Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 götur yfir hraunið; hans hátign gæti þar að auki dottið og hlotið skrámur. Þá var Kristinn Zimsen verzlun- arstjóri hjá Knudtzon hér í Firðin- um. Hann gekkst íyrir því, að veg- ur var lagður frá Sjónarhóli yfir Flatahraun inn í Engidal. Þetta varð svo konunglegur vegur, að hér eftir var talið 10 mínútna skokk milli fyrrgreindra bæja. Kóngurinn kom í Fjörðinn ári síðar, en Hafnfirðingar reyndust mjög tómlátir, þótt hans hátign birtist á Mölinni. Yfir Háaklif var lagt siglutré milli kletta, skreytt birki og lyngi. Klettarnir voru svo háir, að það var vel reitt undir ..lauftréð", Kóngur hafði orð á því, að honum fannst sem liann lirapaði °fan í bæinn, þegar hann fór nið- l|r Háaklif. Niðri á Mölunum var fólk í óðaönn að taka sarnan fisk. Kóngur gekk um sjávargötuna frá f-innetskletti og vestur að liúsi Kristins Zimsens, sem eitt sinn var hús Bjarna Sívertsens. Við götu hans var engin skrúðfylking gláp- andi þegna, horfandi liöggdofa á, hvernig kóngurinn hreyfði sig. Þó v°ru það ýmsir, sem veittu lionum °skipta athygli. Börnin hættu leikj- um sínum og fylgdust álengdar með hverju fótmáli hans. Meðal þeirra Var Nielsina Abigael Ólafsdóttir, þá á 5. ári, en hún sagði löngu síð- ar Gísla Sigurðssyni frá konungs- homunni til Hafnarfjarðar oghann ^uér. Níelsína giftist Daníel Daní- efssyni dyraverði í stjórnarráðinu. A stakkstæðunum héldu menn afram að rogast með börur sínar og tlria saman fiskinn, rétt eins og ehkert væri um að vera í plássinu. hó er þetta ekki öldungis rétt, því að nraður nokkur vék af einu stakk- stæðinu rétt hjá Knudtzonsbryggju, gekk í veg fyrir konung og bauð hann velkominn í plássið. Nafn þessa konungdjarfa Hafnfirðings uiun með öllu gleymt, og ræðan var :,hlrei skráð. Hún var þýdd fyrir honung, og hann gaf þessum full- trúa hafnfirzkrar sjómannastéttar gullpening fyrir kveðjuna, en hann hneigði sig og gekk aftur til vinnu siunar við fiskinn. Þar með var h'nni opinberu móttökuathöfn lok- ’ð- Kristinn Zimsen bauð konungi *un, 0g Katinka, dóttir hans, færði ’°num blómvönd úr garðinum bak Við húsið. Kóngur þáði glas af léttu Vlni, það voru veitingarnar, og tók stúlkuna á kné sér og þakkaði enni móttökurnar. ^ 'Usir Hafnfirðingar mundu kon- uugskveðjuna gleymdu um nokk- Urt skeið og einnig höfund henn- U’ en nú loðir það eitt við minn- “8U hans, að liann hafi verið svall- ge^n sjómaður, en greindur vel. j j, °utingur hvarf á braut upp , ‘'aklif og hélt með föruneyti sínu 1111 veginn frá Sjónarhóli. Hann hafði öldungis óviljandi orðið til þess, að Hafnfirðingar kynntust vegabótum. Hafnarfjörður. Nœstu áfangar. ^ ^ Hafnfirðingar voru svo hrifnir af nýja veginum, að á næsta ári höfðu þeir uppi allmikil áform um vega- bætur. Þann 12. apríl kemur hreppsnefnd Álftaneshrepps til aukafundar, og segir svo m. a. í f undargerðarbókinni: „Á fundinum var fyrst rætt, hverjar uppástungur skyldi gjöra um, hvað vinna skyldi að þjóðveg- inum á næsta sumri. Var samþykkt af öllum nefndarmönnum, að góð- ur vegur skidi lagður frá hinum ----------------------------------- nýja vegi, sem liggur ofan í Hafnar- undan túninu á Selskarði, en þar fjörð og suður undir Hvaleyri, og >er ófær vegur“; og 40o kr. eru ætlar nefndin til þess 800 kr. þurfi, veittar til ;;brúargerðar“ þar. „Ef en skylili upphæð þessi ekki fást mögulegt væri að fá meira fé“, öll, álítur nefndin óumflýjanlegt ákveður nefndin að ráðast á að gjöra við kafla þann, sem kallast Hraunsholtið , láta ryðja þar „veg- Hamar, og nú til þess ætla 400 arbreidd og gjöra skurð við hlíð- krónur. Einnig álítur nefndin mjög arnar.. Til |Jess ætlar hún 200 nauðsynlegt að leggja brú yfii mýr- kr ; ef llægt er á einhvern hátt að ina frá trébrúnni á Hraunsholts- höndla j)á fjárhæð. læk inn að Arnarneslæk, og ætlar nefndin, að til þess að gjöra góða brú mundi þurfa 1000 krónur, en Dýrt vegagjald. að mikið megi bæta rnýrina ineð Árin Jíða, og lítið er liægt að 400—500 krónum. Var oddvita fal- framkvæma sökum fátæktarinnar. í ið að semja uppástungu um þetta.