Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 27

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 27
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 27 Sigurður Þorsteinsson: Dagur í Þegar hinn almenni íslenzki borg- ari í dag ræðir um að hann hafi verið á ferð í Þýzkalandi og fegurð þess lands við kunningja sína, vill oftast gleymast að það Þýzkaland sem hann liefur verið á ferð í, er það sem opinberlega heitir Vestur- Þýzkaland. Flitt, Austur-Þýzkaland, er ekki til á „diplomatiska“ vísu hér á Vesturlöndum. Það á samt engu minni náttúrufegurð, engu •ninni sögu og er og verður ófrá- vtkjanlega að takast með, ef við teljum að við ætlum að kynnast I'ýzkalandi. Ég sem þetta rita átti því ein- staka láni að fagna sem ferðamað- llr, að vera boðinn af Austur-þýzku rtkisferðaskrifstofunni í ferðalag Urn landið þvert og endilangt, til að kynna mér þar sögustaði, nátt- órufegurð og hvað það annað er kynni að vekja áhuga ferðamanns- nts í þessum afskekkta hluta Þýzka- Ittnds. Var það aðalforstjóri ferða- skrifstofunnar Helmuth Heineck sem bauð mér ásamt starfsfélaga ntínum til þessarar ferðar og lét í te til hennar bifreið og leiðsögu. í þessari grein rnundi ógerning- nr að gera nokkur skil allri þeirri íerð, og hef ég því valið að taka aðeins fyrir borgina Weimar og um- hverfi hennar, en þar hefur furðu- nukið áf sögu Þýzkalands gerzt og ntarkað spor. Við komum til Weimar seint að kvöldi, á laugardegi og eftir að hafa konrið okkur fyrir á Hótel Eleph- ant, sem fyrrum var eins konar einkahótel Görings og félaga hans, var húsið skoðað og torgið næst um kring. Húsið er byggt í köldum ferhyrningastíl alls staðar um 3.50— *> metra lofthæð og salirnir þannig byggðir, að einn kassinn tók við af °ðrum. Var dansað þarna í þrem shkum sölum, en auk þess matsalur tnikill og bar og setustofa í kjallara. Mikið mun þeim Nazistaforingj- t'num hafa legið á að taka sér bað er þeir komu þarna úr ferðinni frá herlín, því að tveggja tomrnu píp- nr lágu að krönum á baðherberg- tnu. Var því fljótlegt að fylla bað- ker, en mikið hefði mátt greiða mér lyrir að stíga niður í hið mórauða skolp, er reyndist vera í baðkar- inu. Lítið var á því að græða að skoða umhverfið, þar eð náttmyrkur var ;í. og var því haldið á ný til hótels- tns að freista þess að kynnast nokk- l|ð fólki er þangað kom að skemmta sér þetta laugardagskvöld. í hinum efri sölum hótelsins var Weimar lítið að sjá nema ferðalanga á boið við okkur, sem voru að eyða kvöld- inu yfir kaffibolla eða við lestur blaða og tímarita, svo haldið var til danssalanna. í einum salnum bar langtum mest á ungu fólki og mátti segja að þar væri harla svipað að- komu og á Borginni heima á venju- legu laugardagskvöldi. í næsta sal aftur á móti bar langmest á fjöl- skyldufólki. Sátu þar við borð for- eldrar með börnurn sínum, þeim er um tvítugt voru komin. Dvölclumst við þar skamrna stund þar eð lítt virtist vænlegt til árangurs að fara að hefja samræður við fólk um land og þjóð, það var þarna fyrst og fremst til að skemmta sér og sínum nánustu. Næst héldum við síðan niður í kjallarann á barinn, sem jafnframt var hin þægilegasta setustofa. Þarna bar heldur betur í veiði, því að bifreiðarstjórinn okkar þekkti þar