með sanni segja, að núverandi hús skólans hafi verið grundvallað á bjargi. En slíkt var af meistaran- um frá Nasaret forðum talið vitur- lega gert. Ég hef að vísu heyrt gamla F'lens- borgara hneykslast á því, að skól- inn skyldi vera fluttur neðan frá sjó og upp á Hamar. Um slíkt geta eðlilega verið skiptar skoðanir. En hitt orkar ekki tvímælis, að góður skóli er JjjóðJjrifastofnun, hvort sem hann er byggður á bjargi eða sandi, hlutrænt skoðað, Jjví að hinn andlegi grundvöllur skólans skiptir mestu máli: að hann sé bjarg þekk- ingar, trúmennsku, víðsýni og skiln- ings. Frá hendi Guðs og glóðum elds er Hamarinn meistaraverk og bæj- arprýði eigi síður en aðrir berg- kastalar lands vors. Og hann hefur sérstöðu meðal hamraborga: stend- ur í miðdepli fjölmenns kaupstaðar og er grundvöllur elztu mennta- stofnunar hans. Mér hefur alltaf fundizt, að Ham- arinn væri tilvalið huldufólksaðset- ur, enda segist innfæddum Hafn- firðinum svo frá, að áður fyrr hafi oft sézt ljós í honum. En huldu- fólksbyggðir má hvorki sprengja né kasta í gluggana grjóti. Hins vegar hef ég aldrei lieyrt, að ekki mætti starfrækja skóla í nábýli við álfa. Við Hamar Jjennan er Jjví vand- gert. Stað, sem er Jjvílík gersemi lrá náttúrunnar hendi, má aldrei spilla. Hús, sem þar eru reist, verða að vera í samræmi við landslagið. Þetta finnst mér hafa tekizt eftir at- vikum vel með þá byggingu, sem reist var á honum fyrir aldarfjórð- ungi, þó að hún sé nú orðin alls kostar ófullnægjandi og óhentug vegna breyttra tíma og aukins mannfjölda. Önnur prýðing, sem honum er veitt, verður og að vera smekkleg. Eigi á við að gróðursetja Jjar aðrar jurtir en Jjær, sem falla vel við hús, berg og upprunalegan gróður, helzt eingöngu íslenzkar. Umhyggju skal sýna þeim og aðgát höfð í nærveru Jjeirra. Mestu máli skijjtir Jjó um Jjjóðlífsgróður Jjann, sem á Hamrinum skal þróast. Kem ég Jjá að aðalatriði máls míns. II. Gekk ég upp á hamarinn, sém hæst af öllum ber, hamingjuna hafði ég í hendi mér, björt var hún sem lýsigull og brothætt eins og gler, — ég henti henni fram af, Jjar sem hengiflugið er. Víða flugu brotin, en víðar hugur fer. Hár er hann ekki, Hamarinn í Hafnarfirði, í metrum talið. Þó er hægt að beinbrjóta sig í brekkum hans, ef hált er og ógætilega farið. Eflaust gengur margt ungmennið ujjp á þennan og fleiri hamra og Jjykist hafa hamingjuna í hendi sér, en missir hana. Sporin af jafnsléttu barnæskunnar upjj á setberg ungl- ingsáranna eru ýmsum erfið, jafn- vel nauðug, Jjrátt fyrir J>að að þau eru óhjákvæmileg. Ég Jjekki margan ungling, sem hefur grátið fögrum tárum við Jjau umskipti, harmað horfin bernskulönd. Hitt mun þó tíðara, einkum nú á tímum vél- væðingar og hraða, að Jjeir búist brynju mótþróa, stærilætis og stríðni, sem er gríma vanmáttar- kenndar, en undir býr óánægja með sjálfan sig og heiminn. Það er ekki víst, að ungmennin Jjykist í raun réttri ávallt hafa himin höndum tekið, þó að staðan sé fá- einum tröppum nær honum en áð- ur, landfræðilega séð og í þróska- legu tilliti. Sannast að segja get ég ekki varizt Jjeirri hugsun, að vér, sem leitumst við að leiða þau uppi á þessari Jjroskans hæð, séum ósjald- an að gefa Jjeim steina í staðinn fyrir brauð. Eigi að síður er ég viss um, að óvíða ellegar jafnvel hvergi á vettvöngum Jjjóðlífsins er barizt virðingarverðari og þraut- seigari baráttu en á sviðum fræðslu og uppeldis. Þar hafa skapazt svo mörg og mikil vandamál, að kenn- arastéttinni verður fyrr en varir fullkomið ofurefli að leysa, án stuðnings annars staðar frá, nerna straumhvörf verði í tízku og líðar- anda, horfið frá glötunarleið gróða- bralls, efnishyggju og skemmtana- fýsnar inn á Jjann veg, sem til lífs- ins liggur. „Ég henti lienni fram af, Jjar sem hengiflugið er.“ Hversu margir geta ekki tekið undir Jjessi orð Sigurðar Nordals, Jjegar talað er um meðferð gæfunnar? Það er engu líkara en kynslóð samtímans liafi gripið ein- hver óskiljanleg hneigð til sjálfstor- tímingar. Hvernig væri annars auð- ið að skýra allt hervæðingarbrjál- æðið úti í lieiminum og nautna- Jjorstann hvarvetna, í hverri mynd sem hann og fullnæging hans birt- ist? Og Jjegar vér mætum unglingi um fermingu skammt frá dyriim skóla eða heimilis, púandi sígarettu eða svelgjandi úr kókókólaflösku, eins og hann eigi lífið að leysa, geíir hann Jjetta ekki eftir íyrir- mynd frá hærri stöðum? Eða mið- aldra kynslóðin, sem aldrei hefur haft tíma til að annast börn sín sjálf, lieldur látið dagheimili, sjoppur, kvikmyndahús, skóla eða jafnvel götuna ala Jjau upp í sinn stað sökum ýmiss konar nauðsyn- legs og ónauðsynlegs félagsmála- vafsturs, gróðaöflunar eða skemmt- analífs — mundi ekki sannast á henni Jjað, sem Einar Benediktsson leggur Starkaði í munn í Einræð- um hans: Synduga hönd, Jjú varst sigrandi sterk, en sóaðir kröftum á sntáu tökin; — að skiljast við ævinnar æðsta verk í annars liönd, það er dauðasökin. Djúpið, sem hefur staðfestst milb vor, sem nutum x uppvexti yndis og friðar af samvistum við kindur, kýr og hesta, öðluðumst sálarjafn- vægi við ræktun moldar og upP' skeru jarðargróða — djúpið milb vor og ungu kynslóðarinnar, sem einskis Jjessa heilsulyfs hefur notið nema að litlu leyti, er orðið ískyggi' legt. Mér liggur við að segja, uð vér séum vitandi vits að henda gæfn vorri fram af hengiflugi. Og fjar' gróðaöfl samtímans bæta gr:lLl braski sínu ofan á svart kæruleys1 vort, er sjáum Jjó livert stefnir, með Jjví að hafa börn vor, sem haltbn eru sömu brestum og vér, blygðum arlaust og stöðugt að féjjúfu, xneð Jjví að gefa Jjeim, nei, seíja, pranga út í Jjau hvers kyns ólyfjan, anó' legri og efniskenndri í staðinn fy111 brauð það, sem vér í æsku lærðum

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.