Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 41

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 41
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 41 Flugið heillaði þau Fins og allir vita hafa orðið mikl- ar breytingar og stórkostlegar fram- farir á sviði ílugs og flugmála. Síð- ast liðna hálfa öld, og svo að segja tlag hvern er þróunin í þessum málum svo ör, að undrun sætir. Jafnvel smáþjóð eins og Islending- ar, nyr/t á hjara lieims, á nú orðið tvö öflug flugfélög, sem taka þátt í kapplhtginu um farþegaflutninga, ekki aðeins innanlands, heldur og utanlands. Og allt í einu er orðinn til stór hópur íslenzkra flugmanna, sem nær daglega flýgur um allt landið og yfir heimshöfin landa í millum. Hvern skyldi hafa órað íyrir því, svona fyrir tveim til þrem áratugum, að árið 1962 mundu töluvert á áttunda hundrað manna °g kvenna starfa við flugið á ís- landi? Fjöldi fólks gengur nú til vtnnu á flugvöllunum, í nýjum og íramandi starfsgreinum, sem hvorki fúlk né tunga átti orð yíir. Islenzkir flugmenn hafa hvar- vetna getið sér hið bezta orð fyrir °ryggi, festu og samvizkusemi í störfum. Og er slíkt ákaflega mik- ilsvirði og ein ágætasta kynning fyr- lr land og þjóð. Hafnlirðingar eiga S1na fulltrúa í fluginu, og hér verð- nr (il garnans reynt að gefa upplýs- tngar um þá, sem fyrstir hugðu á flugn ám og luku því, svo og starf- antli hal'nfirzka flugmenn, flug- virkja, siglingafræðinga og flug- ireyjur. Auðvitað er þessi skrá ekki tæmandi. I>að er erfitt að henda reiður á fólki, sem alltal’ er á loíti eða staðsett suður í Súdan, Glas- gow eða Grænlandi. Síðar verður kannski hægt að bæta úr því, sent miður kann að fara, í þessari upp- talningu. Að þessu sinni skulum við halda okkur við þann hópinn, sem flýgur eða ætlar sér að fljúga, en hinn hópurinn er ekki minni, er starfar í sambandi við flugið á Magnús Jónsson ílugmaður. jörðu niðri. Má vera að honum verði gerð skil seinna. Þess skal getið, að allt flugnám er geysidýrt, og getur það af þeim ástæðum verið langt og örðugt nám. Ennfremur skal þess getið, að allir flugstarfsmenn eru skráðir hjá ílugmálastjórn og liafa skírteini með lilaupandi númeri. Flugm'enn. Ólafur H. Bachmann frá Bala er fæddur í Reykjavík 28. sept. 1920, sonur hjónanna, Halldórs Bach- manns og konu hans, Guðlaugar Narfadóttur (sjá myncl bls. 12). Ólafur kom 8 mánaða gamall til Hafnarfjarðar og ólst upp á Bala. Hann tók hið svokallaða sólóflug- jrróf í Bandaríkjunum árið 1944, en þar var hann þá við rafvirkja- nám. Hann hefur skírteini no. 42. Óli á Bala er því fyrsti hafnfirzki flugmaðurinn. Óli á Bala átti tveggja sæta tví- þekju og flaug víða unt land fyrir flugmálastjórnina til að leita að flugvallarstæðum. Hann þótti dug- legur og kjarkmikill flugmaður. Hann komst tvívegis á forsíður dag- blaðanna. I fyrra skiptið, þegar hann í aftakaveðri sótti fárveikt barn npp á Hvanneyri í Borgar- lirði, kom því á landsspítalann og tókst að bjarga lífi þess. I síðara skiptið var hann á sömu flugvél á leið til Norðfjarðar