Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 að biðja föður vorn á himnum að gefa oss. Á slíkum kviksandi hvílir þá menning sú, sem kynslóð þessi býr við, reynir að styðja, meðal ann- ars með því að reisa henni skóla og aðrar menntastofnanir á sandi eða björgum lands vors, til að mynda Hamrinum í Hafnarfirði. Hefur nokkur kynslóð nokkru sinni verið sjálfri sér jafnsundur- þykk í viðhorfi til uppeldis og æsku sem þessi? Annars vegar eys hún fé í skóla, félagsheimili, kirkj- tir, leikhús og söfn. Á hinn bóginn leggur hún á það ofurkapp með alls konar ginningum að tæla æskulýð- inn út af þeim vegi menningar, dyggða og hamingju, sem þessar stofnanir eru að benda honum á. Hrðugt virðist að botna lifandi vit- nnd í slíkri samtíð. Og þó verður það hlutverk menntgjafans, ásamt íleiru, að eigna þessum óskapnaði ðlgang og form, í orði kveðnu að minnsta kosti. En til þess að honum sé það auð- ið, verður hann að standa föstum fótum á bjargi hollrar lífsskoðunar °g siðgæðis, en forðast sandkvikur blekkinganna. Moldviðri tíðarand- ans getur að vísu villt honum sýn °g gert hann áttavilltan, ef ratvísin er ekki því öruggari. Umfram allt þarfnast hann þá leiðarljósa, stuðn- mgs og velvildar í starfi sínu, en einnig virðingar og trausts. Hvers er að vænta, ef blindur leiðir blind- an eða reikull stefnulítinn? Getur þá svo farið við rólega íhugun sam- ''izkunnar, að spurt verði efagjarnt °g alvöruþrungið: Ég þykist standa á grænni grund, en Guð veit, hvar ég stend. Enn þá grænkar Hamarskotstún- Jð á vorin. Veturlangt og daglega ar eftir ár leggja mörg hundruð l,ngmenni leið sína upp á þennan Hamar í leit að fróðleik og þroska, °afvitandi eða vitandi vits, með Inimingjuvonina í brjósti og lýsi- gull eftirvæntingar í hendi sér, og l,m tveir tugir leiðsögumanna styðja þau í þessari leit. Hvern arangur skyldi hún bera? Hm þessar mundir er verið að ,r,innast 250 ára afmælis Jean- Jacques Rousseau’s, hins mikla l,Ppeldisfrömuðar, talsmanns ein- ^taklingshyggju, málsvara barneðl- ,s,ns og heilbrigðrar þróunar þess. E-Opsseau liélt því fram, að börnum °g tinglingum skyldi aðeins kenna það, sem þau fyndu sjálf þörf á að la-*ra og hæfði þroskastigum þeirra a hverjum tíma og aldri. Boðskapur hans var guðspjall frelsisins, ástúð °S vernd, en ekki vizkunnar vald- hoð. Að hans dómi voru uppruna- eg og óspillt hjörtu musteri Guðs. ^n,r þá virðumst vér standa jafn- hlrri hinu sanna takmarki upp- Hðisins og á hans dögum — ef ekki fjær á vissum sviðum. Það, sem á skortir, er varla eingöngu þekking, heldur líka skilningsríkt hugarfar, samstarf, gagnkvæmur vilji, hjálp- fúsar hendur. Dags daglega bera fræðarar á borð fyrir ungmenni ým- is efni, sem Rouesseau taldi alls ekki við liæfi þroskastigs þeirra. Ég get nefnt mörg dæmi um brot vor gegn þeim boðorðum Roues- seau’s, sem enn eru í gildi, en læt örfá nægja. Rouesseau leit svo á, að unglingar liefðu ekki þroska til skilnings á orsaka- og afleiðinga- lögmálum sögu, landafræði og nátt- úrufræði fyrr en um 17 ára aldur, en þá hafa þeir lokið landsprófi í þeim greinum. Og trúfræði, sem án efa er mikilvægust alls þess, sem kennt er í ungmennaskólum, sé rétt á haldið, taldi hann þeim ofviða, fyrr en þau væru komin undir tví- tugt, eða