Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Frá Hafnarfirði: Bali sést á bak við hús Davíðs heitins Kristjánssonar, sem er fremst á myndinni. og hamingjusöm, þegar við fórum í land með rauðan vasaklút, full- an af þessu góðgæti. Faðir minn kom líka stundum með fáeina kjöt- bita, sem hann hafði dregið af mat sínum í túrnum. Okkur fannst þetta hreinasta veizla. Bræður mínir fóru snemma til sjós, 11 og 12 ára. Ég man það enn, hvað okkur yngri systkinunum fannst til um þessa litlu sjómenn. Eða þegar Jakob bróðir minn kom úr fyrsta túrnum, 11 ára gamall, með stóran poka á bakinu og henti að okkur þessari vísu: í tunnusekkinn tróð ég einum tíu kinnum og forfærði þær fimmtán sinnum. Og í trosi á ég keilu afarstóra, steinbítshvolp og karfa fjóra. Þessu hafði einn gamansamur fé- lagi hans laumað að honum, þegar hann lagði af stað heim. Sjómennirnir áttu hver sitt mark. Við þekktum markið hans pabba, og vorum alltaf hreykin af, hvað hann var mikill aflamaður, auk þess var hann oftast stýrimaður. Við vissum, að eftir því sem aflinn var meiri, mundum við hafa betra að borða, liærra var ekki hugsað. Þegar fiskvinnan hófst, var nú líf og fjör. Uppi á malarkömbun- um stóðu fiskþvottakörin, og þar stóð kvenfólkið og vaskaði, eins og það var kallað, svo að segja livernig sem viðraði, oft í lítilfjörlegum hlífðarfötum, en glaðar og gaman- samar, hvernig sem allt var. En þegar skip komu með kol eða salt til útgerðarinnar, bar kvenfólkið á bakinu, upp í geymsluhúsin, hvort heldur var kol eða salt. Eldri menn reru uppskipunarskipunum. Það kom fyrir, að konur létu bera til sín börn til að láta þau sjúga sig, ef þær gátu ekki skroppið heim. Börn önnuðust heimilin á daginn, en á kvöldin tóku konurnar við, elduðu og hirtu heimilin, þegar þær komu heim. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru í fiskbreiðslu. Okkur krökk- unum fannst mikið til um, þegar við gátum farið að hjálpa til. Öll viðskipti voru í innskrift, og eftir því sem ég bezt veit, var peninga- greiðsla fyrir vinnu harla fátíð. Á haustin og fram yfir nýár var oft lítið um að vera og skipin öll í höfn. Stóðu menn þá oft og spjölluðu saman undir húsgöflun- um, sögðu fréttir eða spáðu um næstu vertíð. Faðir minn tók aldrei ]xltt í þessum gaflaþingum, hann var svo mikill starfsmaður, að hann fékk sig ekki til þess. Ef liann var ekki við garðahleðslu eða einhver útistörf, hnýtti hann net, prjónaði, spann, gerði skó eða hvað, sem var, og fór allt jafnvel úr hendi. í Mýrarhúsum var amma mín og nafna. Hjá henni var ég oft. Hún sagði mér oft sögur, en ég varð að vinna fyrir þeim. Einn sjó- vettlingsþumal varð ég að prjóna fyrir hverja sögu. Það voru við- skipti okkar ömmu. í huga okkar barnanna í Firð- inum var Reykjavík mikið ævin- týri, og sá eða sú, sem þangað hafði komizt, forframaður. Það var líka auðfundið á krökkunum, hvað þau létu vita af því, ef þau liöfðu fengið að fara til Reykjavíkur. Þau létu ekki svo lítið yfir sér, sum að minnsta kosti. Það voru alltaf mikl- ar samgöngur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Elestir fóru fót- gangandi, en þeir efnaðri ríðandi. Ég var um átta ára, þegar ég fékk að fara til Reykjavíkur. Faðir minn var á útgerð Einars Þorgils- sonar, sem þá verzlaði á Óseyri. Ég hafði fengið að vera í breiðslu hjá Einari um sumarið og þóttist því eiga fyrir því að fá að fara. Við höfðum öll viðskipti við verzlun Einars, og var ég oft send að Ós- eyri. Það þótti mér gaman. í búð- inni var Halldór Hansen læknir, þá unglingur. Hann gaf mér oft rúsínur eða kandísmola í nesti. Rúsínurnar átti ég að telja og segja honum, hvað þær væru margar. Einar var alþýðlegur og spjallaði oft við mig. Ég var ekkert feimin við hann. Það var nú ekki alveg orðalaust, að ég fékk að fara þessa ferð til Reykjavíkur. Mamma hafði dreg- izt á að lofa mér seinni partinn um sumarið, ef ég yrði dugleg. En systkini mín töldu úr: „Hún getur ekki gengið,“ sögðu þau. „Þú verð- ur að bera hana eða leiða.