Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 20

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 20
20 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR LofkvœÓi Ij^afnarfjarÓar Sungið og kveðið af Salomoni hinum unga í fyrsta mánuði hins tíunda árs hinnar tuttugustu aldar. Um Hafnarfjörð menn hafa margt að segja, þeir halda’ ’ann muni bráðum fara að deyja úr hor og deyfð og hugarvíli þungu — og hrakspárnar, þær gægjast eins og vofur hérna í hrauninu — fram úr hverri sprungu. Menn segja að hér sé þrek og dáð að þverra, og það sé orðið núna mikiu verra að vera hér, en var í fyrri daga, — þegar vinnu- og fiskleysið var sem tilfinn- anlegast og Bakkus æfði vini sína á hverjum degi í — að fljúgast á og slaga. En þessu’ er ekki þannig varið bræður! Þetta segja hara nokkrar hræður, sem ekki kunna ástand það að meta — sem þessi framfarabær er kominn I og halda að það séu æðstu gæði lífsins — að hafa nóg að éta. En þessar raddir þarf að kveða niður, og þagga niður aliar barlómshviður og láta gjalla Iofstír Hafnarfjarðar — svo frægð hans og frami verði kunn hverju mannsbarni — vorrar fósturjarðar. Já, hér er allt sem huga vorn má gleðja og hálfri krónu þori ég að veðja að hér á landi er hvergi betra að búa — þó bændurnir í sveitinni hristi máske höfuðin — og vilja naumast trúa. Hið fyrsta hér, sem mætir allra augum, er ágæt höfn og skipin — full af draugum, sem haggast ei þótt hamist sjór og vindur — því hafnamefndin og umsjónarmaðurinn þau — með galdrafjötrum bindur. En þegar vorið vetrar fjötra brýtur, og válegt myrkur skammdegisins þrýtur, þá fyrir mönnum reimleikinn má rýma, því sjómannaliðið leggur þá undir sig skipa- flotann og fer — við haf og þorsk að glíma. A sumrin er hér fjör og líf í lagi þá líta má hér fólk af ýmsu tagi; hér ægir saman öllum heimsins þjóðum — svo sem: Dönum, Norðmönnum, Svíum, Englendingum o. fi. — illum bæði og góðum. Þá safnast fólk á hverjum drottins degi í danssalinn, því „herra“ vantar eigi, og „dömur“ sig í beztu fötin búa, — því ekkert er jafn „yndislegt" og að dansa við útlendu sjómennina. — Því megið þið trúa! Og sjálfsagt er það sannleikur að tarna, þú sérð það, vinur, ef þú kcmur þarna! Því inni í salnum eru nógar stúlkur — já oft og tíðum tvær um einn eða vel það og ekki bagar málið — því augun eru túlkur. En þegar fer að halla sumri hlýju, þá hýrnar yfir bænum enn af nýju. Er kvöldar, undur eitt þér mikið sjáið, — þvi á svipstundu sveipast bærinn himneskri rafljósabirtu — sem aldrei getur dáið! Og Ijóminn sá er Þórði litla að þakka; hann þekkir allar rafvélar og „takka“, og lætur vatnið vélum sínum snúa. — Hann kærir sig kollóttan þó „stöðin“ leiki á reiðiskjálfi, og segir — að þar sé gott að búa. I Hafnarfirði er fjör og félagsandi og félögin þar öll í bezta standi. Hve mörg þau eru, er ei gott að segja — En samt langar mig til að minnast nokkurra hér, svo nöfnin að minnsta kosti — skuli ekki deyja. Goodtemplara fyrst skal fræga telja, sem forðast bæði að kaupa, neyta og selja allt það, sem að „áfengi“ menn kalla, — og það er þeirra líf og yndi, bæði á fundum og utan funda — um bindindi að spjalla. Þeir óska Kusal) norður bæði og niður, þeir njósna djarft, svo hvergi er orðinn friður fyrir þá er Bakkus vilja blóta, — og ef meðlimir þeirra iíta hýrt til Bakkusar og láta hann lokka sig — refsing fljótt þeir hljóta. Svo er „Báran“, sem að aldrei „fellur", þar sjómannsraustin snjöll á fundum gellur, um kvenfólk ekki kunna þeir að slúðra, — hcldur eggja þeir hver annan til vasklegrar framgöngu á hafinu — og blása í þokulúöra. Stúlkur engar fjörga fundahöldin, þær fá þá varla til að dansa á kvöldin; þeim finnst það betur sæma sínu standi — að dansa við Ægisdætur á hafinu, en við Evudætur — uppi á þurru Iandi. Um „Hlíf“ ég hefði næsta nóg að tala, ef nægur væri tími um margt að hjala. Hún breiðir sína blíðu verndararma — yfir verkmannalýðinn, sem vinnuveitend- urnir — annars mundu þjarma. Hún rís á móti öllum þrældóms anda, og öndverð móti kúgun fast vill standa, það félag allt of fáir vilja styðja, — þó eru það helzt þorskprangararnir