Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 15 Víkingaskip Júlíusar V. Nýborg í Hafnarfjarðarhöfn 1930. Þeáaí Nýja bryggjan var IjyááS Síðara hluta ársins 1930 réðst bæjarstjórnin í að láta gera nýja haf- skipabryggju fram af Brydeslóð, sem bærinn hafði keypt árið 1924. Var bryggjusmíðin hafin um miðjan september og verkinu lokið snernma árs 1931. Var bryggjan 190 m að lengd (landálman 100 m. og bryggju- hausinn 90 m.), en breidd hennar er 12 m. Bryggjan var öll úr timbri, en allir staurar voru járnklæddir nægilega langt upp, til' þess að þeir verðust tréátu. Bygging Nýju bryggjunnar var á sínum tíma merkileg framkvæmd og mikið mannvirki. Yfirsmiður við bryggjusmíðina var Þorbjörn heitinn Klemensson. Fyrsti bryggjuvörður var ráðinn Magnús heitinn Bjarnason. Myndirnar eru frá smíði Nýjn bryggjunnar, en eigandi þeirra er frú Ágústa Jónsdóttir, ekkja Þorbjarnar Klemenssonar, og hefur hún góð- lúslega lánað myndirnar til birtingar í blaðinu. Flokkur verkamanna ásamt yfirsmiði og bæjarverkfræðingi Emil Jónssyni. til um varninginn. Eg sá rósótt sirz og margt, sem ég hafði ekki séð áður. Svo voru það skórnir. Mamma mátaði á mig þá, sem mér fundust fallegastir. Þeir voru mátu- legir og kostuðu kr. 2,25. Ég vildi fá að halda á bögglinum út úr oúðinni. Ég gat varla trúað því, að ég ætti svona fallega skó. Nú átti ég 25 aura eftir og vildi kaupa eitthvað handa systkinum mínum. Það varð úr, að ég keypti rúsínur. Við fórum heim til Elínar Snorradóttur. Hún tók okkur ákaf- lega vel, gaf okkur kaffi og alls konar kökur, sem ég hafði aldrei séð, en þótti ákaflega góðar. Áður en við fórum, kom liún með hvíta svuntu með rauðum leggingum og mátaði á mig. Hún reyndist mátu- feg. Elín sagðist hafa ætlað að senda mér hana í afmælisgjöf, en fyrst ég hefði komið, væri bezt ég fengi hana strax. Mér fannst ég aldrei hafa séð svona fallega svuntu. Og ekki spillti það gleði niinni, þegar Helgi kom með döðl- nr, brjóstsykur og súkkulaði í stór- Om poka, og sagði mér að hafa í nesti. Það var nú farið að líða á dag- inn, en við áttum eftir að koma til Katrínar frænku. Hún hjó við Laufásveg. Yngsti sonur hennar, Gunnar (nú forstjóri í ísafold), var ákaflega þjóðlegur við mig. Hann bauðst til að sýna mér kirkjuna °g þinghúsið, og um tugthúsið sagði hann mér, að það væri haft Ul að láta í Jtað krakka úr Hafnar- firði, og á götunum væru pólití rneð borðalagðar húfur, sem væru að leita að Jressum krökkum, en niér væri óhætt, af því að hann væri með mér. Hann fór inn í búð og keypti gráfíkjur fyrir 25 aura og gaf mér Jrær í nesti. Það fannst mér mikill höfðingsskapur. Þegar við mamma lögðum af stað lieim, var ég orðin lúin og kveið fyrir að ganga. í Fossvogi Éom ríðandi maður á eftir okkur. Mér fannst ég verða allt í einu sár- þreytt. Ó, ef ég fengi að koma á bak. Maðurinn lieilsaði og reið framhjá okkur, en varla meir en svo sem tvær hestlengdir, Jrá stanz- aði hann og spurði, hvert við ætl- uðum. „Til Hafnarfjarðar," svar- aði mamma. Hann leit snöggvast á mig. „Á ég ekki að reiða Jjig dá- lítinn spotta?“ sagði liann. Ég flýtti mér til hans. Hann lét mig stíga á fótinn á sér og lyfti mér söðul- vega á bak. Ég varð feimin, en Jrað var ekki lengi. Maðurinn fór að spjalla við mig og spyrja mig um allt mögulegt og Jrar á meðal, hvort ég væri farin að lesa. Ég játti því. „Hvað lestu?“ „Þjóðviljann, pabbi kaupir hann,“ svaraði ég. Maður- inn hló, en þessu reiddist ég. „Það er ekkert að hlæja að,“ sagði ég stórmóðguð. „Það er góður karl, sent skrifar Þjóðviljann, og Jrað er gaman að sögunum.“ Nú hætti maðurinn að hlæja. „Á ég að segja þér dálítið? Ég er karlinn, sem skrifar Þjóðviljann." „Heitirðu Skúli Tlioroddsen?" spurði ég. „Já, og á heima Jtarna," og hann benti mér á Bessastaði. Nú vaknaði for- vitni mín, og mig langaði að vita meira. Ég vildi vita, hvernig liann færi að Jrví að búa til stafina í blað- ið. „Það er gert í vélum.“ Og nú fór hann að segja mér frá prentvél- inni. „En hvað er að vera á und- an samtíð sinni?“ spurði ég. „Pabbi segir, að Jm sért )>að.“ Skúli horfði svolitla stund fram fyrir sig, svo brosti hann, að mér fannst hálf- raunalega. „Jæja, nú förum við að skilja,“ sagði hann og stöðvaði hest- inn. „Sá, sem er á undan samtíð sinni, fer ríðandi eða hlaupandi Jtegar aðrir ganga. Vertu sæl, og heilsaðu pabba þínum frá mér.“ Hann klappaði mér á kinnina, um leið og hann renndi mér af baki. Við vorum við hraunbrúnina. Nú fór ég að líta eftir mömmu. Þarna kom hún á Hraunsholtinu og fór hratt yfir. í hendinni bar hún klút, og í honum var aleiga mín, og mér fannst ég vera ákaf- lega rík. „Þú mátt ekki segja krökk- unum, að ég hafi verið reidd,“ sagði ég við mömmu, „þau stríða mér Jrá.“ Þegar við komum heim, var lieldur en ekki tekið á móti okkur. „Þurftirðu að bera hana eða leiða?“ spurðu systkin mín í kór. Ég leit bænaraugum á mömmu, og hún þagði. En Jregar farið var að taka upp bögglana, vildu allir koma sér við mig. Svona sælgæti hafði aldrei komið á okkar heimili fyrr. Þegar ég var háttuð um kvöldið og fór að hugsa um allt, sem ég hafði séð og lieyrt, fannst mér Jretta vera mikill merkisdagur og ég vera orð- in ósköp rík. En þó var eitt bezt, og það var að vera nú komin heim.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.