Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 28

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 28
28 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Oskar Halldórsson: Spnrknð í hnlfn öM Árið 1912 var stofnað fyrsta knattspyrnufélagið í Hafnarfirði, Knattspyrnufélagið Kári. Æfingar stunduðu félagsmenn vestur á Víði- stöðum. Það eina, sem vitað er um keppni, er, að Kári lék við skips- menn af varðskipinu Fylla, og mun Kári hafa tapað þeim leik, en ekki eru þó til heimildir um marka- tölu. Til gamans má geta þess, að þeir Kára-félagar munu hafa byrj- að að æfa með knetti gerðum úr tjörubornum seglastriga og tvinna- kefli fyrir stút, en munu síðar hafa safnað fyrir nothæfum knetti. Fé- lagið sendi umsókn til bæjarstjórn- ar um afnot af svæði við Víðistaði, en fengu ekki svar. Talið er að félagið hafi starfað til ársins 1917. Knattspyrnufélagið Geysir starf- aði og um tíma. Þann 9. júní 1919 var stofnað Knattspyrnufélagið Framsókn og nokkrum dögum síðar var stofnað hér Knattspyrnufélagið 17. júní og hét eftir stofndegi sínum. 1. september 1919 háðu svo fé- lögin 17. júní og Framsókn keppni, sem lauk með sigri 17. júní 2:1. Eitt fyrsta verk 17. júní var að leigja æfingasvæði af Bjarna Er- lendssyni í Víðistöðum, og gekk Framsókn síðar inn í þá leigu. Ekki leigðu félögin æfingasvæði að Víðistöðum lengur en til 1. desem- ber, en hófust handa með vallar- gerð á Hvaleyrarholti. Völlurinn var vígður í ágúst 1920. Við það tækifæri kepptu félögin 17. júní og Framsókn. Lauk leiknum með sigri 17. júní 1:0. Dómari í þess- um leik var Ben G. Waage, fyrrver- andi forseti Í.S.Í. 1920 fór fram meistaramót í knattspyrnu í Hafn- arfirði. 1920: 17. júní—Framsókn 2:1. 1921: ’7. júní—Framsókn 7:2. hreinsað og líkhúsið reiðubúið til að taka við næstu fórn. Þeim, sem ekki voru nógu líkamlega heilir til að færa vinnufórn á altari vald- hafanna. Frá 16. júlí 1937 til 11. apríl 1945 var þessi hildur háð á hinum fagra skógarási við Weimar. Lítil- magninn gegn ofureflinu. Það var í sannleika sagt notalegt að sjá aftur friðsæla og lífsglaða borgina í sólskininu fyrir sér að heimsókninni til Buchenwald lok- inni. Sönnun þess að þetta hafði aðeins verið vondur draumur, sem var sem betur fer löngu liðinn. 1922: Stofnað til leiks í 3. fl. og sigraði Framsókn. 1923: 17. júní—Framsókn 2:1. Árið 1926 keppa svo félögin sam- eiginlega út á við og stofnuðu Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar. Keppt var tvisvar við Víking úr Reykjavík. Sigruðu Hafnfirðingar í Reykjavík, en jafntefli varð, er leikið var hér. Árið 1927 var svo Knattspyrnu- félagið Þjálfi stofnað. Öll þessi félög unnu knattspyrnu- íþróttinni hér ómetanlegt gagn, en erfið skilyrði á öllum sviðum háðu starfsemi þeirra svo mjög, að þeim varð ekki langra lífdaga auðið. Árið 1929 var stofnað Fimleika- félag Hafnarfjarðar, sem æfði eins og nafnið bendir til fimleika og auk þess frjálsar íþróttir. Hinn 12. apríl 1931 var svo stofn- að Knattspyrnufélagið Haukar. — Árið 1932 byrja Haukar að æfa og keppa á vellinum á Hvaleyrarholti og gerðist Gísli Sigurðsson þjálfari þeirra um skeið og hefir síðan ver- ið hugsað til hans með þakklæti og hlýhug úr röðum Hauka. Um haustið 1932 hættir Þjálfi starfsemi sinni og virtist um skeið sem þetta myndi trufla starfsemi Hauka, en vegna góðrar samvinnu við félögin í Reykjavík, blómgað- ist starfið, og má í því sambandi minnast þess, að Frímann Helga- son fór þess á leit við K.R.R., að Haukar fengju að gerast aðilar að K.R.R., en því var hafnað. 