Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Standancli t. f. v.: Hallsteinn Hinriksson þjálfari, Ásbjörn Sigurjónsson fararstjóri, Karl Jóhannsson K. R., Hannes Sigurðsson Fram, Magnús Jónsson K. R., Hjalti Einarsson F. H., I’étur Antonsson F. H., Örn Hallsteinsson F. H., og Hermann Samúelsson í. R. Sitjandi t. f. v.: Kristján Stefánsson F. H., Sólmundur Jónsson Val, Ragnar Jónsson F. H., Gunnlaugur Hjálmarsson í. R., Birgir Björnsson F'. H. Á myndina vantar Finar Sigurðsson F. H. og Karl Benediktsson Fram. — Myndina tók Sveinn Þormóðsson við komu kappanna til Reykjavíkur. ÍSLENZKIR AFREKSMENN Handknattleíkslíð lieimsmeistarakeppnmnar í V-Þýzkalandi 1961 næstu árum geisa fádæma harðindi hér á landi, en allt um það eru Garðhreppingar, sem voru orðn- ir sérstakt hreppsfélag, allathafna- samir við vegagerð. Árið 1881 kemst vegur yfir Hraunsholtið, og þá og á næsta ári munu gerðar brýr yfir Austurmýrina og upp Arnarnesið. Sá vegarkafli að Arnarneslæk var löngum nefndur „Mýrarbrú". Arn- arneslækurinn var þó óbrúaður enn um skeið. Árið 1883 er tekið að leggja veg frá Hamrinum suður á Hvaleyri og hugsa fyrir brú á Kópavogslæk. Sú brú mun hafa komizt á 1884 eða 1885, og hefur sennilega einung- is verið göngubrú í fyrstu. Um jiær mundir eignast Garðahreppur nýja stétt embættismanna, vegabætar- ana, og bera þeir Magnús Brynjólfs- son á Dysjum og Þorgils Halldórs- son í Miðengi fyrstir þann titil. Hreppnum var skipt í umdæmi milli þeirra. Skyldi Magnús sjá um vegagerðina í Hafnarfjarðarhraun- um, en Þorgils í Garðahverfi og uppbæjum. Ekki urðu neinar stórbreytingar á vegamálum hreppsins við tilkomu þessara embættismanna. Af sam- göngubótum fara heldur fáar sög- ur næsta áratuginn. Verkfærakostur manna var af mjög skornum skammti, venjulega ekki annað en skófla, járnkarl, haki eða mölbrjót- ur og handbörur. Árið 1899 sam- þykkir hreppsnefndin að kaupa Landssjóðsverkfæri fyrir kr. 17,50. — sautján krónur og fimmtíu aura — til hreppsvegasjóðs. Þá var „kirkjuvegurinn með sjónum fram að Görðum orðinn bráðófær" og skyldi ráðizt í endurbætur á honum með 300 kr. lántöku. Lítið var fengizt um vega- og gatnagerð í þorpinu sjálfu. Brú var gerð á lækinn um 1785, að því er Gísli Sigurðsson telur. Sú brú var sunnan við Brúarhraunsklett. Ann- ar brúarsporðurinn stóð á Brúar- klöppinni, en hinn á eyraroddan- um. Þetta mannvirki kom helzt að gagni á fjöru, því að á flóðinu var það umflotið sjó. Síðar er brúin færð, og stendur hún þá um skeið fram undan þeim stað, þar sem búð Olivers er nú. Þessar brýr voru gerðar og kostaðar af kaup- mönnum. I þriðja sinn er henni fundinn staður undan Einarsbúð, og það er sá brúarflutningur, sem vofir yfir 1902. Þegar brúin var færð, fylgdi því m. a. sá kostnaður að teygja veginn að henni. Hrepps- nefndin leitaði til sýslunefndar um fjárstyrk til framkvæmda og f'ékk 500 kr. til vegagerðar niður í Hafn- arfjörð, um þorpið og til búargerð- ar gegn tvöfaldri upphæð til sömu framkvæmda annars staðar frá. Það fé lagði lireppsnefndin til, og þá um vorið var í fyrsta sinn lagður „viðunanlegur akvegur“ ofan í Hafnarfjörð. Sumarið 1902 var í fyrsta sinn hægt að komast með vagna niður í verzlunarstaðinn Hafnarfjörð, en ekki f gegnum þorpið. Á næsta ári var nýja brúin byggð á lækinn og hafizt handa um vegagerð í þorp- inu. Þá varð það, að búendur í Brekkunni sunnaft lækjar báðu hreppinn að leggja til land undir veg, sem þeir ráðgera að leggja beint upp Brekkuna (Illubrekku) milli sýslumannshússins og barna- skólans, „þar sem nú er mjór gangstígur“. Einnig báðu þeir utn fjárstyrk til vegagerðarinnar. Þeir fengu landið, ræmu af lóð barna- skólans, og var heitið 20 króna virði í vinnu, sem hreppurinn út- vegaði. Með þennan bakhjarl var einnig tekið að leggja Suðurgöturia. Þar nteð opnaðist akfær leið gegn- um Hafnarfjörð, og árið eltir veitti landssjóður 2.800 kr. til vegagerðar milli Hafnarfjarðar og Vogastapa- Sá vegur átti langt í land, en þó var áfanga náð; Hafnarfjörður var kominn í vegasamband við un1' hverfið. Hitt var annað mál, að vegakerfið beindi brautir manna til Reykjavíkur, en ekki hinnar fornu hafnar við Faxaflóa. Helztu heimildarmenn niínn eru þeir Gísli Sigurðsson lögreglu- þjónn og Adoll J. E. Petersen verk- stjóri. II. Þ.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.