strax gamlan félaga sinn úr stríð- inu, sem nú var orðinn ofursti í her Alþýðulýðveldisins og yfirmaður hinnar austur-þýzku herskóla- menningar í dag. Vorum við þegar boðnir velkomnir að borði hans, senr var stórt hringborð með þægi- legum bólstruðum sætum. Sat of- urstinn þarna ásamt nokkrum sam- starfsmönnum sínum og hvíldist eftir erilsama viku. Eigi reyndist erfitt að hefja við hann samræður, en aðaláhugamálið var ísland og oftast erfitt að koma öðru að. Hafði liann lieyrt getið um hverina okk- ar, eldfjöllin, jöklana og guð má vita hvað. Sagði hann frá að auk þess, sem hann hefði lært um ís- land í skóla, hefði hann séð á síð- astliðnum vetri langa kynningar- mynd frá íslancli í sjónvarpi landa síns og fylgzt með henni af mikilli athygli. Þegar ég svo fór að spyrja hann út úr um sjónarmið og skoðanir, sem mann í þeirri stöðu er hann var, var aðalinntak þess er hann sagði, að stríð væri aldrei til neins góðs og gæti aldrei útkljáð deilu- mál svo að hagkvæmt gæti talizt, það ættu Þjóðverjar bezt að þekkja. Hins vegar lifðum við á þeim hörm- ungartímum, að friðurinn yrði að vera vopnaður að vissu marki til að hann héldist. Þannig ræddum við áfram um landsins gagn og nauðsynjar og var maðurinn hinn hógværasti í öllu er að laut stjórn- málum. Þannig virtist mér Weim- ar vera í dag glöð borg með fjölda æskufólks eins og það gerist heima, sem ekki þekkir til ógna styrjaldar og ótta, og hins vegar eldri borgar- arnir, sem allt þetfa þekkja, jafnvel tvær heimsstyrjaldir, og eru farnir að jafna sig eftir þá seinni og skoða hana í fjarlægu ljósi og draga af ógnum hennar ályktanir, er komið gætu framtíðinni í hag. Ég ræddi þarna við marga fleiri er áttu yfir- leitt sömu áhugamál er almennt gerast í heiminum. Mann, sem var að taka við nýju starfi eftir helgina og kvaddi nú gamla samstarfsmenn. Konu, sem átti von á manninum sínurri heirn af sjúkrahúsi að morgni og var að flýta sér heim ásamt systur sinni svo þær væru ekki of syfjulegar þegar hann birt- ist í dyrunum; það varð sem sé ekki annað séð en þarna gengi líf- ið sinn vanagang eins og alls stað- ar annars staðar. Okkur var víst ekki heldur til setunnar boðið, því að snemma skyldi vaknað að morgni til að skoða merkustu staði borgarinnar og nágrennisins. Fyrsti sögustaðurinn, sem við skoðuðum, var hið mikla minnis- merki Goethe og Schiller. Á torgi einu nærri hótelinu, sem við bjugg- um í, rís standmynd þeirra umvaf- in blómakrönsum ýmissa aðdáenda og félagasamtaka. Legstaður þeirra er einnig hlið við hlið, skrautlaus- ar stórar steinkistur er geyma jarð- neskar leifar tveggja af mikilmenn- um sögunnar, sona Þýzkalancls er gáfu því og öllum heiminum fá- gætan arf af „húmanistiskri lyrik“ og fræðum. Þá var næst haldið til húss þess er Goethe bjó í frá 1782—1789 og aftur frá 1792 til dauðadags. Af- komendur hans bjuggu í húsi þessu allt til ársins 1885 og var því alla tíð viðhaldið í sama stíl og með þeim ummerkjum, er hann skildi eftir á því er hann lézt. Þarna er því bókasafn hans, náttúrufræði- safn hans og list hans. Það er furðu- legt hvílíkum ósköpum þessi mað- ur hefur afkastað um dagana, þeg- ar tekið er tillit til þess að jafn- framt þessu var hann maður í póli- tísku embætti og gegndi