“ 1000 ár höfðu menn búið á íslandi Af fundargerðinni sést, að brýn- án þess að leggja nokkurn vegar- ustu vegabæturnar voru að ryðja spotta, svo teljandi sé. Menn höfðu braut yfir Vestur-Hamarinn, þar slarkað einhvern veginn yfir ófær- sem Vélsmiðja Hafnarfjarðar urnar eða orðið til í þeirn. Menn stendur, og „brúa“ Austurmýrina, björguðust eða fórust; það er hið sem nú kallast Hofstaðamýri. Að endalausa efni íslenzkra ferðasagna brúa merkir að gera veg, bera a. m. f gamla daga. Hver kaupstaðarferð k. ofan 1 verstu svakkana í mýrinni. var svaðilför víðast á landinu. Og Talað er um trébrú á Hraunsholts- menn þurftu ekki að leggja í lang- læk, en hvenær hún var gerð, er ferðir til þess að lenda í lífsliáskum. mér ókunnugt. Menn ætla að ráð- Féleysi, þróttleysi, klæðleysi, vega- ast í talsvert og eru allbjartsýnir. leysi og allsleysi varð mörgum að Alþingi fékk nokkurt fjárforræði fjörtjóni milli bæja, ef nokkuð með stjórnarskránni 1874, en afl varð að veðri, en mórum, skottum þeirra hluta, sem gera skal, var þó og illum vættum var kennt um af býsna skornum skammti. Lán ófarirnar. Álfhóll heitir klappar- voru ekki auðfengin, og lítið varð lióll á Digraneshálsi. Við hann er oft úr framkvæmdum, þótt viljinn kennd Álfhólsbraut. Það er dálít- væri góður. Árið eftir berst lirepps- ill hlykkur á götunni hjá híólnum, nefndinni beiðni frá Reykvíking- af því að Finnbogi Rútur bannaði um um styrk til brúargerðar á vegagerðarmönnum að brjóta Elliðaárnar. Hafnarfjörður hafði byggð álfanna. Rétt sunnan við hól- verið helzta verzlunarhöfn við inn innan girðingar eru tættur Faxaflóa, og þangað höfðu bænd- sennilega af stekk. Þar í urðinni á ur sótt í kaupstað hundruðum sam- að vera huslaður maður, sem an austan úr sveitum, þótt tekið varð úti á leiðinni milli Bústaða og væri að byggja upp Reykjavík. Digraness. Þetta á að hafa verið ekki Brúargerð á Elliðaárnar var fyrir- mjög merkilegur borgari á sinni boði þess, að viðskiptaleið bænda tíð, og þess vegna var ekki fengizt mundi breytast, og lireppsnefndin um hann frekar. synjaði um styrkinn. Hábunga Garðaholts heitir Þegar þetta mál er til umræðna, Völuleiði. Undan útnorðurhorni kemur fram, að Konungsvegurinn girðingar á háholtinu vestan veg- yfir Flatahraun liggi undir skemmd- ar er dys. Ekki á völva að liafa ver- um. Veittar eru 300—400 kr. til ið heygð þar að forriu, heldur þess að láta bera ofan í hann. mæðgur tvær, sem urðu þar úti á Brúargerðin yfir Austurmýrina leið frá Bessastöðum að Görðum. liefur auðsæilega strandað á féleysi, Sagt er, að konan hafi farið að en margt kallar að. Álftnesingar Bessastöðum með unga dóttur sína, þurfa að komast yfir mýrarfenin sem hún kenndi einum manni yfirvaldsins, en sá vildi ekki við kannast. Af þeirn sökurn féll sá grunur á, að móðirin hefði fargað barni sínu og sér sjálfri á þessum stað, lagzt fyrir og hætt að þreyta göngur milli góðbúanna. Um 1912 verður rnaður úti frá Lásakoti í Skógtjarnarhverfi á leið austur með Vöhdeiði. Fljörleifur, faðir Ingimundar Hjörleifssonar í Ásbúðartröð 3, verður úti í Garða- hrauni veturinn 1909—’ 10. Margir kannast við kvæði Matt- híasar Jochumssonar um börnin írá Hvammskoti (nú Fífuhvammi), sem drukknuðu á útmánuðum 1874 í Kópavogslæk: Þrjú stóðu börnin við beljandi sund næddi vetrarnótt yfir náklædda grund. Hlökkuðu hjörtun svo lieimkoniufús, hinum megin vissu sín foreldrahús. En lækurinn þrumdi við leysingarfall, fossaði báran og flaumiðan svall. Hímdu þar börnin við helþrunginn ós; huldu þá sín augu Guðs blásala ljós. „Langt að baki er kirkjan, sem komum við frá, en foreldranna faðmur er fyrir handan á. í Jesú nafni út í, þvf örskammt er lieim.“ En engill stóð og bandaði systkinum tveim. Eitt sá tómt lielstríð — og hjálpaðist af; hin sáu Guðs dýrð — og bárust í kaf. Brostin voru barnanna bláljósin skær, brostu þá frá himnum smástjörnur tvær. Foreldrarnir tíndu upp barna sinna bein, og báran kvað grátlag við tárugan stein. Hafnarfjörður kemst i vegasam band. Það þurftu margir að greiða dýr- an vegatoll, af því að hér voru hvorki til brýr né vegir. Verstu mýrarsvakkarnir út á Álftanesið voru brúaðir á árunum eftir 1876, en árið 1879 er fyrst ráð- izt í vegagerð yfir Hraunsholtið. Á

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.