Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 26

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 26
26 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Óskar Jónsson: Sögur og sagnir Þegar mb. „HJörtur Pétursson“ frá Siglufiröi fórst Á fyrsta eða öðru ári síðari heims- styrjaldar keypti félag það, er ég veitti forstöðu, fisk af bát, sem lagði upp í Hafnarfirði á vetrarvertíð. Bát þennan átti Vilhjálmur Hjart- arson útgerðarmaður á Siglufirði. Hét báturinn „Hjörtur Pétursson". Minnir mig að hann hæfi róðra með línu í janúarmánuði. Var afli ágætur. Það mun hafa verið seint í febrúar eða fyrst í marz að hann kom úr róðri með um 10 lesta afla, slægðan fisk með haus. Var norð- anstrekkingur og frostharkan tals- verð. Þegar ég kom niður eftir um kvöldið og sá útlit bátsins, talaði ég við skipstjóra og benti honum á að báturinn væri svo mikið klakaður, að ekki væri viðlit að fara aftur í róður, nema berja ís af möstrum, köðlum, stýrishúsi og víðar, því mér sýndist báturinn svo mikið klak- aður, að hætta gæti verið á að yfir- þungi klakans gæti kantrað bátn- um. Annars taldi ég veðurútlitið ískyggilegt og latti skipstjóra að hugsa til róðrar þetta kvöld, enda sýndist mér aðrir bátar í Hafnar- firði ekki í ferðahug. Svaraði skipstjóri því til, að hann ætlaði að bíða eftir kvöld- veðurfregnum, sem þá var bannað að útvarpa, vegna stríðsótta her- námsyfirvalda, en aftur voru veð- urfregnir látnar í kassa á símastöð- inni og gátu menn lesið þar veður- útlitið. Fylgdumst við skipstjóri upp í bæinn, hann að athuga veðurfregn- ir, en ég hélt heim. Bað ég hann að síðustu að gæta sín á klakanum og berja hann burtu, ef hann hugsaði til ferðar, en sagði honum loks, að mér sýndist uppgangur á norðan- áttinni og mjög tvísýnt róðrarveð- ur, þar sem hver dropi sem kæmi á þilfar bátsins yrði að klaka vegna hinnar bitru frosthörku. Hafði skipstjóri góð orð um þetta. Seint um kvöldið labbaði ég nið- ur á bryggju og sá þá að „Hjörtur Pétursson" hafði róið einskipa frá Hafnarfirði þetta kvöld. Var strax beygur í mér, en vonaði samt, að báturinn sneri aftur, þar sem veð- ur fór vaxandi. Daginn eftir var veður hvasst af norðri með sömu frosthörku. Ekki hafði fyrrnefndur bátur snúið aft- ur, að minnsta kosti var hann ekki í Hafnarfjarðarhöfn. Klukkan 3.30 s. d. kom ég heim til kaffidrykkju, og fer beint inn í eldhús. Er þar komin kunningja- kona okkar hjóna, sem ég vissi að var vel skyggn. Drukkum við þrjú kaffi í eldhúsinu og var létt yfir gesti okkar. En að kaffidrykkju lokinni lokinni breytist hún strax og varð mjög alvarleg, starði á mig lengi og í nánd við mig. Yrti ég á hana og spurði, hvort nokkuð væri að henni. Hún svarar mér ekki en heldur áfram að stara í sömu áttir. Loks bráir af henni og segir hún mér, að nokkrir menn, allir sjó- votir, hafi komið hver á eftir öðr- um inn í eldhúsið og haldið sér í kringum mig. Taldi hún strax, að hér myndi vera um sjódrukknaða menn að ræða, látna ekki fyrir löngu. Hurfu þeir svo sjónum liennar. Við hjónin sáum ekkert af þessu tagi. Rétt í þessu hringir síminn. Var það Jón heitinn Bergsveinsson, er- indreki Slysavarnafélagsins. Sagði hann, að skip, sem fór frá Rvík þá um morguninn, hefði séð bát, líklega dekkbát, á hvolfi djúpt í Garðsjó og að til sín hefði verið hringt sunnan úr Garði, að farið væri að reka lóðabelgi og bjarg- hring, merkt fyrrnefndum bát. Brá ég skjótt við, fór um kvöldið suður eftir og sannfærði mig um að hér myndi átakanlegt sjóslys hafa orðið, enda kom það á dag- inn. Bátur þessi kom aldrei aftur að landi. Eitt lík af áhöfninni fékk legstað í íslenzkri mold. Ég held að sjórinn hafi ekki skilað fleirum. Saga þessi er öll, en konan, sem sá hina sjódrukknuðu menn, hafði ekki hugmynd um, að bátur á mín- um vegum væri á sjó og gat því ekki búið til söguna um svipi hinna drukknuðu manna. Enda varð hún oft vör við ýmsa hluti og þá sérstak- lega við svipaða atburði og hér hef- ur verið frá sagt. Sagði hún mér ýmislegt af því tagi, sem ég af ýms- um