Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Stefán Júlíusson: Fleiisborg í Þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði, vitnuðu mörg örnefni * bænurn um starfsemi erlendra manna á liðnum öldum. Þar var Hellyersstöð, Brydehús, Hansens- búð, Haddensbryggja, Linnetstíg- l'r, Proppélóð. Sum þessara örnefna voru ný, önnur aldagömul, enda mátti svo lieita, að Hafnarfjörður væri vettvangur erlendra kauþsýslu- °g útgerðarmanna frá því um alda- ntótin 1400 og fram á })riðja tug þessarar aldar. Flest þessi nöfn eru nú liorfin, eða að hverfa. Enn hef vg þó ekki nefnt það útlenda heit- ■ð, sem einna oftast var á vörum fólks, og raunar var landskunnugt, en það er Flensborg. Og þetta heiti mun ekki liverfa úr sögunni, þótt Frú Þúrunn Jónsclótlir. isheiti skólafólksins þar dálítið furðulegt. En þegar ég var sjálfur orðinn nemandi í skólanum, hefði ég ekki annað viljað kallast en Flensborgari, þótt við skólafélag- arnir værum stundum kallaðir Flensarar í háðungarskyni, ef ein- hver þóttist eiga okkur grátt að gjalda. Flensborg í Hafnarfirði dregur nafn sitt af józku borginni Flens- borg, en hún stendur sunnarlega á Jótlandi, í Slésvíkurhéraði, sem ásamt Holtsetalandi var löngum þrætuepli Dana og Þjóðverja. Nú eru landamærin rétt norðan við borgina, og mun hún vera nokkru stærri en Reykjavík. F'rá þessari suðurjózku borg komu kaupmenn Sira Þórarinn Böðvasson prófastur. °nnur erlend nöfn týni nú óðum tölunni, því að gagnfræðaskólinn í bænum hefur nú borið þetta nafn 1 atta áratugi, og engar líkur eru ^yrir því, að þar verði breyting á gerð. Enda er svo ráð fyrir gert í ráðuneytisbréfi frá árinu 1932, að skólinn skidi framvegis lieita Flens- borgarskóli, eins og hann hafði þá verið kallaður í hálfa öld. Það er naumast nema von, að lólk velti því fyrir sér, hvers vegna Hafnfirðingar telja það sjálfsagt og eðlilegt, að framhaldsskóli þeirra beri þetta gamla, danska nafn. Eins "rætti líka spyrja: Hvernig stend- Ur á þessu nafni í bænum, og hvers Vegna hefur ]>að unnið sér slíkan Þegnrétt í hugum bæjarbúa og raunar landsmanna allra? Skólar á bslandi bera yfirleitt ekki erlend uöfn, og fremur hefur verið haml- að gegn þvj undanförnum ára- ö'gurn, ag opinberar stofnanir æ> u útlend heiti. Flensborgarar Seltu ávallt allmikinn svip á bæ- ln,r, þegar ég var að alast upp, og Úrstu þótti mér þetta auðkenn- til Hafnarfjarðar fyrir um það bil eitt hundrað og áttatíu árum og reistu sér síðar verzlunarhús fyrir botni fjarðarins, þar sem hann gengur lengst inn í landið að sunn- anverðu. Ekki verður fyllilega séð af gögnurn, hvaða ár þetta var, en líkur mæla með því, að þeir hafi byggt árið 1794. Tóku þeir lóð- ina á leigu af konungi. Var liinn nýi verzlunarstaður kallaður eftir lieimaborg þeirra, og festist nafnið fljótt við staðinn. Var þetta all- mikið landsvæði, enda þurfti tölu- vert olnbogarými fyrir verzlun á þeirri tíð. Seinna keypti verzlunin svo landareignina. í F'lensborg var verzlað til árs- ins 1875, og voru margir verzlunar- stjórar á þeim átta til níu áratug- um, sem þar var verzlað, ýmist danskir eða islenzkir. Afkomendur þeirra sumra urðu merkir menn í íslenzku þjóðlifi. Má meðal þeirra nefna Tliorgrímsen verzlunarstjóra á Eyrarbakka og Morten Hansen skólastjóra í Reykjavík, sem báðir voru fæddir í ldensborg í Hafnar- Hafnarfirði firði. Gísli J. Johnsen stórkaupmað- ur mun vera afkomandi Flensborg- arkaupmanna. En árið 1876 urðu mikil þátta- skil í sögu Flensborgar. Það voru þessi þáttaskil, sem urðu því