Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 40

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 40
40 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Þúroddur Guðmundsson kennari og skáld frá Sandi hefur ný- lega sent frá sér 8. bók sína. Er það Ijóða- bókin Sólmánuður, og hefur hún að geyma alls 37 kvceði. Kennir þar margra grasa, en öll eru Ijóðin mikill og góður skáldskaþur. Sólmánuður er snotur bók að frágangi og samvizkusamlega unnin, eins og allt, sem frá hendi Þórodds kemur. Menningarsjóður gefur bókina út. — Eftir- talin fjögur Ijóð, Kvæði um Krist, Sigling, Guðmundur Arason og Maríuvers, eru val- in af handahófi úr hinni nýju Ijóðabók og birt með leyfi höfundar. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Fjögur ljöð Sigling á brattri strönd, í brjósti liita og djarfa önd. Sungið, er Flensborgarskólanum var slitið í 75. sinn, undir lagi eftir Pál Kr. Pálsson. Er roðar tinda af röðulvöldum í ríki vinda með geislatjöldum, við lífsbát ýtum úr Ijósri vör og leiðsögn hlítum í þeirri för af sól og stjörnum á söltutn bárum i sókn og vörnum með stýri og árum, en bjartan vita Við lyftum voðum og leysum festar, á leyniboðum með sjónir hvesstar, að hindra skaða, en hafsins gamm ])au handtök laða, er brunar fram. í þokumóðu að þráðu marki með þrelú hljóðu skal beita kjarki. Sé eigi hikað, þá aldan rís, né undan hvikað, er sigur vis. Guðmundur Arason í sannri trú var öll þín cevi lifuð, þótt einn mót lieimsins valdamönnum striddir; sem konungshugsjón köllun þinni hlýddir, en kcerleikssaga þín var blóði skrifuð. Með töfrasprota vigðir björg og brunna, gafst byr i segl, með vatni og yfirsöngvum þú drýgðir list, sem veittist áður öngvum og aldrei neinir síðar virðast kunna. Kvœði um Krist Þú söguna hófst í hærra veldi. Um hugina fórstu tignum eldi. Og hjörtu vor brunnu af báli því, sem bjarma stafar á fjöll og ský. Þú bróðurkærleika brjóstin gæddir, hvert blys með heilögum anda glæddir. Þú bentir á takmark himinhátt, vér helga því skyldum líf og mátt. Þú gafst oss þá sýn, er heiminn hækkar, sú hátign varstu, sem manninn stækkar. Til frelsis reistir þú fallinn reyr, þann fögnuð vaktir, sem aldrei deyr. Og síðan er lífið æðra en áður, vor andi rökkrinu minna háður. Þú mæltir þau fögru ástarorð, sem aldrei gleymast við lífsins borð. Og því, sem forðum var þjóð til kvalar af þorstans völdum, hver brunnur svalar, með þínum kærleik sem vígður var, því vonarstjörnurnar speglast þar. Postuli íslands, vinur þeirra, er þjást, úr þinni návist flýðu vondir andar, er vannstu mörgu lifs þíns liknarverk. Þú aldrei neinum minnsta bróður brást með blessun þinnar Ijúfu licerleikshandar, sem var i einu hög og hlý og sterk. Maríuvers (Úr Skálholtsljóðum) Hóiust brjóst og hnigu, hrærð við bænagjörð, upp til stjarna stigu stunur lífs frá jörð; skýin logaletri skráð, glituð friðarbogablik birtu þína náð. Verðug skyldi vanda vé þín, drottins mær, hof, er háreist standa, helgilund, sem grær, ljóð í ástareldi skírð, söng, er megi þóknast þér, þinni björtu dýrð. Hlýjast hæli varstu, hjálpin stærst í neyð, þjóðar bölið barstu, blys á hennar leið yfir djúpan Heljar hyl. Þína kusu flestir fylgd furðustranda til.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.