Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 34

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 34
34 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Arnfríður Long, Guðríður Nikulásdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir,form. Hjörleif ívarsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, í meðstj. 2 fyrstu árin. ritari 1946-49. vform. 1957-61, rit. frá '61. 1948-57, meðstj. 1937-48. ritari 1940-42. stj. 1947-61 (rit. 1949-61). Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði varð 25 ára fyrir skömmu, og minntist það þess af- mælis síns með samkomu í Alþýðu- húsinu laugardaginn 24. nóv. s.l. Félagið var stofnað 18. nóvember 1937. Þá stóðu bæjarstjórnarkosn- ingar fyrir dyrum. Þær kosningar voru að ýmsu leyti erfiðar fyrir flokk, sem farið hafði með meiri hluta í bæjarstjórn undanfarið, en það hafði Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði þá gert í 12 ár (frá 1926). Heimskreppan hafði teygt hramma sína allt norður til íslands og ekki gengið fram hjá Hafnar- firði. Hún hafði þrengt að íslenzk- um atvinnuvegum á marga lund, markaðir erlendis höfðu takmark- azt eða lokazt með öllu. Atvinnu- leysis gætti mjög, og því fylgdu margvíslegir örðugleikar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn i Hafnarfirði hafði leitað margra bragða til þess að bæta ástandið í bænum og margt gert í þá átt, en réð auðvitað ekki við nema sumt, og sjálfri undirrótinni, heimskreppunni, gat hann auðvit- að ekki breytt né haggað. Var því næsta auðvelt að finna ýmsa hluti í kjörum bæjarbúa, sem öðru vísi hefðu þurft að vera, og kenna bæjarstjórnarmeirihlutanum um ástandið, þótt sannleikurinn sé sá, að sennilega hefur engin bæjar- stjórn í Hafnarfirði lagt sig í meiri framkróka til að greiða úr vand- ræðum bæjarbúa en sú, sem stjórn- aði bæjarmálum á kreppuárunum milli 1930 og 1940. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að notfæra sér ástandið og skellti skuldinni á Alþýðuflokkinn og kenndi honum um öll vandræði manna og fyrirtækja. Gerði Sjálf- stæðisflokkurinn sér miklar vonir um sigur í kosningunum, enda hafði hann mikinn viðbúnað í þá átt, stofnaði meðal annars kven- félag innan sinna vébanda. Fjöldi hafnfirzkra alþýðumanna horfði hins vegar með ugg og ótta fram í tímann, ef það skyldi bæt- ast ofan á vandræði kreppunnar að Sjálfstæðisflokkurinn næði meiri hluta í bæjarstjórn. Fundu konur til þess ekki síður en karlar. Því var það, að nokkrar konur tóku sig saman um að stofna Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði til þess að styrkja flokk- inn í kosningarbaráttunni. Kann að vera, að stofnun kvenfélag Sjálfstæðisflokksins hafi ýtt þar eitthvað undir, en mestu réð um stofnun félagsins tilfinning fyrir því, hve mikið alþýðuheimilin í bænum ættu undir því, að ekki skipti um meirihluta í bæjarstjórn- inni, og jafnframt skilningur á sam- starfi og mikilvægi félagssamtaka. Voru frumkvöðlarnir að félagsstofn- uninni konur, sem þekktar voru að farsælum störfum í verkalýðsfélög- um og öðrum félagsskap og vanar baráttu fyrir Alþýðuflokkinn og málefnum hans. Eru þar til nefndar frúrnar Sigurrós Sveinsdóttir, Stein- unn Ólafsdóttir, Una Vagnsdótlir, Guðrún Nikulásdóttir og Svein- laug Þorsteinsdóttir. Fundarstjórí á stofnfundinum var formaður verkakvennafélags- ins, Sveinlaug Þorsteinsdóttir, en fundarritari var Una Vagnsdótt- ir. Frú Arnfríður Long flutti á fundinum gagnort erindi, þar sem hún skýrði, hvert hlutverk félags- ins ætti að vera. 155 konur gerð- ust stofnendur félagsins, og á fram- haldsstofnfundi viku síðar bætt- ust 9 í hópinn. — Var þetta fyrsta kvenfélag, sem stofnað var innan Alþýðuflokskins, en ekki löngu síð- ar var kvenfélag hans í Reykjavík stofnað, og síðan hvert af öðru. Bæjarstjórnarkosningar í Hafn- arfirði í janúar 1938 fóru á þann veg, eins og kunnugt er, að Al- þýðuflokkurinn hélt meirihluta sín- um, þótt tæpt stæði, því að at- kvæðamunur flokkanna var ekki nema 14 atkvæði. Er óhætt að full- yrða, að stofnun kvenfélagsins og starfsemi þess átti drjúgan þátt í sigri flokksins, og má jafnvel svo að orði komast, að það hafi ráðið úrslitum. í þann aldarfjórðung, sem félag- ið hefur starfað, hefur það jafnan unnið samkvæmt upphaflegum til- gangi sínum: að efla og styrkja Al- þýðuflokkinn í Hafnarfirði. Það starf hefur ekki einungis verið unn- ið við kosningar. Á fundum félags- ins hafa opinber mál verið rædd, bæði bæjarmál og landsmál. Marg- ir af forystumönnum flokksins í Hafnarfirði, hafa flutt Jjar erindi um jDessi mál og sömuleiðis ýmsir leiðtoga hans í Reykjavík. Erindi hafa einnig verið flutt um ýmis önnur efni, sem alla varða. Meðal fyrirlesara, er talað hafa á félags- fundum, má nefna frú Aðalbjörgu Sigurðardóttir og Grétar Ó. Fells. Oft hefur félagið haldið umræðu- fundi eða skemmtisamkomur með hinum AlJ:>ýðuflokksfélögunum í bænum. Hafa allir Jaessir fundir — bæði hinir sameiginlegu og eins hinir, sem félögin öll hafa staðið að — verkað mjög til örvunar og fræðslu, skemmtunar og kynningar og verið flokknum til eflingar. Þótt félagið væri ekki hugsað seni framkvæmdafélag, hefur það unnið að ýmsum verkefnum auk funda- halda. Það hefur haldið hlutavelt- ur og bazara, staðið fyrir sauma- naumskeiðum og fleiru slíku, haldið — ásamt hinum Aljtýðu- flokksfélögunum í Hafnarfirði — jólatrésskemmtanir árlega fyrir börn oggamalmenni.Sitthvað fleira mætti nefna. Ekki hafa nema 12 konur setið í stjórn félagsins á þessum 25 ár- um (sjá myndirnar). Hefur starf- semi félagsins að sjálfsögðu mætt mest á stjórnarkonunum, en marg- Sigríður Erlendsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Svanfríður Eyvindsdóttir, Una Vagnsdóttir, Þórunn Helgad., form. frá Þuríður Pálsdóttir, í stjórn gjaldkeri frá stofnun. formaður fyrstu 2 árin. varaformaður frá 1961. form. 1940-47 ,rit. 1937-40. ’57, í stj. 1939-46 og frá ’48. 1942—47 og frá 1949.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.