umfangs- miklu starfi fyrir borg sína og þjóð. Enda var til hans stöðugur straum- ur gesta, stjórnmálamanna og lista- manna frá öllum heimi. Hérna skóp hann Faust og ritverk sín. Þarna hefur hann auk þess safnað saman listaverkum samtíðar sinn- ar í ríkari mæli en aðrir til varð- veizlu fyrir komandi kynslóðir. Auk Jtessa Goethe liúss skoðuð- um svo bæði Schiller og Lizt húsið sem eru Joarna í borginni, bæði sams konar minjasöfn um merka menn er ólu hluta af ævi sinni í Weimar. Það má með sanni um borgina segja, að hún sé í fallegu og sér- kennilegu umhverfi. Umhverfi gat hvatt slíka menn til lista- og fræði- iökana, en svo aftur aðra kynslóð til einhverra ótrúlegustu hryllings- iðkana, sem sagan getur um. Uppi á Ettersberg, þar sem Goethe og Schiller höfðu leitað að ró til andlegra iðkana við list sína, með yfirlit yfir Thúringen, hið fagra landssvæði, tóku yfirmenn nazista sér bólstað. Fyrir sjálfa sig og hinn ótrúlega hóglætislifnað í borg Jteirri, er alið hafði áður Jressa sonu, en fyrir svölun haturs síns og kvalaþorsta á hæðinni sjálfri. Þar reistu Jreir fangabúðirnar, ógnvald- inn, Buchenwald. „Hverjum sitt“ er kjörorðið sem letrað er á „port“ Jjessa kvalastaðar. Og Jreir sem þar áttu eftir að gista fengu að vita hvað nazistar álitu að þeim bæri. Á 300 ekrum lands, sem búðirn- ar náðu yfir, var allt upp í 58 Jiús- und föngum hrúgað saman á 76 ekranna í ógeðslegum bröggum. Þarna gistu samtals 238.980 fangar af 32 þjóðernum, Jrar af voru 56.545 myrtir. Þetta segir ekki söguna samt eins og hún var. Hverjum Jieirn er lesið hefur bókina „Nakin rneðal úlfa“ hlýtur að renna til rifja sagan af Gyðingabarninu, sem fangarnir héldu leyndu fyrir nazistunum og urðu jafnvel að láta lífið fyrir. Mig hefur sjaldan sett jafn hljóð- an, né fundið jafn mikið kalt vatn renna niður hrygginn á mér og þeg- ar fyrrverandi fangi búðana, lim- lestur og bæklaður af meðferðinni, fór með okkur sem leiðsögumaður og sýndi okkur hús það, sem aftök- ur fóru frarn í. í herbergi sem var móttökusalur fyrir sjúklinga var gerð á þeim skyndiskoðun. Þeir síðan kallaðir inn til læknisins og settir Jrar inn í lítinn klefa með málstokk á veggnum til að rnæla hæð þeirra. Málstokkurinn lék í rifu á veggnum og er hann var í réttri hæð gat maður handan veggj- arins hleypt kúlu úr riffli sínum í höfuð sjúklingsins, þannig að hún hæfði til dauða. Blýþynnur Jröktu vegginn svo hljóð heyrðist ekki. Blóðið var hreinsað í snatri og lík- inu hent inn í næsta herbergi. — Gjörið svo vel, næsti. Er líkinu hafði verið lient yfir í næsta herbergi tóku Jnir við Jn’í menn er hentu Jrví upp á steinbekk, þvoðu Jtað, brutu gull úr tönnum og hirtu skartgripi og fláðu síðan af því skinnið, sem var notað til lampaskermagerðar eða til að búa úr Jrví skrautlega möppu á skrif- borð valdhafanna eða þá falleg peningaveski er þeir gætu dregið upp úr vasa sínum til að greiða með beinann, er Jreir komu í gjá- lífið niðri í Weimar. Síðan voru líkin brennd yfir nóttina í sex lík- brennsluofnum. Brennifórn harð- stjórnarinnar hafði verið færð. Ask- an var látin detta niður um rifur á gólfinu í þar til gerð ílát sem síð- an voru tæmd að morgni. Allt var

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.