Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 11 gagnfræðapróf þaðan. Nú hefur landsprófið leyst þennan vanda. Ég var í Flensborg á árunum 1929—32. Þessi ár voru mikil breyt- inga- og umbrotaár í sögu skólans. Eftir fyrsta vetur minn í skólanum skemmdist gamla Flensborgarhúsið svo í eldi, að ekki þóttu tiltök að gera við það. Var þá rifið það, sem eftir stóð. Þá stóð eftir á sjávar- bakkanum gamla skólahúsið frá 1906, lág bygging og hnípin, gisin og úr sér gengin á margan hátt, svo að gjörla mátti sjá endalokin. Samt varð hún að endast í sjö ár enn. Eftir brunann hætti Ögmund- nr Sigurðsson skólastjórn, sjötugur að aldri, og heimavistin lagðist að sjálfsögðu niður. Fullur hugur var t forráðamönnum skólans að fá nngan og ötulan skólastjóra til að taka við starfi hins kunna skóla- manns. Það tókst líka. Sr. Svein- björn Högnason varð skólastjóri haustið 1930, þá rúmlega þrítugur. En hann var aðeins einn vetur. Sóknarbörn hans austur í Rangár- þingi vildu ekki missa hann, og hvarf hann þá austur aftur. Hef ég varla séð meira eftir öðrunt manni úr starfi. Þá tók Lárus Bjarnason við skólastjórn, en hann hafði kom- ið að skólanum með sr. Sveinbirni. Stýrði hann skólanum í tíu ár. Við gagnfræðingarnir, sem braut- skráðumst frá Flensborg á hálfrar aldar afmæli skólans, árið 1932, höfðum því þrjá skólastjóra, og önnur kennaraskipti voru einnig mikil. Hellubjargið í kennaralið- inu á þessum umbrotaárum var sr. Þorvaklur Jakobsson, sem kenndi islenzku og stærðfræði, merkur ágætiskennari. Á þessum árum sagði heimskreppan til sín í skóla- haldi sem öðru. Við vorum tuttugu og fjögur, sem hófum nám í 1. bekk, en aðeins tíu runnu skeiðið til enda, hin höfðu helzt úr lest- inni. Samt brautskráðumst við þrettán gagnfræðingar þetta vor; þrír höfðu bætzt í hópinn á leið- inni. En aðalbreytingin var þó sú, að á þessum árum komu til fram- kvæmda ný lög um gagnfræðaskóla í landinu. Skyldu þeir kostaðir af opinberu fé í öllum kaupstöðum landsins. Á þessum árum breyttist Flensborgarskólinn því úr sjálfs- eignarstofnun í ríkisskóla. Reglu- gerð fyrir rikisskólann var einmitt sett árið 1932, á hálfrar aldar af- mæli skólans, og setti ráðuneytið þá' ný ákvæði um gjöf prófastshjón- anna í Görðurn, sem ekki þurfti lengur að standa undir skólanum í Flensborg. Þegar héraðs- og gagnfræðaskól- ar tóku að rísa upp víðs vegar um landið, varð Flensborgarskólinn að sjálfsögðu í æ ríkari mæli skóli fyrir Hafnarfjörð, en áður höfðu löngum sótt hann nemendur víðs vegar að, enda voru gagnfræðaskól- ar lengi aðeins tveir á landinu. For- ráðamenn skólans vildu þó gera sitt lil að halda við gamalli skipan, og þegar nýtt skólahús var reist á Hamrinum, var höfð í því heima- vist. Fn tímarnir voru óumdeilan- lega breyttir; heimavistin lagðist fljótlega niður. Bæjarbúum fjölg- aði líka ört á þessum árum. Ekki Jón Þórarinsson, fyrsti skólastjóri i Flensborg. kom til greina að byggja aftur upp á gamla staðnum niðri í fjörunni fyrir botni fjarðarins. Aukið at- hafnalíf og nýtt skipulag kaupstað- arins hlaut að krefjast Flensborg- arlóðarinnar gömlu til annarra hluta. Nú stendur íshús Hafnar- fjarðar þar, sem skólahúsið stóð, og Strandgata og Hvaleyrarbraut greinast þar, sem Flensborgartúnið var áður. Lárus Bjarnason var skólastjóri, þegar skólinn flutti í hina veglegu byggingu uppi á Hamrinum árið 1937. Hann var skólastjóri til árs- ins 1941 en þá tók