Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 36

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 36
36 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR SvArp forsetn ísloods, Ásgeirs Ásgeirssoosr á loorfsmóti skóto Landsmót skáta, sem haldið var á Þingvöllum í sumar var stærsta og íjölmennasta skátamót, sem haldið hefur verið hér á landi. Forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, verndari skátahreyfingarinnar á íslandi, flutti eftirfarandi ávarp við setningu mótsins. Er jrað tekið úr Ármanni, mótsblaðinu. Síðar kom forsetinn í tjaldbúð Hraunbúa og dvaldi ]>ar um stund með fylgdarliði sínu. Myndirnar, sem fylgja ávarpinu, eru teknar við Jrað tækifæri. Um 70 skátar úr Hafnarfirði sóttu landsmótið. Hraunbúar gátu sér gott orð á Þingvöllum, áttu m. a. nokkra starfsmenn mótsins og íengu lyrstu verðlaun fyrir góða umgengni í tjaldbúðum sínum, svo að dæmi séu nefnd. Kæru skátar, íslenzkir og er- lendir. Við höldum upp á hálfrar aldar skátaafmælið hér á helgum stað. Þingvellir eru musteri okkar sögu og menningar, gólfið er gróið og hraunstorkið, veggirnir hvítblár jökla- og fjallahringur, þakið him- inhvolfið og reykelsið limur jarðar. Hér reistu íslendingar sér um Jóns- messuleytið í margar aldir borg í strjálbýlu landi og háðu lögþing í stað hnefaréttar. Þið, íslenzkir skátar hafið fylgt fornu fordæmi og byggt tjaldborg í tilefni ykkar fimmtíu ára sögu, borg sem hefur flest einkenni nú- tímabæjarfélags, heimilistjöld, og stjórnartjöld, vatnsveitu, póst og síma, verzlunar- og kvikmynda- tjald — lögreglu og dagblað. Þetta er heilt þjóðfélag í smáum stíl, sem ber ykkur þegnunum, íslenzkir skát- ar, fagurt vitni. Þetta minnir mig allt á Aljringishátíðina sjálfa, árið 1930. Þessi sjón er sögu ríkari um eðli og tilgang skátahreyfingarinnar. Tilgangurinn er að ala upp góðan dreng, en á okkar máli þýðir „góð- ur drengur" bæði piltur og stúlka, góðan dreng — hraustan og sjálf- bjarga, glaðan og greiðvikinn, sann- an og sanngjarnan, viðbúinn og vel- vakandi, — góðan þegn sinnar þjóð- ar, sem ber lotningu fyrir leyndum og helgum dómum. Þessi staður er tilvalinn fyrir stóra hátíð. Fimmtíu ár eru að vísu stuttur tími móts við okkar Jrúsund ára hátíðir. Upphaf sjálfrar skáta- hreyfingarinnar er að vísu nálægt, og hefur raunar verið hér meðal okkar í persónu Lady Baden-Pow- ell. En brautryðjandinn, Baden- Powell lávarður byggði á gömlum og traustum grunni. Hann byggði á hinu gamla, nýja og eilífa eðli æskunnar og upppvaxtaráranna. Þetta Jtroskaskeið hafa fáir skilið betur en hann, og þess vegna hefur skátahreyfingin farið eins og eld- ur í sinu um heim allan. Bræðra- bandið, sem hver og einn á sinn stutta spotta í, hnýttan eigin hnút- um, umlykur jörðina. Og sá einn er góður heimsborgari, sem elskar náunga sinn og ættjörð. Saga íslenzku þjóðarinnar hefur varðveitzt vel, og landið ber enn sama svip og á dögum IngóJfs og Úlfljóts. Hvert mannsbarn og ungl- ingur, sem vex upp við brjóst ís- lenzkrar náttúru og við íslenzkan menningararf, er raunar landnáms- maður. Hann kemur að vísu ekki að óbygðu landi, en fæðist þó inn í ókunnan heim. Allt er nýtt fyrir bláum og skærum barnsaugum. Þroskinn er svo fólginn í vaxandi skilningi, aukinni reynslu og Jrekk- ingu, og fastari tökum á þeirn við- iangsefnum, sem lífið réttir að okk- ur. Leikur og starf er livað öðru skylt. Ég Jrori að fullyrða, að Fjallkon- an býður börnum sínum gott fóst- ur, opið og frjlást land og langa og talandi sögu. En Jrað er okkar sjálfra að veita gjöfum hennar við- töku, og gjalda fósturlaunin. Okk- ar strjálbýla land er opið, og frjáls- ara umferðar en öll Jréttbýl lönd. Hér getum við rásað eins og lömb á fjalli. Og öll menning er að miklu leyti saga, sem þarf að flytja á rnilli kynslóða og ávaxta. Hér er af miklu að taka. Amman tekur í litla hönd og öll þurfum við handleiðslu á uppvaxtarárum. Og þökk sé Jreim leiðtogum og foringjum, sem meðal skáta og annarra, taka æskuna við hönd sér, og beina athygli hennar og áhuga inn á réttar brautir. Ég Jrori á sanra hátt að fullyrða, að Fjallkonan býður skátahreyfing- unni góð skilyrði, og Jrarf hennar með, ekki sízt nú á vélaöld og um- brotatímum. Við skulum taka hest- inn senr tákn gamla tímans, og bíl- inn sem tákn hins nýja. Hesturinn var löngum Jrarfasti Jrjónninn, og Gestir í tjaldbúð Hraunbúa á landsmótinu. Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Oddgeir Jónsson, stofnandi Hraunbúa, og Benedikl G. Waage, fyrrv. forseti ÍSÍ, rita nöfn sín í gesta- bækur Hraunbúa. Á þriðju myndinni sést bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Haísteinn Baldvinsson og frú hans ræða við Hörð Zóphaníasson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.