ástæðum get ekki greint frá. Týnd bók kemur í leitirnar Haustið 1961 keypti ég bók- ina „Huglækningar“ eftir Ólaf Tryggvason á Akureyri. Las hana, lánaði kunningjum mínum, sem líka lásu hana. Eftir nýárið langaði mig til að lesa kafla úr bókinni aftur og gekk að bókaskáp mínum í stofunni, þar sem ég taldi mig hafa látið hana, þegar ég heimti hana úr lánum. Er ég vanur að raða bókum um skylt efni í sömu hillu. Svo þóttist ég hafa gert hér. En nú brá svo við að bókin var ekki á sínum stað og fann ég hana hvergi í þremur bókaskápum með nokkur hundruð bókum í. Leitaði ég mikið að bók þessari. Kannaði hvort nokkur í húsinu hefði hana að láni, en svo reyndist ekki. Fékk ég nú fleiri í lið með mér að leita bókarinnar. Var hver og ein einasta bók handfarin í bókaskápunum, en ná árangurs. Ég þóttist hins vegar nokkuð ör- uggur um að ég hefði látið bókina með öðrum bókum um skyld efni og mundi líka að kjölur bókarinn- ar var áberandi ólíkur að lit öðrum slíkum bókum í þessari bókahillu. En þar sem ég var ekki alveg viss um, hvort ég hefði lánað bók- ina til þeirra kunningja minna, sem ég lána stundum bækur, hringdi ég til þeirra flestra og spurði hvort þeir hefðu bókina að láni, en svarið var alls staðar neit- andi. Nú þótti mér súrt í broti að hafa tapað bókinni, því ég tel hana mjög merka bók og ákvað því að ná mér í nýja bók í staðinn í bókabúð. Leið nú nokkur tími og kvöld eitt var ég einn heima í íbúð okk- ar lijóna. Fór ég nú í nýja leit og sérstaklega í hillu þeirri, sem ég taldi mig hafa látið hana í. Var ég að dunda við þetta fram til kl. lli/í, að kvöldi. Var þetta seint í marz s. 1., en enginn árangur. Ákvað ég nú með sjálfum mér að kaupa bók í stað þeirrar týndu daginn eftir. Fór því næst til náða. Morguninn eftir var ég árla ujrpi, fór fram í stofu, þar sem tveir bóka- skápar eru og kíkti á loftvogina, sem er daglegur vani minn frá barnæsku. Leit ég af tilviljun á bókaskáp þann, er ég taldi mig hafa geymt hina týndu bók í, án þess þó að bókin væri þá stundina í huga mínum. Sé ég nú að bókin er komin í bókahillu þá, er ég taldi mig hafa látið hana í á sínum tíma. Litur kjalar áberandi við dökka kili annarra bóka í sömu hillu. Saga þessi er ekki lengri, en hver getur upplýst mig um hvar bókin var allan tímann? Því örugglega var hún ekki í skápnum mínum? Vantrúaðir á þessa frásögn mína munu eflaust segja, að einhver liafi leikið þarna á mig, og mun það rétt vera, — en ekki nein sýnileg vera. Get þó bætt því við, að þetta mun vera í þriðja skipti á minni 65 ára ævi, sem svona atvik henda mig, en þau önnur verða ekki greind hér. Beðið iim mat fianda syni Ég ætla það hafi verið 1939, að ég var starfsmaður hjá Síldarverk- smiðju Siglufjarðarkaupstaðar, — Rauðku á Siglufirði. Vann ég í skrifstofu verksmiðjunnar. Morgun einn í ágúst eða seint í júlí kom farþegaskip til Siglufjarðar frá Reykjavík og komu nokkrir farþeg- ar með norður, þar á meðal ungur maður, sem ég þekkti og var þá mjög vínhneigður. Kemur hann um kl. 10 f. h. til mín í skrifstofuna og var vitablankur, en nokkuð við skál. Bað hann mig að lána sér nokkrar krónur fyrir öli og kaffi. Ég neitaði því, þar sem ég taldi að þá myndi hann kaupa vín fyrir aur- ana. Varð hann allhvefsinn og kall- aði ókvæðisorðum til mín um leið og hann skellti liurðinni fast á hæla sér og fór út. Ég átti heima þetta sumar úti í bænum og þegar ég gekk heim í mat kl. 12, sé ég hvar ungi maður- inn situr fyrir framan matsölustað í bænum, illa á sig kominn og glor- hungraður. Þegar ég nú sé manninn þarna, mundi ég draum frá síðustu nóttu, sem var á þá leið, að mér þykir fað- ir hans (sem var landskunnur gáfu- maður, þá fyrir nokkuð löngu dá- inn) koma til mín og segja við mig: „Nú verður þú að gera bón mína,“ og horfir livasst á mig. Ég spyr hver hún sé, en því svaraði hann ekki og fór. Nú, þetta var sjálfsagt bónin, að gefa syni hans mat. Sú bón var þá með sama upp- fyllt, því mat fékk hann nógan í það skiptið.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.