Benedikt Tóm- asson skólayfirlæknir við skóla- stjórn. Var hann til ársins 1955, að núverandi skólastjóri, Ólafur Þ. Kristjánsson, tók við. Þannig hafa aðeins sex skólastjórar verið í Flensborg þau áttatíu ár, sem gagn- fræðaskólinn hefur starfað; þar með talinn sr. Sveinbjörn Högna- son, sem aðeins var eitt ár. Nú kynni einhver að spyrja: Hvað varð þá um gjöf þeirra pró- fastshjóna í Görðum, þegar ekki var lengur grundvöllur fyrir sjálfs- eignarskólann Flensborg. Því er til að svara, að gjafasjóður sr. Þórar- ins og frú Þórunnar er enn til, og Fimleibaflokkttr kvenna 1959 Efsta röð f. v.: Guðrún Guðmundsdóttir, Anna Erlendsdóttir, Álfheiður Kjartansdóttir, Dóra Skúladóttir, Friða Stefáns kennari, Ásthildur Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Ásta Baldvinsdóttir. Miðröð: Margrét Sigurðardóttir, Einhildur Pálmadóttir, Sigurlaug Arnórsdóttir, Hrefna Marteinsdóttir, Þor- gerður Þorvarðardóttir, Elín Magnúsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Hansdóttir, Ásta Magnúsdóttir. Fremsta röð: Elín Arnórsdóttir, Guðný Jensdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Þorgerður Gísla- dóttir og Eygló Eyjólfsdóttir. Ólafur Þ. Kristjánsson, núverandi skólastjóri i Flensborg. enn er hann í tengslum við skól- ann. En í reglugerðinni frá 1932, sem ég gat um fyrr, er þetta ákvæði: „Aklrei má verja fé sjóðsins til út- gjalda, sem greiða skal lögurn sam- kvæmt af opinberu fé.“ Þótt ákvæð- ið sé að sjálfsögðu réttmætt, er hlutverki sjóðsins þannig óneitan- lega þröngur stakkur skorinn. Þó hafa nemendur skólans oft notið fjárframlaga úr sjóðnum á undan- förnum árum, bæði til gagns og ánægju. Bæjarfógeti og bæjarstjóri í Hafnarfirði hafa á hendi stjórn sjóðsins, ásamt einum stjórnskip- uðum fulltrúa, sem nú er skóla- stjórinn í Flensborg. Árið 1956 keypti Hafnarfjarðarbær eignar- lendur sjóðsins með mjög hagstæð- um kjörum. Og alla tíð hefur bær- inn notið ríkidega gjafar þeirra prófastshjóna, og stendur Hafnar- fjarðarkaupstaður því í ævarandi þakkar- og fjárhagsskuld við Flens- borgarskólann. Gjafasjóðurinn er nú rúmar 2 milljónir króna. Af því, sem ég hel’ nú rakið, má það ljóst vera, að Flensborgarnafn- ið á gagnfræðaskólanum í Hafnar- firði er eins konar minnistákn um höfðingslund prófastshjónanna í Görðum og þann merka skóla, sem þau stofnuðu til minningar um son sinn. En jafnframt er í nafninu bundin minning um hinn soninn, sem svo farsællega stýrði skólanum fyrsta aldarfjórðunginn og gerði garðinn frægan. Þótt nafnið hljómi allútlenzkulega, er það samt nor- rænt að uppruna. Borgin á Jót- landi hét upprunalega Fleinsár- borg, virkið við Fleinsá. Manns- nafnið Fleinn mun hafa verið til á Norðurlöndum í fornöld, í líkingu við nafnið Geir. En vel gat áin líka dregið nafn sitt af vopni, sem þar hefur týnzt eða fundizt. Fleinsár- borg hefur síðan breytzt í Fleins- borg, og Fleinsborg í Flensborg. Ég get þessa hér í lokin til gam- ans fyrir þá, sem áhuga hafa á nafn- giftum og nafnbreytingum. Mestu máli skiptir þó hitt, að í átta ára- tugi hefur í skjóli Flensborgar- nafnsins gerzt í Hafnarfirði hin merkasta saga, sem er snar þáttur af þjóðarsögunni sjálfri. Vonandi verður svo áfram um alla framtíð. Grein þessi er útvarpserindi, flutt s. 1. sumar. Heimildir: Saga Hafnar- fjarðar, Minningarrit Flensborgarskóla, skólaskýrslur o. fl. S. J.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.