vald- andi, að nafnið lifir til þessa dags og mun halda áfrarn að lifa um ókornin ár. Þá keypti islenzkur rnaður Flensborgareignina, ekki í því augnamiði að reka þar áfram verzlun, heldur til þess að setja þar á stofn barnaskóla fyrir Garða- prestakall á Álftanesi. Þetta var harla merkilegt tiltæki af kaupand- anum, í rauninni einstakt framtak, því að á þeirri tíð var enn næsta lítið hugsað fyrir alþýðumenntun og barnafræðslu með föstu sniði. Sá, sem keypti Flensborgareign- ina í þessum tilgangi fyrir áttatíu og sex árum, var prófasturinn i Görðum, sr. Þórarinn Böðvarsson. Seljendur voru Knudtzonfeðgar, sem lengi höfðu verið athafnasam- ir kaupmenn í Hafnarfirði, enda var ætt þeirra kunn kaupsýsluætt i Danmörku. Ári síðar en kaupin voru gerð, stofnuðu þau prófasts- hjónin í Görðum skólasetur í Flensborg og gáfu til þess miklar eignir, svo skólinn gæti orðið sjálfs- eignarstofnun, er stæði sem mest á eigin fótum. Skólann stofnuðu þau til minningar um son sinn, Böðvar, er andaðist árið 1869, 19 ára gam- all, þá nemandi í lærða skólanum í Reykjavík. Var Böðvar bráðefni- legur piltur, góður námsmaður og hvers manns hugljúfi. Gjafabréf Jieirra prófastshjóna er á þessa leið: „Síðan forsjóninni fyrir 8 árum síðan þóknaðist að svipta okkur hjónin okkar elskaða syni Böðvari, hefur það verið ósk okkar að heiðra minningu þessa okkar ógleyman- lega sonar með því að gefa nokk- urn hluta af eignum okkar til ein- hvers þess fyrirtækis, sem eflt gæti menntun og góða siði meðal al- mennings í föðurlandi okkar, og höfum við í þessum tilgangi afsal- að og gefið til stofnunar alþýðu- skóla þær fasteignir, er nú skal greina: 1. H úseign okkar í Flensborg í Hafnarfirði með þar tilheyrandi túni og annarri lóð, eins og hún er afsöluð með afsalsbréfi liins fyrra eiganda, stórkaupmanns P. C. Knudtzons, dags. 17. júlímán. f. á. 2. Eignarjörð okkar, heimajörð- ina Hvaleyri í Álftaneshreppi í Gullbringusýslu, 18.3 hndr. að dýr- leika eftir nýju mati, með tilheyr- andi húsum. Böðvar Þórarinsson. Um þessa gjöf lýsurn við yfir þeim vilja okkar, að hún verði höfð til stofnunar alþýðuskóla, að þessi skóli verði fyrst og fremst barnaskóli fyrir Garðaprestakall á Álftanesi. að hann þar næst, eftir því sem efni og kringumstæður leyfa, jafn- fram verði almennur menntunar- skóli, þar sem kostur sé á að afla sér þeirrar þekkingar, sem álítast má nauðsynleg hverjum alþýðu- manni, er á að geta kallazt vel að sér. Ennfremur er það vilji okkar, að skólinn og skólaeignirnar séu und- ir stjórn þriggja manna nefndar, er stiftsyfirvöldin yfir íslandi skipi, en að stiftsyfirvöldin liafi yfirum- sjón með skólanum og gæti þess, að efnum hans sé varið samkvæmt til- gangi gjafarinnar, svo og, að stifts- yfirvöldin eftir tillögum skóla- nefndarinnar setji reglugerð fyrir skólann um allt fyrirkomulag hans og stjórn. Fyrir því afsölum við hérmeð frá okkur og okkar erfingjum í hinu umrædda augnamiði ofannefnda húseign og jörð, og eru eignir þess- ar upp frá þessu fullkomlega heirn- ilar til allra umráða og afnota handa slíkri skólastofnun, sem að ofan er um getið, en verða undir okkar umsjón þangað til skóla- nefnd hefur verið skipuð og húr. getur tekið við umráðum yfir þeim, Görðum, 10. ágúst 1877. Þórarinn Böðvarsson. Þórunn Jónsdóttir." Verzlunarhúsið í ldensborg, sen. nú varð skóli, var mikil bygging o[ traustlega byggt. Það var reist upp úr 1812, en þá brann fyrsta verzl unarhúsið í Flensborg. Byggingir

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.