Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 29

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 29
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 29 2. flokkur Hauka 1944. Aftari röð frá vinstri: Beinteinn Sigurðsson, Ólafur Eyjólfsson, Ingólfur Guð- mundsson, Vilhjálmur Skúlason, Sigfús Bergjrórsson, Brynjólfur Jóhannesson. Frentri röð frá vinstri: Óskar Halldórsson, Jón Pálmáson, Ragnar Sigurðsson, Bjargmundur Tryggvsaon, Þorvarður Þorvarðarson. höfðu notið staðgóðrar þjálfunar. Og þótt reynt hefði verið að halda við þjálfun yngri flokka, þá flosn- úðu þeir tiltölulega fljótt upp, þar sem þeir höfðu ekki það aðhald, sem eldri flokkar geta veitt með tilveru sinni. Til þess að forða því, að stofnað yrði þriðja knattspyrnu- félagið í bænum, Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar, þá gengu Haukar °g F.H. til samvinnu, og sú sam- vinna skyldi tryggð með stofnun sérráðs í knattspyrnumálum K.R. H. - í kringum Albert safnaðist fljótt stór hópur knattspyrnuunnenda og ekki leið á löngu, þar til krafta- verkin fóru að ske og komu næst- úm eins og á færibandi. Það hefst með því að búningsskálinn var teistur og var það eitt glæsilegasta átak, sem hefur verið gert knatt- spyrnumönnum til handa á síðari árum, og máttum við muna tím- ana tvenna, þegar við þurftum að klæðast æfingabúningum án skjóls í misjafnri veðráttu. Það næsta, sem gerðist, var það, að flokkurinn sigr- aði í 2. deild 1956 og öðlaðist þar nreð rétt til að keppa í 1. deild 1957. Með stöðugum æfingum og góðri samstöðu liélt flokkurinn sér nppi í 1. deild 1957 og mátti leika þar aftur 1958, og þá á því ári er svo reist félagsheimili, sem bæjar- stjórn Hafnarfjarðar keypti á síð- astliðnu ári. Árið 1958 er Murdo Mac Dougall i’áðinn hingað sem þjálfari, aðal- lega fyrir yngri flokkana. Murdo reyndist prýðisgóður þjálfari, en vegna þess að hann fékk ekki þá aðstoð frá hendi eldri knattspyrnu- nianna og áhugamanna, þá náði kann heldur skammt og hvarf héð- an eftir tveggja ára þjálfun og hef- ur síðan þjálfað yngri flokka lijá Val. 1959 fellur knattspyrnuflokkur- inn niður úr 1. deild. 1960 er svo hópurinn þjálfara- laus, en vegna þess að í hópnurn voru ýmsir, sem lært höfðu hjá Al- bert og voru auk þess fullir áhuga, heppnaðist þeim með fádæma dugnaði að spila sig upp í 1. deild aftur. Og áfram var haldið af sama krafti. K.R.H., unglingaráð, bæjar- yfirvöld og síðast en ekki sízt bæj- arbúar tóku höndum saman til þess að gera flokknum kleift að lialda sér uppi í 1. deild. Bæjaryfir- völdin með bæjarverkfræðing í broddi fylkingar hófust handa með að lagfæra og bæta völlinn og hafði það nokkuð örlagaríkar afleiðing- ar. Vegna veðráttu og hve seint gekk að lagfæra völlinn, gátu knatt- spyrnumenn lítið æft sig á honum fyrir íslandsmót, og má með sanni segja, að völlurinn var ekki tilbú- inn til notkunar fyrr en nokkrum klukkustundum áður en fyrsti leik- ur í íslandsmótinu 1961 hófst. Strax í ársbyrjun 1961 hóf K.R. H. undirbúning að fjáröflun. Byrj- að var á því að senda bæjarbúum dreifibréf, þar sem tekið var frarn, að knattspyrnumenn hér í bæ, sem náð hefðu að leika sig upp í 1. deild á árinu áður, hefðu hug á að leika þar áfram. Til þess að það mætti verða, þá þyrftu þeir úrvals- þjálfara, en slíkir kosta mikið fé og eins starfsemin í heild. Síðan voru prentaðar kvittanir að upp- hæð kr. 25,00 hver, sem bæjarbúar gátu keypt, til að styrkja flokkinn fjárhagslega. Bæjarbúar tóku þessu af þvílíkum glæsibrag, að á tiltölu- lega skömmum tíma safnaðist ná- lægt þrjátíu þúsund krónur og auk þess gaf Venus h.f. flokknum 25 fótknetti, og eiga allir þessir aðilar miklar þakkir skildar fyrir aðstoð sína við knattspyrnumenn hér í bæ. Vegna þessa framlags var flokkn- um kleift að ráða hingað lands- kunnan knattspyrnuþjálfara, Karl Guðmundsson. En þegar svona var komið málum, var þróun knatt- spyrnumála komin á það stig, að leið hennar lá að algerri samein- ingu beggja knattspyrnufélaganna. Fjöldi þeirra, sem stunduðu knattspyrnu með 1. deildarliðinu, •1 var um 13—15 manns. Hvað hafði raunverulega skeð? Ekki var þetta vegna þess að aðbúnaður knatt- spyrnumanna væri svo slæmur. Einn bezti þjálfari, sem tök voru á að fá hérlendis, var með flokkinn. Verið var að endurbæta og lagfæra völlinn og fastráðinn starfsmaður við hann. Hvað var hér á seyði? Jú, það, sem skeði, var einfaldlega það, að of lítið nýtt blóð hafði bætzt við í hópinn. Þetta millibils- ástand hafði ríkt frá því að völlurinn var lagfærður 1947 og þar til Murdo tók til að þjálfa yngri flokkana. Að vísu var hér á sumrum um mánaðarskeið hverju sinni Axel Andrésson sendikenn- ari, en hann kenndi yngstu flokk- unum. Það sem ég held, að ráðið liafi úrslitum, er það, að félögin sjálf hafi ekki verið það aðhald, sem þurfti til þess að halda saman drengjunum, þegar þeir gengu upp úr yngstu flokkunum. Leikirnir vor og haust, sem áður voru liáðir, gáfu svo mörgum tækifæri til að keppa og þar með viðhalda áhug- anum til knattspyrnuíþróttarinn- ar. Þegar við, sem höfum verið í flokknum og starfað kring um hann, horfum til baka og reynum að vega og meta, hvað hefði þurft að gera til viðbótar, til þess að tryggja og styrkja viðhald flokks- ins í 1. deild, þá kemur vafalaust margt til greina. Okkur verður hugsað til þess, að fyrst á vorin, þegar lið úr Hafnar- firði fer til æfingaleikja við félög í Reykjavík, fara Hafnfirðingar oft með sigur af hólmi. En svo þegar Reykjavíkur-liðin hafa lokið sínu vormóti, þá snýst þetta alveg við. Albert Guðmundsson og kappar hans 1955. Standandi t. f. v.: Albert Guðmundsson, Ólafur Þórarinsson, Einar Sigurðsson, Beinteinn Sigurðsson, Sverrir Júlíus- son, Ásgeir Þorsteinsson, Ungverjinn Baila, Kjartan Elíasson, Óskar Halldórsson, Sigurjón Gíslason og Ragnar Jónsson. Fremri röð t. f. v.: Rúnar Brynjólfsson, Gunnar Stefánsson, Steinar Erlendsson, Jón Pálmason, Jóh’ann Ólafsson, Bergþór Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Harry Einarsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.