Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Björn Þorsteinsson sagnfræðingur: Miói vegurinn Síðastliðið ár ferðuðust með strætisvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur rúmlega 900 þús- undir manna. (Áætluð tala eftir farmiðum: 915.829.) Sama ár fóru um 10 þúsund bifreiðir til jafnað- ar á dag yfir brúna á Fossvogslæk. Mest umferð var um verzlunar- mannahelgina í byrjun ágúst, en þá fóru um 15.600 bifreiðir á dag yfir lækinn. Um þann hluta vegar- ins hafa því farið rúmlega hálf- fjórða milljón ökutækja á árinu eða a. m. k. rúmlega 7 milljónir manna, ef gert er ráð fyrir, að hvert farartæki hafi a. m. k. tvo menn innanborðs, ekil og farþega, en það mun vera allt of lág tala. Strætis- vagnarnir fara 50 ferðir fram og aftur alla virka daga, en þar við bætast aukavagnar kvölds og morgna. Þeir munu því fara um 100 einstakar ferðir milli borganna á hverjum sólarhring. Samkvæmt farmiðasölunni ættu að vera um 25 menn í hverjum vagni til jafn- aðar. Þeir, sem fara um Fossvogs- brúna, eru auðvitað ekki nærri all- ir einungis á ferðalagi milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Leið margra liggur í Kópavog, suður á Álftanes, og býsna margir sækja á Suðurnesin, en þeir, sem að sunnan koma, eru sumir að koma úr Kópa- vogi. Samt sem áður mun það ekki of í lagt, að milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ferðist rúmlega mill- jón manna á ári, eða nær sexföld tala allra íslendinga. Vegurinn, sem á að anna allri þessari umferð, er fyrir löngu orð- inn allt of mjór, auk þess sem hann er bæði holóttur, óþarflega hlykkj- óttur og bráðhættulegur í frosti, snjó og regni. Það ætti alls ekki að taka yfir 12 til 15 mínútur að kom- ast milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar á okkar dögum, en ferða- lagið tekur venjulega um 25 mín- útur og oft talsvert lengri tíma. Um milljón manns eyðir því um 10.000.000 mínútum eða 16.666 klst. og 40 mín, eða rúmum 20.833 átta stunda vinnudögum á ári í óþarfa silagang á þessari leið. Ef einhver heldur, að hér sé um hæpna útreikninga að ræða, þá er þess að minnast, að það er ekki ein milljón, heldur a. m. k. 7 millj- ónir, sem leggja að einhverju leyti leið sína um Hafnarfjarðarveginn, meðan jörðin er að silast sporbaug sinn í kringum sólina. Slæmir vegir í þéttbýli eru dýrir á okkar tímum. í hvert sinn, sem við silumst milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, erum við að greiða vegatoll hinnar ólögðu brautar, án þess að þau útgjöld komi að nokkru gagni. En seinagangur er ekki að öllu leyti neikvæður. Hann gefur ferðamönnum m. a. tóm til þess að athuga umhverfið, þegar sessu- nauturinn er ekki allt of skemmti- legur og aðlaðandi. Meistaraverlt náttúrunnar. Leiðin liggur úr Hafnarfirði, ein- hverju sérkennilegasta bæjarstæði hér á landi. Náttúran hefur gert frumdrætti að dálitlu listaverki upp frá höfninni, og það er vand- meðfarið eins og öll verk sinnar tegundar. Helztu hlutar þess eru hraun, lækur og hamar. Elvert þeirra býr yfir sérstökum töfrum, sem mannanna verk eiga að lúta, en ekki eyðileggja. Það er hægt að ganga þannig frá hlutunum í þess- um bæ, að hraundrangarnir séu að- eins ljótir og leiðir farartálmar, sem skaga svartir og hálfbrotnir út í göturnar, gjóturnar séu óþverra- holur, og lækurinn falli í óyndis- legum sementsstokk til sævar. Þótt Hafnfirðingar kannist við slík fyr- irbrigði og þekki hverfi, þar sem hverju húsinu er troðið að öðru, svo að eitt rekur sig á annars horn, og göturnar eru furðulegir kráku- stígir, þá blasir víðar við sjónurn smekkvísi og umhyggja fyrir verk- um skaparans. En bærinn á eftir að vaxa mikið. Það er ekki of í lagt, að á svæðinu Hafnarfjörður— Reykjavík muni búa um 180 þús. manns árið 2000, ef engin sérstök ógæfa sækir okkur heim. Það er jafnvel sennilegra, að um aldamót- in muni búa á þessu svæði rúm- lega 200 þúsundir manna. Hafnar- fjörður mun eflaust eiga eftir að gera betur en tvöfaldast að íbúa- tölu á næstu 38 árum. Framtíðar- áætlanir um skipulag bæjarins verður að gera á grundvelli þess, að hér rísi upp stórborg einhvern tíma. Hún mun m. a. teygja sig yfir hraunið meðfram nýja vegin- um, upp Setbergshlíðina og inn hraundalinn. Þar á lækurinn og umhverfi lians að vera mesta borg- arprýðin, tjarnir og