Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 30

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 30
30 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Fremri röð t. f. v.: Bragi Jónsson, Örn Sigurðsson, Guðmundur Guð- mundsson, Jóhann Olíversson og Karl Sigurðsson. Aftari röð t. f. v.: Bergþór Jónsson þjálfari, Gísli Sigurgeirsson, Sigurgeir R. Sigurgeirsson, Dýri Guðmundsson, Jón Már Björnsson, Pótur Einarsson, Bergur Olívers- son, Jónas Magnússon og Kjartan Elíasson þjálfari. — Á myndina vant- ar Guðmund Haraldsson og Helga Jónsson. Ekki vegna þess að okkar menn fari að slá slöku við æfingar, held- ur vegna hins, að Reykjavíkurlið- in hafa fengið það mikla keppnis- reynsiu á vormótum, að það er þeim það vegarnesti, sem dugar til vinnings yfir Hafnfirðingum á ís- landsmótum. í þessu sambandi sýndu sem fyrr hug sinn til knattspyrnumála tveir velunnarar hafnfirzkrar knatt- spyrnu, þeir Axel Kristjánsson og Albert Guðmundsson. Gáfu þeir þrjá forkunnar fagra verðlauna- gripi til hinnar svokölluðu Litlu- bikarkeppni, sem er keppni milli liða frá Akranesi, Keflavík og Hafnarfirði, og er það von gefenda að keppnir þessar skapi jafnvægi í keppnum vegna íslandsmóta. í framhaldi af því, sem ég hef áður sagt um fámennið í knatt- spyrnuflokki K.R.H., má minnast þess, að þegar líða tók á íslands- mótið, þurfti að grípa til algerlega óæfðra manna, til þess að fylla tölu liðsins. í ágústmánuði 1961, þegar víst þótti, að Hafnfirðingar féllu niður í 2. deild, þá kom saman til fund- ar stjórn Knattspyrnufél. Haukar, til þess að ræða það ófremdar- ástand, sem var orðið ríkjandi í knattspyrnumálum Hafnfirðinga. Komst stjórnin að þeirri niður- stöðu, að eini möguleikinn til þess að lyfta knattspyrnunni upp úr þeim öldudal, sem hún var komin í, væri að félögin sinntu því hlut- verki sínu, að taka knattspyrnuna aftur upp á vegum félaganna og hefja að nýju keppni vor og haust milli félaganna í öllum aldurs- flokkum. Nú er nýlokið þessu haustmóti. Ég vil segja þá persónulegu skoð- un mína, að ég þykist sjá roða fyrir nýjum degi í knattspyrnumál- um okkar Hafnfirðinga. Að vísu gekk ekki vel í 2. deild í sumar, en það gengur vonandi betur næst með meiri og betri æfingu. Aftur á móti sýndi haustmótið okkur, að við eigum nóg af æsku- mönnum, sem hafa áhuga á að leika knattspyrnu með félögunum. Það á að vera sönnun þess, að við eigum ekki að þurfa að kvíða fram- tíðinni á knattspyrnusviðinu. Ég vil leyfa mér að benda á, að bæjar- félag, sem á handknattleiksmenn á borð við það bezta hjá nágranna- þjóðum okkar, þótt þeim séu búin hin frumstæðustu skilyrði til iðk- unar íþrótt sinni, ætti ekki síður að geta eignazt tápmikla knatt- spyrnumenn, enda þegar komið í ljós, eins og ég hef áður getið. — Þótt Haukar hafi sigrað að þessu sinni, þá voru styrkleikahlutföllin svo lík milli hinna ýmsu flokka, að þetta hefði getað farið á annan veg. Ég vil lýsa ánægju minni yfir skemmtilegum og sönnum íþrótta- anda. Ég hlakka til þess að sjá þessa hópa spræka og vel æfða að vori. Að lokum vil ég flytja gefendum hinna glæsilegu verðlaunagripa hinar beztu þakkir, hugur þeirra til íþróttamála hér í bæ kemur þarna skýrt í ljós. Og alveg sérstak- lega vil ég þakka forstjóra Lýsi og mjöl h.f. fyrir þennan fagra skjöld, sem veittur verður bezta knatt- spyrnufélagi Hafnarfjarðar, en hann lagði á sig töluvert aukastarf til þess að finna einhvern grip, er gæti verið frambærilegur í þessu augnamiði. Að síðustu vil ég vekja athygli á því, að engir bikarar eru til þess að keppa um á væntanlegu vor- móti, svo að ef áhugi er hjá öðrum aðilum, sem ég efast ekki um, þá tekur K.R.H. slíkum gjöfum feg- ins hendi. JÓN HELGASON: Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1961 Fjallkonan, þjóðar fósturmóðir fœr i dag mál og eys af skálum minningadjúps — klœdd mannlífshjúpi mœlir svo Ijóst af eigin brjósti: Fósturbörn kœr, mér fannst það œra við fótskör mína þá knerri sína bundu þeir, fyrst er fýsti gista í faðmi mínum, þá vildi ég sýna um fósturstörfin að fœr ég vœri það fundu þeir lika og hjá ?nér undu. Og nœr sem þeim vannst að náttstað hinzta niðjana fólu mínu skjóli. Se?in verða taldar ellefu aldir frá áa?i?ia tíð. í blíðu og stríðíi kynslóðir gengu gegnu?n þrengmg. Glöp voru stundum heima fundin. Hryggðu ?nig frelui barnabrekin er bitnuðu skæð á mínum kleeðum, hrifsuð stykki úr hlýrri skikkju. Þá hlutu föt mín að líkjast tötrurn. Um ?iaki?i brjóstin þá nœddi gjóstur varð næring ring fyrir skjólstœðinga. Mig gleður í dag sá breytti bragur barnanna ?ninna, að vilja hlynna að því með d?ig og einum huga aftur mér grœðist skjólrík klœði. Svo ræktið þið andans aliurlendi alþjóðar hags og bræðralagsins. Alheimsfaðir, um aldaraðir ávaxta gróður mhmar þjóðar. 4. flokkur F. H. í knattspymu. Frcmri röð talið frá vinstri: Ólafur Valgeirsson, Guðmundur Guðmunds- son, Elías M. Sigurbjörnsson, Elvar Helgason, Hjálmar Sigurðsson, Karl Júlíusson. Aftari röð, talið frá vinstri: Bergþór Jónsson, þjálfari, Gunn- laugur Magnússon, Haraldur R. Gunnarsson, Friðrik E. Yngvason, Ólaf- ur Emilsson, Jóhann Eyþórsson, Valdimar Sveinsson, fyrirliði, Halldór Ólafsson, Björn Eysteinsson. — Á myndina vantar: Steingrím Guðmunds- son, Jón Brynjólfsson og Kristin J. Albertsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.