um 6 árum eftir að allri kristindómsfræðslu unglinga er lok- ið. En hraði tfmaris og skipulagn- ingarinnar og vélvæðingin krefjast Jiess, að brotið sé í bága við þroska- lögmál unglingsins og eðlilegar Jiarfir, að vísu með framtíðarhag lians fyrir augum. En fullnæging Jieirrar óskhyggju mun ósjaldan bregðast. Aðalmeinsemdin stafar J)ó af van- rækslu, sem er fólgin í Jrví, að sér- hver ætlar Jrað öðrum, sem hann ekki hirðir um eða er ófær að veita sjálfur. Þess munu dæmi, að ágrein- ingur hafi risið meðal foreldra og kennara, hvorir ættu að kenna börnunum faðir vor. Skólans mönn- um hættir til að saka heimilin um J)að, sem áfátt er í framkomu og viðliorfi unglingsins. Foreldrar skella skuldinni á kennarana fyrir Jrað, hve nemendurnir læra lítið, í stað Jress að hvort ætti að styðja annað, heimili og skóli. Annað er vanmegnugt án hins. Væri ekki ráð að byggja brú yfir djúp Jtessa misskilnings? Það var fallega gert af séra Bjarna vígslubiskupi hérna um morguninn, Jregar hann bað fyrir störfum þeirra, sem annast fræðslu og uppeldi. Ég hef aldrei heyrt prest gera slíkt fyrr. Hver veit, hvaða Jrýðingu það getur haft fyrir þá, sem berjast við ofurefli rang- snúins aldaranda? III. Ýmsir fagna, þegar Hamarskots- túnið fer að grænka á vorin, og ekki sízt Jreir, sem dagleg erindi hafa átt upp á Hamarinn frá því í byrjun október og langt fram í júní, bæði Jrað fólk, sem Jrangað hefur sótt nám og starf. Allir eru frelsinu fegnir. Og svo er sem þessi grænka minni oss á tvennt: sam- band vort við fortíðina og Jrann jarðveg, sent vér erum vaxin upp úr, og svo þann þjóðlífsgróður, sem þróazt hefur á Hamrinum um átta mánaða skeið. Með honum býr heill fósturjarðarinnar um ókomin ár. Hafnfirðingar og aðrir vildar- ntenn Flensborgarskóla, sendið góð hugskeyti upp á Hamarinn, þar sem góðviljað fólk af veikum mætti leitast við að koma hinum ungu til nokkurs Jrroska. Látið Jrau skeyti hugar og hjarta vera jóla- og nýjársgjafir yðar til æskulýðsins og vor, sem reynum að vísa lionum leið upp á enn brattari og liærri hjalla. Aðeins með gagnkvæmri velvild, lieils hugar samvinnu heimila og skóla, réttlátu mati á hvers annars verkum og virðingu fyrir J)eim, ásamt kröfu um hollari aga, bæði heima og heiman, mætti bæta mjög úr Jrví ástandi, sem nú er, öllum til aukins yndis og rneiri farsældar. Þá mundi æska sú, er upp á Hamarinn sækir sér vegarnesti, bera meir úr býtum en áður. Munu þá bæjarbú- ar gleðjast af hinum batnandi æsku- lýð og æskulýðurinn af sínum góða bæ, en Jrjóðin af livoru tveggja . En til þess að svo geti orðið, verður að taka frá börnum og unglingum J)á geigvænu ólyfjan, sem Jreim er nú boðin og byrlað, en veita þeirn í staðinn aðgang að hollari lindum bókmennta, lista og fegurðar fyrir líkama og sál. Þá fyrst mætti vænta þess, að draumurinn, sem skáldið Örn Arn- arson dreymdi um nýja og betri tíð bænum og Jrjóðinni til handa, nái; að rætast: Hamarinn í Hafnarfirði liorfir fram mót nýrri öld. Hann mun sjá, að framtíð færir fegra líf og betri völd. Þögult tákn um þroska lýðsins: Þar er hæð, sem fyrr var lægð, jökulhefluð hamrasteypa, hafi sorfin, stormi fægð. Gleðileg jól, golt og farsælt kom andi ár!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.