Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 33

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 33
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 33 Hvað finnur þú mörg telpnaandlit á myndinni? 'insæll, og þjóðinni þótti ijarska Va£nt um liann. Nú liðu rnörg, mörg ár. Haust n°kkurt sendi konungur sendiboða ‘l kund íöður síns og bauð honum °S hirðfólki hans að koma og heim- s*kja sig. Síðan kallaði hann fyrir Slg bezta matreiðslumanninn sinn °g sagði honum að búa til góðan niat handa gestunum, en hann ætti a® hafa hann algerlega saltlausan. Kóngur faðir hans þáði boðið °g kom með fríðu föruneyti, en svo langt var síðan hann hafði séð s°n sinn, að hann þekkti hann ekki, enda búinn að gleyma hon- Um. K.onungarnir skiptust á kveðj- Uln, spurðu frétta úr livors annars 1 lki. Hinn ungi konungur bauð Sesti sína velkomna og síðan var Setzt að glæsilegu veizluborði. Að tveim dögum liðnum varð gamli kóngurinn veikur og kvart- aWl undan saltleysi í matnum við l'irðmenn sína. — Hvernig líður ykkur? spurði hann. — Okkur líður vel, svöruðu hirð- mennirnir. Við fáum nóg að borða, en maturinn er bara saltlaus, herra! — Það er minri matur líka, svar- aði konungur. — Ég skal spyrja um ástæður fyrir þessu strax í kvöld. Þegar konungarnir sátu undir borðum og snæddu kvöldverð, vék gamli kóngurinn sér að gestgjafa sínum og sagði: — Hvernig er þetta annars? Er land yðar saltlaust? — Nei, herral Það er nú síður en svo. Við flytjum meira að segja út salt til margra landa. — Jæja, en matur yðar er með öllu saltlaus! — Rétt er það, herral Það er mín sök. Ég fyrirskipaði að hafa matinn saltlausan, því að ég hélt að yður geðjaðist ekki að salti. — Hvað er að heyra þetta! Og hvernig má það vera? Enginn get- ur lifað án salts! Nú taldi hinn ungi konungur að tími væri kominn til þess að segja hver hann væri. — Herra! Þegar yngsti sonur yðar sagði forðum daga að hann elskaði yður eins og salt, rákuð þér liann upp til fjalla og skipuðuð lífverði yðar að drepa hann. Þegar gamli kóngurinn heyrði þetta, skildi hann, að sonur hans talaði. Hann varð hryggur og bað son sinn fyrirgefningar. En upp frá þessu urðu þeir aftur góðir vinir og sóttu livor annan heim mörgum sinnum eftir Jtetta. Þetta Eskimóaþorp er búið til úr eggjaskurnum. Getur þú búið til svona þorp? ^Le&ileg jói! GÁT A Hvert er það dýr í heimi, harla fagurt að sjá, skreytt með skrauti og seimi, skreyti ég þar ei frá? Á morgna með fjórurn fótum fær sér víða fleytt, en gengur þó ei greitt. Þá sól hefur seinna gengið í sjálfan hádegisstað, tvo hefur fætur fengið Irábært dýrið það, gerir um grundu renna geysihart og fljótt og fram ber furðu skjótt. Þá sólin sezt í æginn og sína birtu ei lér, dregur á enda daginn, dýrið geyst ei fer, förlast þá að flestu, fætur hefur það þrjá og þrammar þunglega þá. Góð eru blessuð vínberin!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.