Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Guðlaug Narfadóttir: ^Bernókuminnincjar \rú Hafnarfjörður skömmu eftir síð- ustu aldamót. Já, við skulum hverfa 50—60 ár aftur í tímann! Það eru engar götur í bænum aðrar en þær, sem fætur kynslóðanna hafa troðið. Við göngum malarkambinn með- fram sjónurn. Þarna eru nokkur hús á strjálingi. Það eru kaup- mannahúsin og verzlanir. Hingað og Jrangað liggja götuslóðarnir um hraunið. Víða má sjá lágreysta en vinalega bæi. Það er blæjalogn og reykinn leggur beint upp af bæjun- um. Fólk er á stjái og margir að sækja vatn. Vatnið er sótt í Lækinn. Hann er í hjarta Jrorpsins og renn- ur til sjávar í fjörðinn. Fólkið hef- ur stanzað til þess að spjalla sam- an og segja fréttir. Það er sitt hvað að gerast. Það á að fara að leggja götu um bæinn og byggja brú yfir Lækinn. Nýi læknirinn vill leggja Lækinn niður sem vatnsból og byggja vatnsveitu. Taugaveikin er í algleymingi í Firðinum og margir hafa horn í síðu Lækjarins. Fólkið horfir vantrúað í föturnar en sér ekkert nema tárhreint vatnið. Nei, Það gat ekki verið! Og svo var það galdramaðurinn hann Jóhannes Reykdal. Hann gat smíðað allt mögulegt, og svo gat hann tendrað Ijós af hreint engu. Hann þurfti enga olíu og lampa- glösin voru bara kaldar kúlur! Þetta kallar hann rafljós! Fólkið er steinhissa á þessum ósköpum. Svo tekur liver sínar fötur og röltir heim á leið. En Tóta gamla, mesta fréttakonan í bænum, hefur lika tíðindi að segja. Og aftur er stanz- að og masað yfir fötunum. Já, Tóta hafði nefnilega bara rétt sem snöggvast litið inn í nýja húsið á Bala. Þar var komið kokkhús, tvö verelsi og spisekamelsi! Og sjálfur galdramaðurinn var þarna staddur og var að leggja köldu ljósin inn í húsið. Og Tóta gamla hafði ekki séð annað en eitthvert band hang- andi niður úr miðju loftinu inni! Og loftið hafði verið málað hvítt og þiljurnar grænar og meira að segja gólfið hafði verið málað! Borðið var komið út á mitt gólf eins og hjá kaupmannsfrúnni með rósa- dúki á. Og þarna var kommóða með mörgum myndum, kvöldmál- tíðin og Jesúmyndir upp um alla veggi. En fleirum en Tótu gömlu fannst töluvert til um nýja húsið á Bala. Við litlu systkinin, sem fluttum í þetta hús, vorum harla glöð. Það var komið að jólum líka. Að vísu vorum við ekki mikið farin að Itugsa um Jrau, en það gat ekki far- ið fram hjá að pabbi og mamma voru að pukra með eitthvað. Jú, það var ekki að sökum að spyrja. Það voru að koma jól! En jóla- gleðin hlaut að verða tregablandin. Afi og litli bróðir höfðu dáið og svo hafði taugaveikin herjað, og gamli bærinn að læknisráði verið jal'naður við jörðu. Og Jtá var lagt í Jtað mikla ævintýri að byggja nýtt hús. Jóhannes bróðir minn vann hjá Reykdal. Með honum vann piltur nokkur úr Reykjavík, Lúther Lár- usson að nafni, nú bóndi að Ing- unnarstöðum í Kjós. Það var víst I.úther að Jrakka, að bróðir minn lagði í það fyrirtæki að smíða jóla- tré. Svo fór Jóhannes gangandi með Lúther á Þorláksmessudag til Reykjavíkur til þess að sækja ým- iss konar skraut á jólatréð. Jó- hannes kom síðan einsamall til baka, þótt myrkfælinn væri. Ég man vel þessa daga, og alltaf hefur mér Jrótt vænt um Lúther Lárus- son síðan. Meðan mamma og bróð- ir minn voru að skreyta jólatréð, var ég alltaf á gægjum. Og Jregar búið var að baða okkur og klæða, var okkur lofað inn. En sú dýrð! Við höfðum nefnilega aldrei séð jólatré fyrr! Og svo kom amrna í Mýrarhúsum í peysufötum, með dúksvuntuna, sem hún annars setLÍ aldrei upp nema þegar hún fór til kirkju. Og þarna sat hún hvíthærð og virðuleg, með skotthúfuna frammi á miðju enni og með skúf- inn niður á öxl. Hún var ekki minna hrifin en ég af allri dýrðinni. Mér fannst amma falleg Jretta kvöld. Mamma lét okkur ganga kring- um jólatréð og syngja jólasálma. Sjálf spilaði hún undir á harmon- iku. Við sungum af innileik og hjartans list. Meira að segja bróðir okkar hafði fengið lag. Hann, sem alltaf var laglaus og setti okkur æv- inlega út af laginu. Þegar við höfð- um sungið um stund, voru góð- gerðir bornar fram, súkkulaði, kleinur, pönnukökur og jólakaka. Þegar búið var að