Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar XXI. argangur. Hafnarfirði 15. desember 1962. 3. tölublað. Séra Bragi Friðriksson: tf^yrlr o]an cfctr&'' „Yður er í dag Frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn“. (Lúk: 2, 11.) Hafnfirðingar og margir aðrir fylgjast með því af áhuga, hverju fram fer um auknar vegabætur á umferðaæðum hinna hraðvaxandi byggðarlaga hér umhverfis. Það rnunu allir telja mikla samgöngubót, er vegurinn suður um til Keflavíkur var lagður „fyrir ofan garð“ eða umhverfis Hafnarfjörð. Þetta dregur auðvitað úr umferð og hættum á aðalgötum bæjarins sjálfs og er í alla staði hin viturleg- asta ráðstöfun. En því verður sarnt ekki neitað, að ferða- maðurinn, sem leið sína leggur um þennan veg, fer „fyrir ofan garð“ í Hafnarfirði. Hann sér aðeins úr fjarlægð fjarð- arfaðminn hlýja og fríða. Hulin er að rnestu fögur höfnin og tígulegur Hamarinn, Hellisgerði fjarlægt í skjóli hrauns og húsa. Það styttir oft leið og auðveldar för að fara ofan garðs, en kynnin af bæ og búendum eykur ánægju og reynslu ferðalangsins. Hið sama sannast á lífsleið vorri. Það er vissulega hætta í því fólgin, að flýta svo för, að farið sé ofan garðs við þá staði og stundir, sem veita fegurst fyrir- heit og sannasta hamingju. Fæðing Jesú Krists er sólaruppkoman í sögu mannkyns- ins og boðskapur hans aflgjafinn í lífi voru. Fæðing Frels- arans er náðargjöf Guðs. Hin sanna jólagleði er að þiggja hana. Hamingjan dýpsta og varanlegasta að tileinka sér boðskap Jesú Krists og fylgja í fótspor hans. Hin ytri hátíð vor, undirbúningur hennar og fyrirhöfn, verður að stefna að því, að þessi staðreynd skýrist og fest- ist í huga vorum og hjörtum. Ella höfum vér farið ofan garðs og njótum ekki hinnar varanlegu jólagleði. Kristur, Frelsari vor, er fæddur. Hann lifir sem líkn- samur og kærleiksríkur Drottinn. Hjá Honum, og Honum einum, er friður og fyrirgefning, náð og eilíft líf. Hver maður þráir innst í eðli sínu þessar náðargjafir og hann leitar þeirra víðs vegar og á margan hátt á lífsleið- inni. En raunir vorar eru oft þær, að vér höfum farið „ofan gat'ðs“ við þá staði og stundir, sem geyma sannleikann sjálfan, Drottinn Jesú Krist. Ég flyt yður öllum, sem línur þessar lesið, einlægar óskir um gleðilega liátíð, en umfram allt þá ósk, að ein- mitt nú hljómi þessi boðskapur á nýjan, sterkari og fagn- aðarríkari hátt en nokkru sinni fyrr: „/ dag er Frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn“. Ekki í borg Davíðs, heldur í mínu eigin hjarta. GfleÖileg jól!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.