1939 er merkilegt ár í sögu Hauka. Þá voru uppi raddir um það, að sameina F.H. og Hauka, þar sem flestir hafnfirzkir íþrótta- menn voru i báðum félögunum. Voru haldnir nokkrir fundir um þetta mál í báðum félögum. Úr sameiningu varð ekki, því að hvor- ugt félagið vildi leggja niður nafn sitt. 1940 hefjast svo vor- og haust- kappleikir milli félaganna. 1942 fara F.H. og Haukar sam- einaðir á íslandsmót undir merki Knattspyrnufélags Hafnarfjarðar í 1. fl. og verða þá íslandsmeistarar. 1943 fara félögin enn sameinuð undir merki K.H. Keppni var hag- að þannig, að hvert lið var úr leik eftir 2 tapleiki. Einstakir leikir fóru þannig: K.H-Í.R. 4:1, K.H.- Valur 2:1, K.H.-Fram 0:4. Um leiklok hjá öðrum félögum er ekki vitað, en þrjú lið voru jöfn, þ. e. Valur, Fram, K.H. Þar sem þrjú félög urðu jöfn, áttu Hafnfirðingar að keppa aftur við hin liðin 2. Skyldu þeir leika fyrst við Val, en vegna misskiln- ings mættu Hafnfirðingar ekki til leiks og var Val dæmdur sigurinn. 1944: íslandsmót I. flokks. Vegna fjölda félaga, sem tóku þátt í móti þessu og næsta, var þetta útsláttar- keppni. K.H. lék tvo leiki: K.H.— Í.R. 3:0, Í.A.-K.H. 2:0. 1945: íslandsmót I. fl. Nú leika Hafnfirðingar undir merki hins nýstofnaða Í.B.H. og leika þar úr- slitaleik gegn K.R. og sigraði K.R. með 2:0. 1946 taka Hafnfirðingar ekki þátt í íslandsmóti. Öll þessi ár, frá 1940 og til haustsins 1947, keppa F.H. og Haukar í vor- og haustmóti, ásamt svokallaðri Rafha-keppni. En þá hefst lagfæring á vellin- um. Sú viðgerð stóð til ársins 1950 og hafði mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir hafnfirzka knattspyrnu, því að síðan og þar til haustið 1962 hefur ekki verið keppni í sama formi og áður var á milli félag- anna. Á þessu tímabili, meðan lag- færing stóð yfir á vellinum, rösk- uðust verulega þau tengsl, sem ver- ið höfðu á milli knattspyrnuiðk- enda og stjórna félaganna. Ýmsir okkar beztu manna hófu að æfa og leika með félögum í Reykjavík. 1950, þegar völlurinn var tilbú- inn til æfinga og keppni, virtist vera töluverður hugur í knatt- spyrnumönnum. Lið var sent til þátttöku í íslandsmóti 1. fl., en nú voru Hafnfirðingar slegnir út í fyrstu atrennu, það var í leik gegn Fram 3:1. Staðan var í hálfleik 1:1. 1951 taka Hafnfirðingar ekki þátt í íslandsmóti, en aftur á móti í svokallaðri þríhyrningskeppni, þ. e. Valur Í.A., Í.B.H. Þar sigraði Í.A., en Valur og Í.B.H. skilclu jöfn að stigum. 1952 taka Hafnfirðingar þátt í íslandsmóti 1. fl. og nú er ekki lengur útsláttarkeppni. Í.B.H. leik- ur aðeins 2 leiki, tapar báðum og gefur þann þriðja. 1953 er enginn þjálfari með eldri flokkana, en Axel Andrésson er með yngri flokkana. 1954 er fyrsti vísir að algerri sam- einingu beggja liðanna með Karl Guðmundsson sem þjálfara. Árið 1955 skeði svo undrið: Það byrjar með því, að Karl Guðmunds- son kemur hér eins og árið áður á vegum K.S.Í. og þjálfar mánaðar- tíma. En skömmu eftir að hann hættir þjálfun, heppnast hafnfirzk- um knattspyrnumönnum að fá Al- bert Guðmundsson til þess að taka að sér þjálfun hér í bæ. Síðar um haustið kom svo Ellert Sölvason honum til aðstoðar um nokkurt skeið. Við Albert blöstu mörg vandamál, og það sem hefur verið erfiðast úrlausnar, hefur vafalaust verið mannfæðin í knattspyrnu- íþróttinni. Þar sem los komst á knattspyrnulífið í bænum vegna lagfæringar á vellinum, sem tók svo langan tíma, þá höfðu raðir knatt- spyrnumanna þynnzt svo mjög, að fátt eitt var eftir af þeim, sem ]. llokkur í knattspyrnu. Efsta röð frá vinstri: Ilelgi Hóseasson, Sigur- björn Þórðarson, Guðmundur Þórðarson, Páll Ólafsson, Sævar Magnús- son. Miðröð lrá vinstri: Lárus Bjarnason, Stefán Egilsson, Friðþjófur Sigurðsson. Neðsta röð frá vinstri: Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Eyþórsson, Jón Egilsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.