“ En mamma brosti bara. En þá kom annað. Þau laumuðu því að mér, að það væri ekkert gaman að fara til Reykjavíkur og hafa enga pen- inga. Ég hafði nú ekki mikið af peningum að segja. Þórður, móður- afi minn, gaf mér einu sinni 5 aura fyrir einhvern snúning. í hug- anum var ég búin að ráðgera að kaupa margt og mikið. En þegar til mömmu kom, sagði hún, að þetta væru bara 5 aurar, og það væri nú heldur lítið hægt að kaupa fyrir þá. Eftir þetta var mér illa við fimmeyringa, en það voru einu peningarnir, sem ég þekkti. En þeg- ar ég heyrði, að maður yrði að hafa peninga til að fara til Reykja- víkur, leizt mér ekkert á. Ég braut heilann um, hvernig ég gæti eign- azt peninga. Á endanum datt mér í hug að vita, hvort Einar Þorgils- son vildi ekki borga mér peninga fyrir vinnu mína um sumarið. Ekki þorði ég að segja mömmu frá fyrir- ætlun minni. Daginn áður en ferð- inni var heitið, labbaði ég suður að Óseyri. Ég mætti Einari við Ós- inn og bar strax upp erindið. Ein- ar leit á mig steinhissa. „Peninga? Hvað segirðu, barn?“ varð Einari að orði. Ég sagði honum sem var um væntanlega Reykjavíkurferð, og þar með, að ég ætlaði að kaupa mér skó, fallega slaufuskó. Einar var barngóður og skildi metnað minn. Allt í einu fór hann ofan í vasa sinn, tók budduna, tók tvo peninga upp og spurði mig, hvorn ég vildi fá í kaup. Ég þekkti, að annað var fimmeyringur, og hélt nú, að Einar væri að gabba mig. „Ég vil ekki svarta peninginn,“ sagði ég, og var nú farið að þykkna í mér. „Maður kaupir ekkert fyrir 5 aura.“ Þá hló Einar, tók 2 krónu- peninga og fékk mér. Ekki fékk ég hrós fyrir þetta til- tæki, þegar heim kom, en afi hló og gaf mér 50 aura. Næsta morgun var ég snemma á fótum. Klukkan rúmlega 6 löbbuðum við mamma af stað. Ég hafði ekki sofið mikið um nóttina. Það var svo mikill ferðahugur í mér. Ég var alltaf að spyrja mömmu, hvort við værum ekki bráðum komnar. „Þarna er Skólavarðan," sagði mamma. „Þar höfum við skóskipti." Við settumst á tröppurnar og skiptum um skó. Mamma átti kunningjakonu í Skuggahverfinu, ekkju, sem bjó með syni sínum, sem var á aldur við mig. Hún hafði ofan af fyrir sér með saumum. Þegar við kom- um til hennar, var hún að enda við að sjóða morgunmatinn, salt- aðar kinnar og kartöflur. Ég var orðin matlystug. Þegar ég var búin að borða, sagði hún drengnum að fara með mér og sýna mér bæinn. Við fórum upp í Bakarabrekku. Þar var hópur af fólki í kringum vatnspóstinn, allir vildu komast sem fyrst að. Flest var þetta gamalt fólk, og mér fannst það ósköp fá- tæklegt. „Þetta eru bara vatnskarl- ar og kerlingar,“ sagði drengurinn. í þessu kom drengur á móti okkur. Hann fór að stríða fylgdarmanni mínum með því, að hann væri með stelpu. Þetta þoldi hann ekki og hljóp frá mér. Ég var nú orðin ein, en liélt mér væri óhætt og hélt því óhikað áfram. En allt í einu var ég orðin ramvillt. Ég sá menn vera að vinna við að grafa fyrir húsi, lítil telpa var að færa pabba sín- um. Ég gekk til þeirra og bað um að vísa mér til vegar í Skugga- hverfið. Telpan var fús til þess. „Við skulum ekki ganga þessa götu“, sagði hún, „þar er Svína- stían. Ég er hrædd við fullu karl- ana.“ Hún benti á stórt hús. „Nei, Baula komin,“ var sagt rétt hjá mér. Ég leit við. Þar var Helgi Thorlacius, sonur Elínar Snorra- dóttur, gamallar grannkonu okkar. Þau voru flutt til Reykjavíkur. Helgi vann við Thomsensverzlun. Þau mæðgin voru mér góð, og ég sótti mikið til þeirra. Baulunafnið var gælunafn, sem Helgi gaf mér, þegar hann var að bera mig á milli bæja. Það var heldur fagnaðarfund- ur. Ég lofaði að koma heim til hans. Hann sagði mér, að mamma sín mundi vilja finna mig. Þegar til mömmu kom, var hún orðin dauðhrædd. Drengurinn kom heim og sagðist vera búinn að týna mér. En nú vildi ég óð og uppvæg fara að verzla. Við fór- um í tvær búðir. Mér fannst ósköp

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.