og aðrir atvinnurekendur — sem burt því vilja ryðja. Hér er fjörugt „Félag ungra manna", sem fyrirlítur svefnmók Ietingjanna; á höfninni þeir eins og selir synda — og á veturna þjóta þeir á skíðum eftir fönnum eða — skauta á fætur binda. Island gamla ætla þeir að klæða ýtrum skógi er vaxa mun til hæða; til sigurhæða lyfta þjóð og landi, — en til þess að þetta geti orðið, þarf viljaþrek og starfsþróttur félagsins — að vera í góðu standi. „Kvenfélagið” allir ættu að þekkja, aldrei mun því nokkur kraftur hnekkja, því kvenfólkið þar knýtir félagsböndin, — og kvenþjóðin er það, sem hún sýnist, bæði heima og heiman og máttug netta höndin. Aðeins „frúr“ og „frökenar“ þar starfa, fjarska mikið vinna þær til þarfa; hugga, græða og hjálpa öllum konum — en liarla lítið skiptir félagið sér af — okkur karlmönnonum. „LúðrafIokkur“ leikur fyrir bæinn lögin snjöll, það styttir mörgum daginn. Þá stansa þeir, sem strætum eftir rása — og dást einkum að því, hvað þessir menn séu — óþrcytandi að blása. I) Bakkus. En sumir aftur sín á milli hjala: „Sízt er hér um listamenn að tala, því Danskurinn, hann blæs svo Iangtum betur — og Islendingar ná aldrei þangað með tærnar, sem hann hefur hælana". — Við sjáum nú hvað setur. „Skemmtifélag”, skipað tignarmönnum, skemmtir sér þá linnir dagsins önnum; við tafl og spil og dans þeir ólund eyða, — en þarna má enginn koma, nema hinir útvöldu sjálfir og þeir, sem þeir af náð — vilja þangað leiða. Féiögin þau eru eflaust fleiri, þvi enginn bær er Hafnarfirði meiri I félagsskap og fjöri, hér á landi — og hér er bróðurást og allt annað, sem eflir hagsæld og framfarir bæjarins — I ekta góðu standi. A haustin margir hingað vilja róla; hjörtun ungu þrá vorn menntaskóla, við Flcnsborg er sá frægi skóli kendur. — Þar er margs konar vísindum og speki ausið — út á báðar hendur. Þaðan skærar lærdómslindir streyma til landsins barna, sem í viilu sveima. Hefði þingið skólann skorið niður — þá hefði þar hrapað fögur stjarna af menntahimni íslenzku þjóðarinnar — en vinsæld skólann styður. Á Hafnarfjarðar Hamri fögrum gnæfir — „Herkastalinn", þar sem Dísa æfir mælsku sína’ og margir „hermenn“ fleiri! — en hinir syndugu hlusta á með andagt og eftirtekt og finnst — þeir englaraddir heyri. Aður en ég botninn slæ í braginn, býsna mjög þó liðið sé á daginn, vil ég minnast aðeins fáum orðum — á bæjarstjórnina og helztu afrek hennar, því það er hún, sem heldur öllu í skorðum. I henni sitja sjö menn tígulegir, sérhver maður fyrir þeim sig hneigir, Hafnarfjörð þeir fyrir brjósti bera. — Þetta eru Iíka læknar, kaupmenn, alþingis- menn og trésmiðir — sem allir eiga að þéra. Bæjarstjórnin lætur leggja vegi, og lítur eftir því á hverjum degi, hvort vatn og ljós og vegir séu í standi, — því alla skapaða hluti athugar hún, skoðar og rannsakar — bæði á sjó og landi. Vatnið heim úr Lækjarbotnum leiðir og ljósaskrúð um hús og götur breiðir, svo allir bráðum yztu myrkrum gleyma, — unga fólkið í Hafnarfirði fær aldrei tæki- færi til — í niðamyrkri að sveima. Hafnarbryggju upp þeir ætla að setja — aldrei þeir til stórræðanna letja — til þess vantar ekkert nema aura — en svona dugleg og framkvæmdarsöm bæjar- stjóm er ekki smeyk — að kaupa nokkra staura. I safngryfjum þeir sorp og fleira geyma svo það ekki gjöri skaða heima, þar skal það um ár og aldir liggja, — og þegar þessi er full, þá opnar bæjarstjórnin sjóð sinn og lætur — nýja gryfju byggja. Þótt leitað sé með öllum íslandsströndum og æði víða hér á Norðurlöndum, þá mun ei finnast bæjarstjórnin betri, — en sú sem ríkir hér í Hafnarfirði, því lofstír hennar ætti að skrifast gullnu logaletri. Þessar bögur öllum ættu að sýna að ekki er menning bæjarins að dvína, að hrakspárnar á engu cru byggðar, — en allar Ieiðir kaupstaðarins til frægðar og farsældar — eru mjög vel tryggðar. Ilafnarfjörð menn ættu ei að níða í orði’ og verki’ ’ann fremur reyna’ að prýða til þess er bragur þessi cinmitt gjörður, — og finnst mér því vel sæma að Ijúka máli mínu með þessum tveim orðum: — LIFI HAFNAKFJÖRÐUR!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.