Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Asbúð. Bœr Maríu i mýrinni. Bœr Þóru i Holti. Bær Ottós. Bœr Oddrúnar. í flestum eða öllum tungumál- um veraldar munu finnast dæmi þess að sama orðið geti haft fleiri en eina merkingu. Sem kunnugt er, er þessu þannig farið hjá okk- ur með orðið bœr. Getur það t. d. merkt bæði kaupstað og sveitabýli. Einnig er þetta orð notað af eldri og — mig langar til að segja — rök- réttar hugsandi kynslóðinni, í sum- um tilfellum þar sem aðrir nota orðið hús. Þessi skilgreining milli notkunar orðanna bær og hús, mun vera öllu meira á reiki í sveitunum. Þar er, eins og áður er drepið á, hægt að nota orðið bær um býlið eða jörðina í heild, þótt engin bygging þar hafi hið raunverulega bæjarlag. En bæjarlag hefur sú bygging, sem er svo veggjalág, að hún er öll undir súð og ekki er um um glugga að ræða, nema á göflun- um. En til þess þá þó að drýgja hús- rýmið lítið eitt, er venjulega inn- gönguskúr áfastur bænum. Annars væri varla um annað að ræða en að hafa dyr á öðrum hvorum gaf linum. í Reykjavík eru til nokkrir stein- bæir. Veggir þeirra eru þykkir og steyptir, eða oftar hlaðnir úr meira eða minna tilhöggnu grjóti, lögðu í bindiefni. Oftast er þó efri hluti gaflanna úr timbri. Stundum var látið nægja að sletta aðeins steypu í hleðsluna á eftir. Er góð lýsing og teikning af steinbæjum í kaflan- um um húsbyggingar í Iðnsögu ís- lands. Hér, í þéttbýli Hafnarfjarðar, eru engir steinbæir, heldur eru þeir, eins og flestar byggingar hér frá fyrri hluta aldarinnar, úr timbri og nú klæddir bárujárni. En íbúðarbyggingin í Hjörtskoti á Hvaleyri minnir nokkuð á stein- bæ og svo tveir bæir sem síðast verð- ur getið. Vafasamt er að hve miklu leyti má segja að þel ta byggingarlag sé einkennandi fyrir ísland. En þótt íbúar hinna Norðurlandanna láti sér nægja fornfáleg húsakynni, þá er svo mikið víst, að hið eiginlega bæjarlag, sem hér er um að ræða, er sjaldgæft í nágrannalöndum okk- ar. Ef farið væri í eins konar húsvitj- un í umrædda bæi og byrjað syðst, þá yrði fyrst fyrir okkur Ásbúð, þ. e. Ásbúðartröð 1, hjá Andrési John- son rakara. Tæplega er þó þessi bygging í liinum hreinræktaða hafnfirzka bæjarstíl frá aldamótun- um, með því að inngangurinn er á annari hliðinni miðri. Þar er einn- ig gluggi, sem Andrés þó telur viss- ara að hafa hlera fyrir, vegna marg- víslegra verðmæta innan dyra. En þegar inn er komið, dylst engum að hér er um raunverulegan bæ að ræða, og að sumu leyti í enn eldri stíl en hér er til umræðu, m. a. að því leyti að hér eru eins konar bæj- argöng. Til hægri úr þeim er gengið inxr í eldhúsið, en til vinstri inn í safn- lrerbergi. Hér er ekki ætlunin að ræða um hið víðtæka og víðkunna söfnunarstarf Andrésar. En þótt þetta sé nefnt safnherbergi, þá var réttilega að orði komist hjá þjóð- minjaverði í afmælisgrein um And- rés sjötugan, að takmörkin milli safns hans og heimilis væru raun- verulega horfin. Fyrir enda bæjarganganna er lít- ið herbergi sem gengið er úr til vinstri inn í baðstofuna. Þetta, sem hér hefur verið talið, er undir sama risi, annað en eldhúsið. Þessi mannvirki telur Andrés vera að stofni til allt frá árinu 1806. Árið 1931 keypti hann þau, eftir lát Halldórs Helgasonar, sem þar hafði búið alla sína búskapartíð. Þá var allstórt útihús vestan við bæ- inn, en það lét Andrés rífa og byggja í jxess stað skemmu í stíl við baðstofuna. Stendur hún aftast húsa. Þótt öll séu þessi húsakynni lág- reist, þá er grunnflöturinn ekki svo lítill. Framhliðin er 9,25 m og stafnarnir samanlagt nokkru meira. Þess má að lokum geta, að Andrés liefur ætíð lagt áherzlu á viðhald bæjarins og málað hann að utan í sterkum litum. Næst verður fyrir okkur