Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 24

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 24
24 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR r Gísli Sigurðsson: Hvert eitt hús Á sínn SÖ0U Hraunbyrgi samkomuhús Skáta- félagsins Hraunbúar stendur út á hrauni vestan til við þar sem Flata- hraunið byrjar. Þetta er allstórt hús veglegt, þó ekki nýtt, en mun þó henta allvel hinum göfuga félags- skap skátahreyfingarinnar. Hús þetta hefur, ef svo mætti að orði kveða, roskins manns aldur. Það mun verða 60 ára á næsta ári. Við tölum um að menn eigi sögu og er það rétt, en hús eiga einnig sögu. Eins og saga mannanna er saga húsa að því er virðist, sumra stutt og ekki margbrotin, og er þó saga. Saga annarra húsa er saga mikilla anna og mikilla athafna. Svo er um það hús Hraunbúa, sem nú ber nafnið Hraunbyrgi, það á sér sögu 60 ára umsvifa og athafna. En áð- ur en farið verður út í að rekja sögu þessa húss verður svolítið vik- ið að þeim aðdraganda að það var byggt og að það varð miðstöð mik- illa umsvifa og athafna. 1785 er í Kirkjubókum fyrst get- ið þurrabúðarinnar Klofa í Hafn- arfirði. Frá þeim tíma fram um 1870 er þar bær lítill og ekki byggð önnur. En allstór lóð fylgdi bæn- um og var hún við hann kennd, kölluð Klofalóð. 1874 er byggt hús á Klofalóð. Gerði Það Jón Bjarna- son verzlunarmaður, síðar kaup- maður. 1877 er annað hús þar byggt. Gerði það Árni Árnason fiskimatsmaður. Stóð svo um ára- tug að ekki risu fleiri hús á Klofa- lóð, unz Jón Bjarnason hóf verzlun- arrekstur sinn, þá fjölgaði þar hús- um. Verður síðar vikið að hvaða hús það voru. Klofalóð tók yfir allstórt svæði, frá Jagtakletti að Gesthúsalóð, neð- an frá sjó upp að Mörk, þar sem Sigurgeir Gíslason byggði hús sitt 1889. Að mestu var lóð þessi rækt- uð eða tún. Um 1890 fluttist hingað til Hafn- arfjarðar Augúst Flygenring og gerðist skipstjóri, fyrst á jagt, sem Þórarinn prestur í Görðum átti. Síðar sigldi hann til Noregs og lærði stýrimannafræði og segla- saum. Kom upp aftur hingað og gerðist þá skipstjóri með stóran kútter, sem hét Himalaja, 49 tonn, allgott skip. 1892 giftist Augúst Flygenring Þórunni Stefánsdóttur, en hún var fósturdóttir prófasts- hjónanna í Görðum síra Þórarins Böðvarssonar og Þórunnar Jóns- dóttur. Settust þau að í „Gömlu- búðinni" næstsyðsta húsinu á Möl- inni. Þar mun Augúst hafa byrjað lítils háttar verzlunarrekstur. 1897 keypti Augúst Flygenring verzlun- arhús það, sem kallað var Christen- senshús og settist þar að. Var þá farið að kenna húsið við Augúst, kallað Flygenringshús. Hús þetta brann til kaldra kola 25. júlí 1906 ásamt þremur öðrum húsum. Var þá byggt hið seinna Flygenrings- hús, sem enn stendur, Vesturgata 2, Kaupfélag Hafnfirðinga. Af uppdrætti í fórum bæjar- stjórnar verður séð, að Augúst Flyg- enring hefur fengið sér útmælda verzlunarlóð 1894, en það var meirihluti hinnar fyrnefndu Klofa- lóðar. Á þessari lóð stóð þá íbúðar- hús Jóns Bjarnasonar og verzlunar- búð, pakkhús, geymsluhús, móhús, hænsnahús og fastabryggja. 