Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 38

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 38
38 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR kallandi var að setja upp þvotta- plan, og hefur það verið steypt í áföngum árin 1956, 1959 og 1960. Á þessu ári var svo steypt plan fyrir frarnan alla stöðina, og hafði Jón Bergsson bæjarverkfræðingur um- sjón með því verki. Stjórnendur Nýju Bílstöðvarinnar hafa kapp- kostað að hafa sem snyrtilegast í kringum stöðina, svo að hún mætti verða bæjarprýði og stjórnendum til sóma. Hefur Ólafur Vilhjálms- son, sem er kunnur snyrtimaður, gengið fram í þessu. Nýja Bílstöðin hefur hlotið verðlaun hjá Fegrun- arfélagi Hafnarfjarðar fyrir góða og snyrtilega umgengni. 30. desember 1953 var samvinnu- félaginu breytt í hlutafélag. Stjórn þess var þannig skipuð: Hús Nýju Bílstöðvarinnar í Hafnarfirði að Vesturgötu 1. Margar og miklar breytingar hafa orðið í þjóðlífi íslendinga á þess- ari öld. Margt af því, sem þykir sjálfsagður hlutur í dag og jafn- vel ómissandi, þótti með öllu ójjarf- ur og broslegur fyrir tveim til þrem áratugum. Svo var t. d. um leigubílana, þegar þeir komu fyrst til sögunnar. Það þótti ekki lítil goðgá, að ætla sér að hætta að vinna, eins og það var orðað, og fara að stunda fólksflutninga á eigin bíl og ætla að framfleyta sér og sínum á því starfi eingöngu. Nú er leigubíllinn hins vegar orðinn ómissandi tæki í hverri borg og bæ. Svona breytast tímarnir og menn- irnir með. Nýja Bílstöðin h. f. í Hafnar- firði var upphaflega sett á stofn 21. ágúst 1946. Þá stofnuðu nokkrir bifreiðastjórar Bifreiðastjórafélag- ið Neista. Nokkru síðar eða 13. nóvember sama ár stoínuðu 18. bif- reiðastjórar samvinnufélagið Nýja Bílstöðin, og skipuðu fyrstu stjórn þess eftirtaldir menn: Ólafur Vil- hjálmsson formaður, Bergþór Al- bertsson, gjaldkeri og framkvæmda- stjóri og Hallgrímur Björnsson rit- ari. í varastjórn voru kjörnir: Krist- ján Jónsson og Stefán Þorleifsson. Félagið hóf starfsemi sína hinn 16. dag nóvembermánaðar 1946 með að opna bifreiðastöð í elzta húsi bæjarins, Brydehúsi, iiúsi Bjarna Sívertsen að Vesturgötu 6. Fyrsti afgreiðslumaður stöðvarinn- ar var Garðar Benediktsson. Félag- ið átti við ýmsa erfiðleika að stríða í fyrstu. Einkum var fjárhagurinn þröngur, en félagið hefur samt starfað óslitið frá upphafi og ann- azt fólksflutninga í Firðinum alla tíð frá stofnun. Árið 1947 setti félagið upp benzintank og nætur- síma árið eftir, og var hann stað- Atvinnufyrirtækin í bænum VII: Nýja Bilstöðtn h.f. settur þar, sem Nýja Bílstöðin stendur nú. En vegna fjárhagsörð- ugleika var nætursíminn lagður niður árið 1953. Fyrsta verkefni hins nýja félags var að hefja byggingu stöðvarhúss að Vesturgötu 1. Það hús byggði Finnbogi Hallsson trésmíðameist- ari. Þá voru settir upp benzintank- ar og ýmislegt fleira var gert til þess að auka og auðvelda þjónustu við almenning og starfsfólk. Að- Garðar Benediksson, form. Bergþór Albertsson, gjaldkeri og framkvæmdastjóri og Hallgrímur Björnsson ritari. Samvinnufélaginu var þó ekki formlega slitið fyrr en 12. okt. 1954. Nýja Bílstöðin setti strax upp sölubúð, og hefur hún ávallt haft á boðstólum blöð, öl og sælgæti, tóbak og gosdrykki. Er hún opin frá kl. 7.30 árdegis tli kl. 24.00 að kvöldi, og eru það mikil þægindi fyrir bæjarbúa. Nýja Bílstöðin hefur kappkost- að að vanda alla þjónustu sem bezt við bæjarbúa. Þegar mikið er að gera er stundum erfitt að sinna óskum fólks um bín, en stjórn Starfsfólk og eigendur Nýju Bílstöðvarinnar í Hafnarfirði 1962. Fremsta röð siljandi t. f. v.: Sveinbjörn Enoksson, Bergþór Albertsson framkvæmdastjóri og gjaldkeri, Ólafur Vilhjálmsson formaður, Ari Benjamínsson ritari og Björn Eiríksson á Sjónarhóli. Önnur röð (drengirnir) t. f. v.: Sigurjón Kristjánsson, Vilhjálmur Ólafsson og Óskar Sigurðsson. Þriðja röð t. f. v.: Kristján Jónsson, Bjarni Björnsson, Jón Gestsson, Hallgrímur Árnason, Garðar Bene- diktsson, Þorvaldur Ásmundsson, Árni Helgason, Páll Ingimarsson og Sigvaldi Óli Ólafsson. Fjórða röð t. f. v.: Halldór Jóhannesson, Magnús Kristinsson, Þórir Hafnfjörð Óskarsson, Björgvin Þórð-' arsson, Kristinn Jónsson, Pétur Valdimarsson, Jón Tómasson og Ingvar Ingvarsson. Á myndina vantar: Hallgrím Björnsson og Guðmund Þorgrímsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.