Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 18

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Friðfinnur V. Stefánsson: Hesturinn „ÞRÖSTUR“ Uppeldi og tamning. Vorið 1923 fæddist að Lónakoti í Garðahreppi í Gullbringusýslu dökkjarpt hestfolald, móðirin var lxka jörp, ættuð sunnan af Mið- nesi, og hafði eitt sinn verið gerð uppgefin í læknisferð og bar þess aldrei bætur. Og þó þessi litli hestur væri bæði ættsmár í móðurætt og föðurættin óþekkt, átti það samt fyrir honum að liggja að verða garpur mikill og frábær gæðingur. Þetta jarpa hestfolald fékk að ganga undir móðir sinni eitt og hálft ár, stund- um við liarðan kost eins og oft vill verða, þegar hross verða að bjarga sér mikið sjálf. Þá kaupir maður einn í Hafnar- firði folann, geldir hann strax, el- ur hann síðan eins og hægt var með þeim árangri, að folinn tekur svo miklum framförum, að um sumar- ið er byrjað að temja hann, þá tvæ- vetran, og um leið festist við hann nafnið Þröstur. Fljótt kom í Ijós, að þessi jarpi foli, þótt ættsmár væri, átti í fari sínu þá höfuðkosti, sem mest prýða íslenzkan reiðhest, góðan vilja, mikið gangrými, mjög mikið og glæsilegt tölt, vekurð og þjála lund. Einnig gætti þess líka eftir að Þröstur tók að þroskast og þjálfast, að mikil og örugg samstilling konr fram í fótaburði hans, t. d. er hann óð á sínu háa og svifmikla tölti á frosnum og svellhörðum götum Hafnarfjarðar svo stundum glumdi við og undir tók, þá mátti glöggt greina hljóðfallið og hve taktur- inn í töltinu var bæði skýr og sterkur, að mörgum varð minnis- stætt. Þröstur var í meðallagi hár og frekar þrekinn, ekki hálslangur en bar sig þó vel og fallega, ganaði aldrei, sem er að verða mikið lýti á of mörgum íslenzkum hestum í dag. Hann var mjög fax- og tagl- prúður, brjóstið mikið, bógar ská- settir, hryggur frekar beinn, lendin mjög breið og falleg, síður nokkuð ávalar, traustlegir fætur, sver liða- mót, fótstaða gleið, og er hann brokkaði undir sjálfum sér var hann áberandi gleiður á afturfót- um, og þá var ekki alltaf fegurð- inni fyrir að fara, því brokkið var mjög stórgert. Ertu til, Bjarni? Eigandinn, sem og tamdi Þröst, hafði það fyrir reglu að gæta þess að láta hann aldrei tapa spretti, meðan hann var ungur og óharðn- aður. Enda kom það í ljós, er hon- um í fyrsta sinni var hleypt á móti fljótum hesti, einum harðskarpasta stökkhesti er þá var uppi, Skjóna Bjarna Bjarnasonar skólastjóra, að sjálfstraust og sigurvissa Þrastar var ólömuð. Þetta bar við með þeim liætti, að eigandi Þrastar var eitt sinn samferða Bjarna og mörgum fleir- um af æfingu frá skeiðvellinum við Elliðaárnar til Hafnarfjarðar. í för- inni var líka Borgfirðingur einn á miklum og fallegum jörpum hesti, og þegar komið var suður fyrir Kópavogsbrú hleyptu þeir sarnan Bjarni á Skjóna og Borgfirðingur- inn á þeim jarpa. Var það mikill og fallegur sprettur, sem lauk með glæsilegum sigri Skjóna. En er komið var suður á Arnar- nesmýri var eigandi Þrastar sam- síða Bjarna, og liefur þá máls á því að sér leiki nú hugur á að fá að hleypa Þresti eitt sinn á móti fljótum hesti. Hér framundan sé staður, sem Þresti hafi oft verið hleypt á frá Hraunlioltslæknum upp á Hraunsholtsháls. Bjarni kveður það velkomið, og er þeir voru rétt komnir upp úr læknum, spyr eigandi Þrastar: „Ertu til, Bjarni?“ Bjarni svarar því þannig, að Skjóni rýkur af stað eins og ör- skot. Við þetta kom hik á eiganda Þrastar, en hann áttar sig skjótt og lætur folann fara, en tilþrifunum, sem Þröstur tók þá, lýsti Einar Kristjánsson, bóndi í Forsæti í Flóa, Hefur það haldizt síðan. Þótt breyt- ing húsakynnanna sé ekki eins mik- il og á Eyrarhrauni, þá eru Jxau nú allmiklu meiri en í fyrstu. T. d. er eldhúsið ekki í hinum upphaflega bæ. Hann var eitt herbergi og eld- hús og var Jrað tvennt að utanmáli 3,6x4,5 m. Svo er skemma, jafn- löng bænum en nokkru mjórri, eða um 3 m. Hliðarveggir þessa bæjar