Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 42

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 42
42 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Jón Þorkelsson flugvirki. ir að taka blindflugpróf. Guðjón Rúnar hefur flogið 230 stundir og hefur skírteini no. 454. Kristján Guðmundsson, forstjóri Bifreiðaverkstæðis Hafnarfjarðar, er fæddur 14. apríl 1927, sonur hjónanna Guðmundar Magnússon- ar kaupm. og Ragnheiðar Magnús- dóttur. Hann lauk A flugprófi 1946 og B prófi 1947. Hefur flogið um 40 stundir. Kristján er kvæntur Rakel Jónsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Gísli Bjarnason, Lækjarkinn 12, er fæddur 2. okt. 1928, sonur hjón- anna Bjarna Gíslasonar útgerðar- manns og Guðríðar Jónsdóttur. Hann lærði flug hjá véladeild Svif- flugfélagsins 1946 og lauk námi hjá flugskólanum Þyt 1947. Hefur rétt- indi til einkaflugs, hefur átt flug- vél (með öðrum) og flogið yfir 100 tíma. Stefán G. Ágúslsson, Tjarnar- braut 23, er fæddur 25. júlí 1940, sonur hjónanna Ágústs Ottós Jóns- sonar og Þóru Bachmann. Hóf flug- nám hjá flugskólanum Þyt 1957. Er á námskeiði í loftsiglingafræði, og lýkur væntanlega prófi eftir ára- mót. Hefur flogið 185 st. Hefur skírteini no. 451. Erlendur Guðmundsson, Strand- götu 21, er fæddur 12. júlí 1943, sonur hjónanna Guðmundar Er- lendssonar og Þórdísar Guðjóns- dóttur (látin). Hóf flugnám 1961 hjá flugskólanum Þyt. Er á náms- skeiði í loftsiglingafræði og lýkur sennilega öllum prófum vorið 1963. Hefur flogið 152 stundir og hefur skírteini no. 604. Siglingafrœðingur. Sigurjón Magnús Ágústsson, sigl- ingafræðingur, Hringbraut 69, er fæddur 8. sept. 1927, sonur hjón- anna Ágústs Pálmasonar og Sigríð- ar Jónsdóttur. Hann lauk prófi í New York vorið 1955. Hann hefur skírteini no. 233 og hefur flogið hvorki meira né minna en 8000 flugstundir. Starfsmaður hjá Loft- leiðum siðan 1954, og flýgur milli Evrópu og Ameríku um ísland. Magnús er kvæntur Valgerði Axelsdóttur og eiga þau þrjú börn. Flugvirkjar. Jón Þorkelsson Vesturbraut 1, er fæddur 18. júlí 1920, sonur hjón- anna Þorkels Halldórssonar og Helgu Ólafsdóttur. — Jón fékk snemma áhuga á flugvirkjanámi, fór til Bretlands og hefur sennilega fengið réttindi 1948. Jón hefur dvalið 7 ár í Súdan og verið m. a. verkstjóri þar yfir 130 manns. Hann verður að teljast fyrsti hafn- firzki flugvirkinn. Jón er nú búsett- ur í Englandi og er kvæntur og á einn son. Einar flugvélstjóri. Einar Guðmundsson er fæddur 19. apríl 1924, sonur hjónanna Guðmundar Ágústs Jónssonar og Elísabetar Einarsdóttur að Linnet- stíg 3 B. Einar hóf nám sitt 1946. Hann náði sér í skandinavisk rétt- indi. Hefur dvalið í Noregi og Þýzkalandi í sambandi við starf sitt. Hann er starfsmaður hjá Loft- leiðum og flýgur milli Evrópu og Ameriku um ísland. Einar er kvæntur Jóhönnu Pétursdóttur og eiga þau þrjár dætur og tvo syni. Einar hefur flogið um 6000 flug- stundir. Skírteini hans er no. 228. Pétur Ingason, Álfaskeiði 34, er fæddur 28. jan. 1930, sonur hjón- anna Inga