Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 37

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 37
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 37 Gestir Hraunbúa á landsmótinu. !■ Menntamálaráðherra, dr. Gyili I>. Gíslason, Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra og irú. 2. Steíán Gunnlaugsson fyrrv. bæjarstj. 3. Bjarni Snæbjörnsson læknir og frú ásamt Eiríki Jóhannessyni. 4. Tveir Skotar með Vilbergi Júlíussyni félagsforingja. þjóðlífið fór ekki harðara en hann. En hesturinn, smalinn og hundur- inn voru vinir, og hraðinn ekki meiri en svo, að það gafst gott tóm til að athuga smátt og stórt, lifa í og með náttúru landsins. Bíll- tnn þýtur áfram eftir hörðum vegi og lítil snerting við land og þjóð, nema gát sé haft á. Það er eins og með gullkálfinn, hann getur verið þarfur þjónn, en er afleitur hús- oóndi. Vélin, af hvaða tagi sem hún er, má ekki komast upp á milli mannsins og náttúrunnar. Bíllinn er að sjálfsögðu þarfur þjónn, þegar tilgangurinn er ekki sá að þjóta áfram í striklotu með öllum þeim hestöflum, sem vélin geymir. Hann gefur meiri lækifæri, rétt með farinn, til að kynnast landi og þjóð en kostur hefur verið á í öll íslands þúsund ár. Ég get ekki rakið allar skátans margvíslegu íþróttir, en á ferðalagi nemur hann staðar, tjaldar, tilreiðir mat sinn og ból. Hann er sjálfbjarga, viðbúinn, og betur klæddur og væddur gegn umhleypingum en áður eru dæmi til. Það er fyrst núna gott að vera útilegumaður á íslandi. Skátinn kveikir varðeld og söng- urinn kveður við í kvöldkyrrðinni. Hugurinn opnast og sögur og sagnir rísa upp úr djúpunum, og svipir minninganna úr gleymskunni, þeg- ar rökkrið færist yfir. Gamli og nýi tíminn fallast í faðma. Svo þagnar allt, og kyrrðin og hvíldin ríkir til sólaruppkonui. Ég er töluvert eldri en íslenzkur skátafélagsskapur. En við nutum samt margs, sem þér viljið ekki, að íslenzk æska fari á mis við. Við stöndum liér á sagnhelgum stað, sem ilmar af kjarnmiklum gróðri, Bláskógar allt um kring. Ég minn- ist þess, að ég kom hér eitt sinn fyrir meir en fjörutíu árum með tveim félögum. Við lögðum á heið- ina síðla dags, gangandi og tylltum okkur til hvíldar þegar vellirnir og vatnið blasti við. Þá reis sólin í austri og gyllti allt himinhvolfið. Spegilslétt vatnið endurspeglaði himinljómann. Ég hef aldrei séð dýrlegri sýn. Er það ekki einmitt á slíkum stundum, sem við fyllumst djúpri lotningu fyrir þeim öflum, sem standa ósýnileg að baki lífsins og allrar tilveru? Sé Drottni dýrð! Að lokum árna ég Skátum, ís- lenzkum og allra þjóða, heilla og hamingju í göfugu starfi fyrir land og lýð. Nóttin þegar rúmiS féll um koll Framh. af bls. 35. an aftur niður í meðvitundarleys- ið. Hinn liræðilegi hávaði vakti samt samstundis móður mína í næsta herbergi, sem ályktaði tafar- laust, að það hefði rætzt er hún hafði óttazt sem mest. Hún hélt, að stóra trérúmið með þunga höfða- gafiinum hefði oltið um koll og °fan á pabba. Þess vegna æpti hún npp yfir sig: „Við skulum fara til aumingja pabba ykkar!“ Þetta hróp, fremur en hávaðinn, er rúm- tetrið mitt féll um koll, vakti Her- rnann, sem svaf í sama herbergi og mamma. Hann hélt, að mamma hefði sleppt sér. „Það er allt í lagi nteð þig, mamma mín!“ æpti hann að henni og reyndi að friða hana. hau æptu þarna til skiptis hvort til annars í allt að tíu sekúndur: „Við skulum fara til aumingja pabba ykkar!“ og „Það er allt í lagi með Þtg. mamma mín!