og neðri hluti gaflanna eru steyptir. Skemman er með lofti, en kjallari er enginn. Vegna síðari tíma breytinga, er vafi á um fleiri bæi en Eyrarhraun, hvort þeir eigi að teljast hér með. Varla má þó láta hjá líða að minn- ast á Brúsastaði, Jjó að stækkun frá því um 1925 hafi breytt útliti bæj- arins mjög. Þessi bær var byggður árið 1914 af Eyjólfi Kristjánssyni, bróður Engilráðar. Hann hafði byrjað búskap með konu sinni, Ingveldi Jónsdóttur, á liinu gamla býli Langeyri, en síðar byggðu Jxau nýbýlið Hraunhvamm. Þau eign- uðust mörg börn, sem flest eru á lífi. Það elzta þeirra, Þórður, hefur búið á Brúsastöðum, ásamt konu sinni, Salome Salómonsdóttur, frá því að foreldrar hans fluttust í Jxéttbýli kaupstaðarins árið 1932. Brúsastaðabærinn er gott dæmi um steinbæ. Hliðar og neðri hluti gafla er hlaðið og „kastað í“. Hann er um 7 m langur og yfir 5 m breiður. En innanmál er miklu minna, Jxví að þessir hlöðnu veggir eru mjög Jxykkir. Auk áðurnefndrar viðbyggingar, sem öll er steypt, hef- ur verið byggt við innganginn á svipaðan hátt og í Fagrahvammi, Jxótt ekki sé Jxað notað sem eldhús. Þeim megin við bæinn er útihús, nokkru yngra en hann, en hefur Jjó fengið á sig virðulegan elliblæ, ef svo mætti segja. Ekki þarf orðum að Jjví að eyða, að enn eru ónefndar nokkrar bygg- ingar sem liggja á mörkum J>ess að þeirra sé getið. í bænum á Steinum býr enginn, enda er hann ekki hæfur til Jxeirra hluta lengur, en mynd af honum hefur birzt hér í blaðinu. Á húsinu Suðurgötu 35 B hefur frá upphafi verið kvistur, sem tek- á Jxann hátt, að sér myndi lengi verða minnisstætt moldar og grjót- kastið er dundi á honum og hesti hans undan hófum Þrastar, er þeir voru að komast upp úr læknum. Skjóni náði Jxarna strax góðu for- skoti, en eftir nokkur stökk fer Þröstur að draga á hann, og brátt er hann kominn á lilið við hann, en lætur sér Jjað ekki nægja, og rýkur fram úr, en Jjá segir Bjarni: „Nú er ég öldungis hissa“. Og for- ustunni hélt Þröstur út sprettinn upp á Hraunslioltsháls. En er stigið var af baki í Engidal við liraun- brúnina, vakti Jjað athygli live Borgfirðingurinn var fljótur að ganga til Þrastar og virða hann gaumgæfilega fyrir sér. Þá var Þröstur 5 vetra. Mœtti hann ofjarli sínum? Mörgum árum seinna var Ólafur Þórarinsson, kunnur og góður hestamaður, á æfingu á skeiðvell- inum við Elliðaárnar með Mósana sína Reyk og Hálegg, eina frægustu stökkhesta á Jxeiin tíma. Þá varð Jxað að samkomulagi, að Ólafur og eigandi Þrastar reyndu þá Hálegg og Þröst á stökki. Þröstur var hepp- inn á stað og náði strax nokkru for- skoti. En er Jjeir höfðu stokkið um 70—80 metra geystist Háleggur áfram með Jxeim ofsa og krafti, sem honum var svo lagið, og nær Þresti, en þá bregður svo við að Þröstur rekur upp vein mikið og færist all- ur í aukana lierðir stökkið og dreg- ur fram úr aftur og moklin dynur á Jjcim félögum undan hófum Þrastar og hefur eflaust háð Há- leggi, Jjví Þröstur hélt forustunni út sprettinn, og er hann Jxaut fram hjá veðbankanum var hann um 4 hestlengdir á undan og stökk pá mjög létt að sögn Þorgríms frá Laugarnesi, sem stóð við bankann og horfði á sprettinn. En ekki er ósennilegt, að Þröstur hafi í Jxetta sinn mætt ofjarli sín- um á stökki, Jxótt hann léti hann ekki vinna sig, því seinna er Þröst- ur af Jxví bæjarsvipinn. Og Bratta- kinn 19, sem upphaflega var sumar- bústaður Jóns Mathiesen, getur varla talist til bæja. Dalbær, sem Sumarliði Einarsson flutti vestur að mörkum Hafnar- fjaiðar og Garðahrepps, er orðinn ójjekkjanlegui' sem bær og Hraun- hvammur er hinum megin við mörkin. Að þessu athuguðu læt ég því staðar numið. Mér er ljóst að Jiessu verki er í mörgu ábótavant, meðal annars er mjög misjafnt hve ýtarlega er greint frá íbúum bæjanna. En Jjakka vil ég öllum Jjeim sem hafa veitt mér upplýsingar og bið svo lesendur að dæma villurnar vægt.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.