Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 32

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 32
32 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR r Astralski koala-björninn er mikill barnavinur Þegar þeir höfðu fundið ákjósan- legan stað uppi í fjöllunum, sögðu þeir við prinsinn: — Ungi maður! Okkur þykir svo vænt um þig, að við getum ekki tekið þig af lífi. Far þú nú úr skyrt- unni, á meðan við skjótum hjart- arkálf. Við munum sletta blóði á skyrtuna og sýna föður þínum, en gefa þér Hf. En þú verður að lofa að koma aldrei til konungshallar- innar aftur og helzt að fara úr landi. Ungi konungssonurinn varð harla glaður við þessar fréttir, lof- aði öllu fögru og hraðaði sér síðan í burtu. Hann gekk yfir mörg fjöll og kom í marga dali og hitti fjölda fólks. Loks kom hann til borgar í landi, þar sem konungurinn var nýlátinn. Innan þriggja daga átti fólkið að velja sér nýjan konung í hans stað. Konungssonurinn barði að dyr- um á húsi einu í útjaðri borgar- innar. Þarna bjó gömul kona. Prinsinn sagði henni að hann væri langt að kominn og að foreldrar hans væru dánir. Hann sagðist vera þreyttur og svangur og bað kon- una um að lofa sér að vera. Gamla konan varð fjarska glöð. Hún átti engin börn og tók prinsinn sér í sonarstað. Þrem dögum síðar ætlaði fólkið að velja sér konung. Það safnaðist saman í hjarta borgarinnar, og þangað fór gamla konan og sonur hennar. Einu sinni var konungur, sem átti þrjá sonu. Dag nokkurn kall- aði hann sonu sína fyrir sig og spurði þá, hvort þeim þætti nokk- uð vænt um sig. — Ég elska þig meira en gull og önnur auðæfi jarðar, svaraði elzti sonurinn. SALT — Ég elska þig eins og beztu ávexti og sætustu kökur, svaraði sá næstelzti. — Og ég elska þig eins og salt, svaraði yngsti sonurinn hróðugur og vafði handleggjunum utan um háls föður síns. Þegar konungurinn heyrði svar yngsta sonar síns, varð hann bæði hissa og reiður. Hann kallaði á nokkra menn úr lífverði sínum og skipaði þeim að fara með son sinn til fjalla og lífláta hann þar. Lífvarðarmönnunum þóttu þetta ekki góðar fréttir. Þeim þótti vænt um fallega kóngssoninn. En þeir urðu að hlýða konunginum, slíðr- uðu hnífa sína og héldu til fjalla. Fólkið valdi sér konung á ein- kennilegan hátt. Það sleppti fugli einum úr búri sínu og valdi sér Jrann mann fyrir konung, sem hann settist á. Var þetta nú gert. Fuglinn flaug í marga hringi, en loks settist hann á höfuð unga, ókunna mannsins, sem komið hafði með gömlu konunni. Þetta líkaði fólkinu allt annað en vel og gerði hróp að honum. — Hann kom af fjöllum ofan! Hann getur farið þangað aftur. Við viljum hann ekki fyrir konung. Næsta dag kom fólkið saman enn á ný í borginni til þess að velja sér konung. Ungi maðurinn var ekki í mannjrrönginni. Hann hafði dreg- ið sig í hlé og sat nú úti í kirkju- garði og hugsaði um bræður sína og foreldra. Fuglinum var gefið frelsi og fólkið fylgdist af áhuga með flugi hans og hrópaði: — Hvar skyldi hann nú setjast? Margir teygðu hendur sínar í áttina til hans og kölluðu: — Setztu á höfuðið á mér! Setztu á höfuðið á mér! Fuglinn flaug í marga hringi, en síðan settist hann á höfuð unga mannsins úti í kirkjugarði. Fólkið varð vonsvikið og hrópaði: — Allt er þá þrennt er! Fuglinn verður að fljúga á morgun líka. Um annað er ekki að tala! Daginn eftir kom fólkið saman á torgi borgarinnar til þess að kjósa sér konung í þriðja sinn. Margt þarf ég að muna! Gamla konan og sonur hennar voru þar mætt, en létu sem allra minnst á sér bera. Mikill spenningur og órói var í fólkinu og margir hrópuðu og spurðu: — Hvar skyldi fuglinn setjast núna? Hvern skyldi hann velja? Fuglinn flaug hátt og í marga hringi. Fólkið stóð á öndinni. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Loks lækkaði fuglinn flugið og settist beint á höfuð unga manns- ins í þriðja sinn. Og þá varð fólk- ið að trúa, og það tók sér unga manninn fyrir konung, og allir urðu glaðir. Þannig varð ungi prinsinn kon- ungur. Hann varð bæði vitur og Hjálpaðu Gunnu að finna réttu leiðina heim til sín!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.