og þurfti að nauðlenda í Skaftáreldahraunum. Þótti það vel gert. Óli komst lífs af en flugvélin eyðilagðist. Þessi atvik bæði væru, út af fyrir sig, efni í sérstaka grein. Óli frá Bala flutti búferlum til Bandarlkjanna á jóladaginn 1949. Hefur hann búið í Kaliforníu síð- an. Hann er kvæntur Huldu Haf- liðadóttur, og eiga þau þrjú börn, Geir Gíslason flugmaður. tvær dætur og einn son. Ólafur rekur véla- og rafmagnsverkstæði. Hann á 4ra sæta einkaflugvél og bregður sér oft á loft. Magnús Jónsson flugmaður, Hringbraut 73, er fæddur í Hafnar- firði 22. febrúar 1935, sonur hjón- anna Jóns Magnússonar frá Skidd og konu hans Elínar Björnsdóttur. Magnús hóf flugnám í jan. 1953, tók sólópróf í júní og fékk einka- flugprófsréttindi í ágúst sam.t ár. Hann fór því næst í Loftskeytaskól- ann, vann síðan hjá Landssímanum og á togurum, en tc')k síðan aftur til við flugnámið. Hann lauk öll- um tilskyldum prófum árið 1958 og hefur skírteini no. 244. Magnús er starfandi flugmaður og vinnur hjá Flugfélagi íslands siðan 1. júní 1960. Flugleið hans er Rvík.—Glasgow—Khöfn—Oslo. Magnús er kvæntur Ernu Helga- dóttur og eiga þau þrjár dætur og einn son. Geir Gislason llugmaður, Hellu, er fæddur í Hafnarfirði 6. nóvem- ber 1932, sonur hjónanna, Gísla Guðmundssonar og Önnu Hannes- dóttur konu hans. Geir hóf flug- nám árið 1956 og lauk því 1960. Hann hefur skírteini no. 465. — Geir hefur flogið fyrir Flugskólann Þyt, en er nú slarfandi flugmaður hjá Flugfélagi íslands og flýgur að- allega innanlands. Hann liefur flogið alls um 1600 stundir. Geir er kvæntur Ernu Þorsteins- dóttur og eiga þau eitt barn. Björn Thoroddsen flugmaður, Suðurgötu 66, er læddur II. apríl 1937, sonur Valgarðs Thoroddsens verkfr. og konu hans Marie Thor- oddsen. Björn lauk siglingafr. prófi 1960, íór til Bretlands og náði sér í brezk flugmannsréttindi og vann Björn Thoroddsen flugmaður. Ólafur FI. Baclnnann flugmaður. hjá brezku flugfélagi sumarið 1961. Hann er nú starfandi flugmaður hjá Loftleiðum og hefur flogið milli Ameríku—íslands og Evrópu. Hefur flogið um 870 stundir og skírteini hans er no. 286. Kristmundur Magnússon, Lækj- argötu 11, er fæddur í Hafnarfirði 5. ágúst 1938, sonur hjónanna Magnúsar Ingibergssonar og Stein- eyjar Kristmundsdóttur í Bergen. Kristmundur lauk prófi 1961 og hefur öll réltindi. Hann hefur flog- ið um 250 stundir og hefur skír- teini no. 428. Kvæntur er Kristmundur Normu Haraldsdóttur, og eiga þau tvo drengi og eina stúlku. Birgir Jónsson, Lækjargötu 6, er fædclur 11. sej)t. 1940, sonur hjón- anna Jóns Þorbjörnssonar og Elín- ar Friðjónsdóttur. Birgir hóf flug- nám 1959 og lauk því 15. sept. s. 1. Hann hefur öll réttindi, hefur flog- ið 205 stundir og hefur skírteini no. 508. Guðjón R. Guðjónsson, Öldu- slóð 8, er fæddur 19. maí 1940, son- ur hjónanna Guðjóns Árnasonar vélstjóra og Magnúsínu Guðjóns- dóttur. Hann lærði í flugskólanum Þyr og lauk prófi í okt. 1961. Á eft- Sigurjón M. Ágústsson siglingafræðingur.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.