bærinn Suðurgata 87. Reyndar er á gaflin- um númeraskiltið 85, en hitt mun vera réttara. Samræmi er milli bæjarins og nánasta umhverfis hans, — ræktaðs grasbletts, kálgarðs og lækjarsytru. Bærinn mun hafa verið byggður 1908, af Stefáni Grímssyni sem þá hóf þar búskap með konu siirni, Maríu S. Sveinsdóttur. Tvær dæt- ur þeirra eru nú búsettar í Kefla- vík. Nágranni Stefáns, Steindór í Brandsbæ, mátti teljast yfirsmiður- inn. Iðulega voru leigjendur í þessum bæ, jafnvel heilar fjölskyldur. Á öðrum tug aldarinnar leigði þar t. d. Agnar Þorláksson, bróðir Sig- urðar trésmiðs og Kristmundar frá Stakkavík, með fjölskyldu sína. Bær- inn er að vísu lítið eitt stærri en t. d. sá sem getið verður um hér næst á eftir, og hefur hann tvo glugga á hvorum gafli. Hann er 6,35 m. á lengd og rúmir 4 m á breidd og kjallari undir honum. Nú býr þarna Ármann Kristjánsson með fjölskyldu sína. En svo að vikið sé aftur að fyrri íbúum, jrá andaðist Stefán árið 1918, en María ekki fyrr en 1958. Hún yfirgaf ekki bæinn fyrr en sem sjúklingur, er ekki á afturkvæmt. Tæplega var talað um bæinn Mýri eða í Mýrinni sérstaklega, heldur var þetta „bærinn hennar Maríu í Mýrinni" (I). Og hvað Maríu snertir, þá var liún yfirleitt ekki kennd við föður sinn, heldur eins og hér er gert, inn- an tilvitnunarmerkjanna. Svo náið getur sambandið verið milli manns og moldar. Bær nokkur stendur að segja má í skugga st. Jósepsspítalans. Hann er talinn við Hlíðarbraut. Þessi bær hefur einna hreinrækt- aðasta hafnfirzka bæjar-byggingar- lagið og er næstum alveg óbreyttur frá fyrstu tíð. Fæstir þessara bæja voru þó járnklæddir upphaflega. En kaþólska trúboðið á þakkir skil- ið fyrir að láta bæinn standa og að lúta að svo litlu að nota hann. Von- andi fær hann að standa lengi enn. Bær þessi er byggður af Jóni Ólafssyni frá Hliði á Álftanesi (Gamla-Hliði), um 1904. Fyrst eftir að hann kom til Hafnarfjarðar, með konu sinni, Þóru Þorsteins- dóttur, voru þau í Holti. Það var næstum þar sem nú er liúsið Hring- braut 64. Eins og áður hefur verið getið í Jxessu blaði, eignuðust þessi hjón eina dóttur, en hún dó um fermingaraldur. Ýmislegt er hliðstætt um þær Maríu í Mýrinni og Þóru í Holti. Þóra var í mörg ár ekkja, því að J. hún missti mann sinn 1915, en lifði sjálf til 1954 og var í bænum svo lengi sem hún gat. Svipað er líka að segja um nafngiftina, því að eiginlega er vafasamt hvort nafnið Holt fluttist á bæinn, eða að þetta er aðeins „bærinn hennar Þóru í Holti“. Umhverfis bæinn er ræktuð lóð, sem má teljast stór, og undir honum er lágur kjallari, sem gengið er í á miðri norður- hlið. Sú hlið er að utan klædd lá- réttum plægðum borðum, en ekki bárujárni. Bærinn er eitt herbergi og eldhús, og að sjálfsögðu með inngönguskúr, eins og myndin ber með sér. Lengd bæjarins er aðeins 5,75 m, en breiddin um 4 m. Rafmagn er lagt í bæinn, en ekki vatn. Er enn brunnur rétt hjá hon- um, byrgður og með heilnæmu vatni, sem aldrei Jrrýtur. Meinið er að brunnar eru mannvirki, sem ekki verða flutt á byggðasöfn! Eins og áður er sagt, hefur ka- Jrólska trúboðið nú bæinn og lóð- ina. Árið 1908 komu til Hafnarfjarðar hjónin Halldór Sigurðsson frá Merkinesi í Höfnum og Pálína Pálsdóttir. Bjuggu Jrau fyrst í Gest- húsum. En þau vildu, eins og aðrir, búa undir eigin Jxaki og létu nægja lágreist bæjarlag á Jxeirri byggingu, Jrótt þá væri komið árið 1919. Gata var lögð framhjá bænum þrem ár- um síðar og Jxá lögð í hann vatns- leiðsla. Jafnframt hlaut hann númerið Krosseyrarvegur 5. Hall- dór dó árið 1920, en kona hans fimm árum síðar. Fóstursonur þeirra, Janus Gísla- son, bjó áfram í bænum, ásamt Magnús Jónsson: Bæir I bæimm

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.