“ Þessi hróp vPktu P.rigga Bragg. Er hér var komið sögu, gerði ég mér grein fyr- ,r því, þótt á óljósan hátt væri, hvað var að gerast. En ég gerði mér enn ekki grein fyrir því, að eg var undir rúminu í stað þess að 'era uppi í því. Briggi vaknaði við hræðsluóp og læti og ályktaði taf- arlaust, að hann væri að kafna og allir væru að reyna að vekja hann til lífsins. Hann rak upp veikbyggt óp og greip kamfóruglasið. Hann hellti úr því yfir sig í öllu fátinu í stað þess að þefa af því. Það gaus uþp ægisterk kamfórufýla í lier- berginu. Briggi saup hveljur og tók andköf eins og maður, sem kominn er að drukknun, því að honum hafði næstum tekizt að kæfa sig, er hann dembdi yfir sig þessari hryðju af kamfórunni, en lyktin al henni ætlaði mann alveg að kæfa. Hann stökk fram úr rúm- inu og þreifaði í írafári eftir opn- um glugga. Hann rak samt hönd- ina í glugga, sem var lokaður. Hann lamdi lmefanum í rúðuna, og ég heyrði brotin hrynja niður á stíg- inn fyrir neðan. Um sama leyti var ég tekinn til að reyna að staulast fram úr, að ég hélt, en þá fannst mér réttilega, að rúmið væri ofan á mér, og ég fylitist hrollköldum ótta. Ég var alveg svefndrukkinn, og mig grunaði nú, að öll lætin stöfuðu af því, að allir væru að gera tilraun til að bjarga mér tir einhverjum ægilegum og alveg sér- stökum voða. „Náið mér héðan út!“ æpti ég því. „Náið mér héðan út!“ Ég held, að ég liafi nú verið farinn að álíta, að ég væri grafinn lifandi niðri í einhverri námu. Þetta var líkast martröð. Briggi saup ennþá hveljur og buslaði í kamfórunni. Er hér var komið málum, var móðir mín tekin til að reyna að opna dyrnar að loftstiganum, og Hermann var á hælum hennar. Þau héldu bæði áfram að æpa. Þau ætl- uðu sem sé upp til þess að reyna að draga líkama föður rníns út úr rústunum. Dyrnar voru samt ein- hvern veginn klemmdar aftur og létu sig ekki, hvernig sem hamaz.t var á þeim. Hún hélt áfram að hrista hurðina, og jók þetta aðeins á allan gauraganginn og ringulreið- ina. Roy og hundurinn Rex voru nú komnir á lappir, annar hrópaði og spurði, en hinn gelti og gjamm- aði. Pabbi gamli, sem lengst var í burtu og svaf fastast allra, hafði nú loks vaknað við öll höggin á stiga- hurðina. Hann hélt, að húsið gæti staðið í björtu báli. „Ég er að komal Ég er að komal“ stundi hann lágri, svefnþrunginni röddu. Það tók hann margar mínútur að ranka alveg við sér. Móðir mín hélt ennþá, að hann væri klemmd- ur undir rúminu. Hún hélt því að hið lága óp hans: „Ég er að koma!“ væri hið dapurlega óp mannveru, sem hefur sætt sig við örlög sín og býr sig nú aðeins undir að ganga á fund skaparans. „Hann er að deyja,“ æpti hún því. „Það er allt í lagi með migl“ æpti Briggi Bragg, til þess að full- vissa hana um, að hann væri sjálf- ur ekki að deyja. Hann hélt ennþá, að það væri návist hans sjálfs við dauðann, sem móðir mín óttaðist. Loks fann ég ljósahnappinn í her- berginu, kveikti og opnaði dyrnar. Briggi Bragg og ég bættumst síðan í hóp hinna við stigahurðina. Hundurinn Rex réðst nú á Brigga Bragg, en honum hafði ætíð verið illa við hann. Hann gerði ráð fyr- ir, að Briggi væri upphafsmaður- inn að öllum þeim ólátum, sem dunið höfðu yfir.Roy varð að skella Rex flötum og halda honurn síðan með valdi. Nú gátum við heyrt pabba skreiðast úr rúminu uppi. Roy svipti stigalmrðinni upp með því að neyta allra krafta sinna, og nú kom pabbi skjögrandi niður sugann, syfjaður og afundinn, en heill á húfi. Mamma tók til að gráta, er hún sá hann. Rex byrjaði að spangóla. „Hvað í ósköpunum gengur á hérna?“ spurði pabbi gamli. l.oks gátum við skeytt hin ein- stöku atriði atburðarásarinnar sam- an líkt og risastóra myndaþraut. Pabbi gamli fékk kvef af því að vappa um berfættur, en þetta hafði engar aðrar illar afleiðingar. „En mikið er ég nú fegin,“ sagði mamma loks, „að hann afi ykkar var ekki staddur hérna líka!“ Hún lítur sem sé alltaf á björtu liliðar lífsins.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.