Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 19

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 19
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 19 ur átti að stökkva á vellinum, neit- aði hann næstum að fara norður völlinn og var honum ekki þröngv- að til þess, og vissi enginn ástæð- una fyrir þessu, því hann virtist heilbrigður er honum var riðið úr Hafnarfirði og heim aftur. „Vonlaust, gamli Þröstur“. Þegar Þröstur var á öðru árinu yfir tvítugt, var hann ekki járnað- ur þann vetur, og gekk frjáls út og inn í skýli sitt. En að morgni ann- ars dags Hvítasunnu var hann járn- aður og síðan riðið á kappreiðar, hægt og rólega lil að byrja með, en þó fór svo að nokkuð var reynt á getu hans í þessari ferð, þótt óþjálfaður væri. Þarna urðu margir Hafnfirðing- ar samferða og flestir vel ríðandi. Og þegar komið var út á veginn, sem liggur niður að skeiðvellinum við Elliðaárnar, var einn kunnur ltestamaður fyrslur út á veginn og reið mikinn á fögrum og glæsileg- um hesti, sem mikið orð fór af, enda var það frábær gæðingur og garpur mikill, en frægastur fyrir geysimikið og fagurt tölt. En nú var málum þann veg hátt- að hjá eiganda Þrastar, að hann hafði lengi haft hug á því að fá að sjá og reyna hvað Þröstur gamli dygði á móti þessum fræga og mikla hesti, en aldrei fengið tækifæri til. Nú virtist stundin vera komin, en aðstæður flestar Þresti í óhag, hann var að byrja tuttugasta og annað aldursárið og aldrei stigið á bak honum þann vetur fyrr en þennan morgun og því algjörlega óþjálfað- ur, en nú var kannski framundan sú þrekraun, sem skar úr um það, hvort Þresti ætti að auðnast að bera sigurorð af þessum fræga hesti á tölti eins og hinum, sem á vegi hans höfðu orðið. En á einhvern dulinn hátt skynjar eigandi Þrastar, er hann enn einu sinni naut þess unaðar að sitja á baki hans og svífa áfram við dill- andi og dúnmjúkar hreyfingar, að enn einu sinni myndi Þröstur vera til í allt eins og fyrrum, þegar æskumóðurinn svall sem heitast í æðum hans. Og í þeirri von að þetta væri ekki óskhyggja og ímyndun ein, lét eig- andi Þrastar hann nálgast garpinn mikla, og renna brátt fram úr hon- um á nokkuð hröðu tölti. Hesta- manninum kunna brá nokkuð, en hleypti strax á stökksprett, og er hann þaut fram úr Þresti leit hann til hans með nokkrum áhyggjusvip að virtist, er hann sá að Þröstur jók tölthraða sinn enn verulega. Eftir nokkra stund lægir samreiðarmað- urinn stökksprettinn, og lætur garp- inn grípa töltið og nú með geysi- hraða, að eiganda Þrastar sýndist, enda leit hann enn aftur og nú ekki með áhyggjusvip, heldur eins og hann vildi nú segja: „Þetta er vonlaust fyrir þig, gamli Þröstur". Þó fór enn svo að Þröstur rann fram úr, og allt það sama sem áður hafði skeð, endurtók sig að undan- teknu því að nú lét eigandi Þrastar hann sjálfan ráða hraðanum með þeim árangri að samreiðin varð ekki lengri, og Þröstur sannaði, að það var engin ímyndun, að enn blundar nokkuð af þrótti æskuár- anna í æðum hans og að sjálfs- traust og sigurvissa var enn ólömuð og þar með lauk þessari þrekraun á þann veg að eigandi og Þröstur máttu vel við una. En víkjum nú sögunni aftur til Hafnfirðinganna, sem horfðu á byrjun þessarar baráttu, þegar þeir náðu hestamanninum, sem hætti að fylgja Þresti, spurðu þeir hann dá- lítið undrandi, hvað orðið hefði af samreiðarmanninum. Hann svaraði fáu, því hann virtist skorta fúsleik til frásagnar af atburði þessurn. Grunaði þá Hafnfirðingana, livað skeð hefðí og talið féll niður. En er að skeiðvellinum var komið, horfðu þeir hýru og þakklátu auga til Þrastar, þar sem hann stóð mik- ið sveittur en ekki móður, sem gaf til kynna að gamla brjóstið og hjartað væri furðu heilt enn. Rauk i simann. Einu sinni um réttaleytið höfðu gengið óþurrkar og átti eigandi Þrastar nokkurt hey úti; þó reið hann austur að Nesi í Selvogi og gisti þar nóttina næstu fyrir Sel- vogsréttir hjá Guðmundi Jónssyni og Ingibjörgu húsfreyju konu hans, þeim mætu merkishjónum. En á réttardagsmorguninn er komið var á fætur, var farið að birta yfir fjallinu, og er riðið var á stað í réttirnar kom mönnum sam- an