trjágarðar. — Einnig mun byggð þéttast um Jó- fríðarstaðaland frá Skuld og suður og austur dalinn meðfram Grænu- grófarlæk. Ferfcettir skipulagsstjórar. Hér er ekki ætlunin að dveljast einkum við framtíðina, heldur hyggja lítið eitt að fortíðinni. Hafnarfjörður er með elztu verzl- unarhöfnum á landi hér. Fjörður- inn verður aðalhöfn landsins á 15. öld og heldur því sæti að mestu frarn á daga Skúla Magnússonar. Skúli gamli bjó í Viðey og vildi hafa innréttingarnar sínar, nýsköp- unarfyrirtækin, sem hann stofnaði, sem næst sér. Það var upphaf Reykjavíkur. Við verðum að fyrir- gefa honum staðarvalið, af því að honum gekk gott eitt til. Hér í firðinum mun lútherskt kirkjuhald eiga upphaf sitt á ís- landi, hér sló fyrsti íslenzki kaup- maðurinn tjöldum og hér hófst raf- væðingin á íslandi hjá honum Reykdal. Þótt Hafnarfjörður væri svo mikilvægur verzlunarstaður á 15. og 16. öld, að erlendir kaup- menn þreyttu hingað kappsiglingu á hverju vori, þá gerðu íslending- ar seint nokkuð til þess að greiða fyrir samgöngum hingað á landi. Sauðkindin var lengi helzti skipu- lagsmeistarinn á íslandi og vega- málastjóri. í Landnámu segir, að „sumir þeir, er fyrstir komu út, byggðu næstir fjöllunum og merktu að því landkostina, að kvikfé fýstist frá sjónum til fjallanna". Feðurnir frægu treystu auðheyrilega betur framsýni sauðkinda sinna en eigin dómgreind og létu stjórnast af sjón- armiðum þeirra til landgæða og búsældar við bólstaðaval. Jafnvel ís- lenzkir stórhöfðingjar eins og bisk- uparnir eltu forystusauðina upp í afdal norðan lands og upp fyrir öll stórvötn syðra. Til Skálholts varð ekki komizt úr neinni átt nema með þrálátum sundreiðum og sel- flutningum, en sauðir biskups áttu greiða leið til fjalla. Svo virðist sem hann Ingólfur gamli hafi verið nær eini heilskyggni maðurinn, sem hingað flutti í upphafi landsbyggð- ar. — Þær þjóðir, sem létu ekki stjórn- ast af hagspeki ferfætlinga, reistu sér aðalstjórnar- og menntasetur við góðar hafnir eða verzlunarleið- ir, og þar risu upp þorp, sem urðu miðstöðvar atvinnulífsins í land- inu, er stundir liðu. Hér var því ekki að heilsa. í 740 ár var helzta höfuðsetur landsins uppi í Tung- um, og þar var oft margt um mann- inn. En Skálholtsstaður var höfuð- setur íslands, meðan hér bjó frum- stæð landbúnaðarþjóð í atvinnu- efnum, en ekki stundinni lengur. Hefði biskupsstóllinn hins vegar staðið hér á Innnesjunum í land- námi Ingólfs, hefði hann orðið grundvöllur þeirrar borgar, sem ís- land skorti langan aldur. En stóll- inn stóð á sínum stað, og það þurfti eitt mesta eldgos veraldarsögunnar að viðbættum ógurlegum jarð- skjálftum til þess að hrekja hann til strandar, og á leiðinni liðaðist hann nær algjörlega í sundur. Hafnarfjörður var löngum verzl- unarstaður án þess að vera svo mik- ið sem þorp, og hingað lágu koppa- götur úr ýmsum áttum yfir hraun- in allt til ársins 1873. Að innan lágu Gömlufjarðargötur, troðning- ar frá túngarðshorni á Hraunsholti að Sjónarhóli, og þaðan niður um Háaklif hjá hliðinu á Hellisgerði. Þar stendur nú hálfbrotinn klettur, Svensensklettur,1) sem áður lá aust- an að klifinu. Vegurinn. Einn talaði um veg yfir vegleysur og hraun, einn vitnaði í samtök, er ynnu þyngstu raun, einn mældi fyrir vegi og vissi upp a hár, hvar vegurinn ætti að koma, svo liðu hundrað ár. Það breyttist ekki liraunið og björgin lágu kyrr. í byggðinni var talað um veginn eins og fyrr. Einn hafði góðan vilja en öðrum þróttur þraut, og þriðja fannst það heimska að leggja nokkra braut. Davíð Stefánsson- Konungslioman. Um 1873 bárust þau tíðindi til Hafnarfjarðar, að kóngurinn 1 Kaupmannahöfn ætlaði að henn- sækja ísland. Hafnfirðingar sáu það þegar af hyggjuviti sínu, að kóng- ur mundi aldrei fara svo af Fróm. að hann hefði ekki komið í Hafn- arfjörð, þann stað, sem löngum var frægastur íslenzkra hafna og forfeð' ur Kristjáns Friðrikssonar höfðu leigt við ærnu gjaldi. Hins vegar fengu þeir strangar áhyggjur af því, að það væri aHs ekki kóngi bjóðandi að eyða hálf' tíma í að paufast Gömlufjarðar- 1) Kletturinn er kenndur við skip' stjóra .Svensen, sem lengi sigldi upp Hafnarfjörð á vegum Knudtzons. Þang að gekk Iiann til þess að skyggnast ti veðurs og gá til skipa. Mezta umferDaræð á Islandi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.