lesa lesturinn var okkur sagt að hátta, Jrví að dag- inn eftir ættum við að fara til messu veslur að Görðum. En ég man að ég leit á mömmu og spurði hvort ekki væru rúmstólpajól líka hér. Og ég fékk kerti til þess að festa á rúmstólpann minn. Og svo sofnaði ég undir lestrinum, eins og ég var vön. Ég vaknaði ekki daginn eftir fyrr en tími var kominn til Jjess að ganga til kirkju. Síra Jens Pálsson, prestur í Görðum, var maður feitlaginn, föngulegur á velli en með töluverða ýstru. Mér var vaxtarlag hans mik- il ráðgáta. Mér fannst að hann hlyti einhverntíma að eiga barn! En Jregar ég spurði ömmu hvénær hann síra Jens ætti barnið, varð hún byrst. „Það verður aldrei, sem hann fæðir af sér barn“, svaraði hún stutt í spuna. Hún gaf enga skýringu á Jæssari fullyrðingu. Svo fór ég að heyra að prestshjónin væru barn- laus. Og næst þegar síra Jens kom til þess að húsvitja, horfði ég lengi á hann og sagði: „Presturinn getur ekki átt barn.“ Þá Jrreif mamma í mig og skaut mér út fyrir dyrnar, svo að ég yrði mér ekki frekar til skammar. Það var mikil huldufólksfrú í Firðinum á ujrpvaxtarárum mín- um. Ég trúði alltaf á huldufólk og trúi enn. Margt styrkti mig í Jreirri trú. Þegar ég fæddist haustið 1897 var mjög hart í ári og mikið afla- leysi. Sennilega hefur Jrað verið ástæðan fyrir ))ví að mamma saum- aði enga flík handa mér áður en ég fæddist. En Jregar Magga systir mín fæddist, hún var fjórum árum eldri en ég, hafði mamma saumað talsvert af fötum. En svo vildi til að ein skyrtan týndist og fannst ekki, hvernig sem leitað var. „O, það hefur einhver fengið hana lánaða og skilar henni, þegar hann er búinn að nota hana,“ sagði mamma og var hin rólegasta. Nú fæðist ég, og mamma segir ljósu minni sem var, að ég fái enga nýja flík. Fötin voru geymd í drag- kistu, sem jafnan stóð fyrir aftan ^B>ala rúmið hennar mömmu. Þegar ljósa opnar kistuna, verður fyrst fyrir henni ný skyrta. Sér Jiá mamma að y þetta var skyrtan, sem horfið hafði fjórum árum áður! Ég var svo færð í skyrtuna, og hef æ síðan verið Jrakklát huldufólkinu fyrir að hafa geymt Jressa nýju ágætu skyrtu handa mér allan Jrennan tíma. Oft var mömmu sagt frá konu, sem fólk sagði að væri nákvæmlega eins og hún og sæist oft á gangi lijá Bala. Þessu trúði ég, og til þess að vera nú alveg viss, Jrurfti ég oft að horfa á mömmu og ganga úr skugga um að Jrað væri nú hún! Einu sinni mætti ég konu, sem ég hafði aldrei séð. Hún var full- orðin, töluvert einkennileg, með bungu en ekki laut fyrir neðan nef- ið. Þetta hlaut að vera huldukona. (. Hún bar þungan böggul. Með hálf- um huga gekk ég til hennar og bauðst til Jress að bera böggulinn. Ég ætlaði að vita livar hún ætti heima. En Jregar lrún skömmu síð- ar beygði af og fór í hús og reyndist vera kona austan úr sveit, komin í bæinn til Jress að heimsækja systur sína, varð ég fyrir afar rniklum von- brigðum. Og ekki fór betur fyrir okkur Palla! Palli var nábúi minn, ári eldri. Við vorum ntjög samrýmd. Hann var skemmtilegur félagi, fann upp á ýmsu, söngvinn og músikalskur, enda frændi og nafni Páls okkar ís- ólfssonar. Við Palli lögðum undir okkur hænsnakofann heima. Þar æfðurn við söng. Eitt sinn var Palli að semja fallegt lag við gamla Nóa, þegar hanaskömmin, svarti Donald, stökk upp á prik og galaði beint framan í Palla. Þá reiddist Palli, , þreif í dónann og íleygði honum út. En mamma komst að Jtessu, og eftir Jrað bannaði hún okkur að æfa söng í hænsnakofanum. Þetta var nú útúrdúr, en við Palli vor- um staðráðin í Jsví að sjá, J^egar huldufólkið flytti sig á gamlárs- kvöld. Við áttum erindi við Jrað. Palla bráðvantaði tvíblaða vasa- hníf, og mig langaði svo lifandi skelfing í blúndubuxur! Magga systir liafði fengið blúndubuxur í jólagjöf. Og huldufólkið hafði reynzt mér svo vel, að Jtað hlaut að hjálpa mér um jætta lítilræði. Við Palli læddumst út á gamlárs- kvöld og settumst við sprunguna á Stórakletti, (hjá húsinu Austurgata 37). Hér hlutu höfðingjarnir að búa. Þetta var svo stór og fallegur klettur. Við héldumst í hendur, vorum víst hálfsmeyk.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.