Guðmonssonar bátasm. og Guðrúnar Guðlaugsdóttur á Akranesi. Pétur lærði hjá Flugfé- lagi íslands, dvaldi í Bandaríkjun- um, og hefur verið starfsmaður hjá Flugfélagi íslands síðan hann kom heim í marz 1959. Hann er nú stað- settur í Glasgow. Pétur er kvæntur Sigrúnu Eydísi Jónsdóttur Hall- dórssonar skipstj. Þau eiga dreng og telpu. Eðvarð Asmundsson, Gunnars- sundi 10, er fæddur 2. marz 1939, sonur hjónanna Ásmundar Jóns- sonar bakaram. og konu hans Krist- ínar Haraldsdóttur. Hann lærði flugvirkjanám í Tulsa, Oklahoma, USA. Hann er starfsmaður Flug- félags íslands og skírteini hans er no. 535. Hann er nú staðsettur í Grænlandi. Flugfreyjur. Þórunn Christiansen, Ásbergi í Garðahreppi, f. 12. sept. 1940, dótt- ir hjónanna Hans Christiansen og Kristínar Reykdal. Er flugfreyja hjá Loftleiðum og flýgur milli Evrópu og Ameríku um ísland. Kolbrún Kristjánsdóttir, Hverfis- götu 19 B, er fædd 26. júní 1941, dóttir hjónanna Kristjáns Símonar- sonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Kolbrún er flugfreyja hjá Loftleið- um og flýgur milli Evrópu og Ame- ríku um ísland. Gunnlaug Jakobsdóttir, Móa- barði 6, er fædd 20. febrúar 1940, dóttir hjónanna Jakobs Gunnlaugs- sonar og Klöru Jóhannsdóttur. Hún starfar hjá Loftleiðum og flýgur milli Evrójru og Ameríku um ísland. Kristmundur Birgir Guðjón Rúnar Edvard Erlendur Stefán Pétur Þórunn Kolbrún Gunnlaug Kristján Gísli EFNISYFIRLIT Síra Bragi Eriðriksson: „Fyrir ofan garð“ — Jólaliugleiðing Þóroddur Guðmundsson: Hugleiðingar um Hamari Björn Þorsteinsson: Mjói vegurinn........ Stefán Júlíusson: Flensborg í Hafnarfirði .. Guðlaug Narfadóttir: Bernskuminningar frá Bala Þegar Nýja bryggjan var byggð ........... Magnús Jónsson: Bæir í bænum ............ Friðfinnur V. Stefánsson: Hesturinn „Þröstur" Lofkvæði Hafnarfjarðar .................. Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar............ Gísli Sigurðsson: Hvert eitt hús á sína sögu . Óskar Jónsson: Sögur og sagnir........... Sigurður Þorsteinsson: Dagur í Weimar ... Óskar Halldórsson: Sparkað í liálfa öld . Jón I-Ielgason: Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1961 Barnagaman................................. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 25 ára James Turber: Nóttin, Jíegar rúmið féll um koll Frá landsmóti skáta Þingvöllum ............ Nýja Bílstöðin ............................ Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Fjögur ljóð . Flugið heillaði þau........................ 3 4 . 6 9 12 15 15 18 20 21 24 26 27 28 30 31 34 35 36 38 40 41 Rúnar Gunnarsson tók forsíðumyndina. Aðrar myndir tóku: Herdís Guðmundsdóttir, Sveinn Þormóðsson, Magnús Jónsson, Vilbergur Júlíusson, Oddur Ólafsson, Guðfinnur Einarsson, Marinó Jóhannsson og Ásgeir Sörensen. Gamlar myndir lánuðu: Frú Ágústa Jónsdóttir, Magnús Jónsson flugmaður, frú Anna Hannesdóttir, frú Sveinsína Narfadóttir, Haukar o. fl. Ritstjóri: Vilbergur Júlíusson. Prentsmiðjan Oddi h.f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.