um, að í dag yrði heyþurrkur vestanfjalls. Tók þá eigandi Þrastar skjóta ákvörðun, hætti við réttarferð, en hugðist freista þess að ná lieim fyr- ir hádegi til að breiða hey sitt. Kvaddi því Selvogsinga og hélt heim á leið og var þá kl. hálf átta. Þröstur var heimfús og viljugur og bar fljótt yfir. En er komið var að fjallinu og brekkunum steig eig- andi Þrastar af baki við hverja stóra brekku og teymdi Þröst laus- an upp til að verjast því að hann mæddist, því greitt var riðið á milli. En í Stóra-Leirdal, sem er nær miðju fjalli, var áð litla stund, en nóg til þess að Þröstur pissaði, og þá var nú fljótt haldið af stað aftur, en vegurinn svo argvítugur, að ekki er hægt að lýsa, liafði þá verið óruddur um fjölda ára og er í dag, en með undraverðri leikni og hraða rann Þröstur yfir þessar tor- færur á þessum grýtta fjallvegi þar sem öræfakyrrðin og þögnin var svo algjör í þetta sinn að ekki einu sinni rjúpukarri rauf hana, því nú var komið haust og flestir mófugl- ar farnir og hinir hljóðir, sem eft- ir voru. Brátt er kornið á Kerling- arskarð, þá sér vestur yfir, um leið svífur tígulegur fálki yfir þeim fé- lögum og virðist gefa þeim gaum nokkra stund. En nú fer ferðin að sækjast vel, hallar ört undan fæti, það syngur í klöppunum undan hófaslögum Þrastar því hér eru sléttar liellur og klappir á löngu færi, loks er stígið af baki í Miklu- dölum, kyrrað litla stund, haldið síðan af stað aftur og riðið greitt. Klukkan ellefu er stigið af baki lieima, og Þresti sleppt í túnið. Eig- andinn ríkur í símann, símar austur að Nesi til að fá staðfestingu á tím- anurn, hittir að máli Ingibjörgu liúsfreyju, sem naumast trúir því að hún sé að tala við næturgestinn, sem kvaddi hana með liandabandi fyrir röskum þremur og hálfurn klukkulíma, þó var það nú svo. Þessi vegalengd var venjulega riðin á 5—6 klukkutímum, og þá var vegurinn ruddur á hverju vori, svo þetta var nokkur þrekraun, sem Þröstur vann þarna, en ekki lagðist liann um daginn, og daginn eftir sá ekkert á honum, svo hann hefur ekki tekið þetta rnjög nærri sér. Felldur og heygður. Margar fleiri sögur mætti segja af litla jarpa ættsmáa hestinum, sem fæddist að Lónakoti vorið 1923. En nú er hann allur, og jörðin og rnoldin hafa bráðum geymt hann í 15 ár, og á gröf hans hvílir steinn, sem nafn hans o. fl. er höggvið í. Því haustið 1947 var hann felldur og heygður framan í Lambafelli í Krýsuvíkurlandi, þar blasir við fagurblátt vatn í fögrum fjalladal, grösugar hlíðar og vellir er góðhest- ar Hafnfirðinga fá að njóta unaðar sumarsins frjálsir í faðmi íslenzkra fjalla. Er einn af þeim mönnum, sem tóku gröf Þrastar, hafði gengið frá gröfinni, strauk liann svitann af enni sér, tyllti sér niður og tók upp blað og blýant. Þessi maður var Jón Þorleifs- son bóndi og kirkjugarðsvörður í Hafnarfirði. Hann gjörþekkti lífs- feril Þrastar frá upphafi, og að lok- um fylgdi hann honum síðasta spölinn að gröfinni. Og fyrri kveðju og minningarstef- in, sem hér fara á eftir orti Jón á lítilli þúfu við hinzta hvílustað Þrastar, en hin orti Guðmundur kennari Þórarinsson í Hafnarfirði. Kveðju og minningarstef. Lífs á foldu laginn hljóp, lítt var gefinn frestur. Góðhesta í glæstum hóp gæðingurinn mestur. Skeikaði aldrei fráum fót, fannst á enginn löstur. Jafnt mig barstu um götu og grjót góði snjalli Þröstur. Kraft og fimi, þrotlaust þrek þreyttir oft til dáða. í aldarfjórðung lífið lék, ljúft við okkur báða. Þó að breytist tíðin tvenn tendruð aldamóði. Lifðu heill — ég á þig enn yndisþjónninn góði. J. Þ. fiá Horfinn seiðir hestnrinn hratt um greiða völlu. Eða lieiðar hugur minn hleypur skeiði snjöllu. Þröstur snarpur þýtur drög þekkurn varpar seiði. Eins og harpa hófaslög hljóma á garpsins skeiði. Landsins tindra tígin svið, töfrar binda hjarta. Þreyðu yndi — þjótum við, þúsund myndir skarta. Hestur minn við hressum lund, hvergi finnum trega. Spretti ei linnum, geysum grund gleðjumst innilega. Þegar svo ég allur er, ekki hallar móði, lineggi snjall þá heilsar mér, heilla kallinn góði. G. Þ. Hafnfirðingur á götu. Hver er hann?

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.