1895 hætti Jón Bjarnason verzlunar- rekstri og fluttist til Reykjavíkur, en um aldamótin keypti Augúst Flygenring hús öll og eignir Jóns. Strax og Augúst Flygenring var fluttur vestur í Fjörð setti hann á stofn verzlun í Búð Jóns og rak þar þessa starfsemi fram til 1903 eða 1904. Fyrstu árin mun ekki hafa verið mikið um byggingafram- kvæmdir, en 1903 var hafin bygging nýs verzlunar- og skrifstofuhúss, sem lengi gekk undir nafninu „Ed- inborgarhús“. Augúst Flygenring flutti svo verzlun sína í þetta nýja hús, og þar var einkaskrifstofa. En aðalskrifstofurnar voru þá hafðar í gömlu búð Jóns Bjarnasonar. Meðan þau hjón Jón Bjarnason og Helga Árnadóttir bjuggu í „Jónshúsi" mátti svo segja, að þar væri myndarskapur meiri en í öðr- um húsum hér í Hafnarfirði. Var þar eiginlega nokkurs konar menn- ingarmiðstöð. Þar var harmoní- um og lék Jón á það. Einnig lék hann á fiðlu, og hann var frum- kvöðull að stofnun fyrstu lúðra- sveitar í Hafnarfirði. Húsið var vel um gengið og setti svip sinn á bæ- inn. En lánið er fallvalt og gæfan ótrygg. Svo fór fyrir þessu húsi Jóns Bjarnasonar. Hið nýja verzlunar- hús Augústs Flygenrings var svo stórt og mikið um sig og stóð svo nærri, að eftir byggingu þess skein þar aldrei sól framar í glugga. Var húsinu þá valið nafn og hét eftir þetta „Svartiskóli". Eftir þetta jukust framkvæmdir Augústs Flygenrings þarna á staðn- um og 1911 þegar ég kom hér til Hafnarfjarðar voru þar eftirtalin hús, sem öll munu hafa verið reist fyrir 1908. Það voru þessi hús: Hin nýja verzlunarbúð, ein hæð með kjallara og miklu risi til geymslu. Pakkhús einlyft með risi og kjall- ara, það er nú „Verkamannaskýli“, pakkhús tvílyft, kolahús og olíu- skúr ásamt fastabryggju, Edinborg- arbryggju sem kölluð var. Auk þess- ara framkvæmda rak Augúst Flyg- enring fiskverkunarstöð á Langeyr- armölum og byggði þar miklar byggingar. Enda var slíkt ekki að undra, því að á þessum árum var vöxtur þilskipaútgerðar hvað mest- ur. Voru þilskipin 13 er þarna höfðu afgreiðslu, auk þess einn gufubátur, og nokkrir litlir vélbát- ar. Hús það, sem nú er aðsetursstað- ur Skátafélagsins Hraunbúa er eft- ir allt hið fyrrnefnda Nýja verzl- unarhús Augústs Flygenrings. Það var sem fyr segir byggt á kjallara hlöðnum úr tilhöggnu grjóti. Hann var oftast notaður til salt- geymslu, þá var hann einnig not- aður til fiskgeymslu bæði blautfiskj- ar. Húsið sjálft var allt af timbri og vel byggt, ein hæð og mikið ris, en á framhlið kvistur með dyr- um og ofan við þær stólpi út úr gaflinum og þar í kengur fyrir blökk, svo að draga mætti þar upp vörur til geymslu á loftinu. Tveir reykháfar voru á húsinu. Verzlunin var í austurenda. Þar var skúr við og dyr með tvennum hurðum tvö- földum. Búðin var rúmgóð og hátt undir loft. Afgreiðsluborðið mynd- aði ferhyrndan flöt, en veggir al- settir hillum og undir borð með skúffum. Gengt var úr búðinni í skrifstofur, sem voru í vesturenda, og herbergi. í húsi þessu rak Augúst Flygen- ring verzlun frá 1903 til 1914 eða 1915. Var þarna mikil verzlun, eins og sjá má af því að skipshafnir nærri 20 skipa og þá fjölskyldur allar eða flestar þeirra manna er hér bjuggu og fólk það allt er vann við fiskverkunarstöðina á Lang- eyrarmölum verzlaði þar. 1913 voru ) flest skipa þeirra er afgreiðslu höfðu haft við verzlunarhús þetta seld úr landi. Var þá allt minna um að vera en verið hafði um skeið. 1914 stofnaði svo Augúst Flygen- ring til togaraútgerðar með kaupi á togaranum „Ými“ og samnefndu logarafélagi. Færðist þá aftur fjör í tuskurnar kringum hús þetta, því þarna voru vörugeymslur fyrirtæk- isins og skrifstofur, en verzlun reis ekki upp aftur í húsinu á vegurn Augústs Flygenrings. 1920 fluttist öll fiskverkun tog- arafélagsins eða Augúst Flygen- rings inn í bæ og varð hús þetta þá miklu fremur en áður miðstöð mikilla anna og umsvifa, enda tóku þá við framkvæmdarstjórn synir Augústs, Þórður og Ingólfur

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.