Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 13 Fjölskyldan á Bala. ^itjandi t. f. v.: Jakob, Narfi, Sigríður, Jóhanne's. Standandi t. f. v.: Magnea Sveinsína, Sigurþór, Guðlaug og Elísabet. Á myndina vantar Ólaf, son Guð- laugar (sjá myndir af flugmönnum bls. 41), Hörð, son Elísabetar, og Gunnar, son Sveinsínu, en þeir ólust allir upp á Bala. »,Ég tala fyrst. Ég er karlmaður!" sagði Palli án þess að titra nokkuð. „Auðvitað!“ svaraði ég og dáð- lst að karlmennskunni í Palla. En í þessu kom pabbi Palla og var held- Ur þungur á brúnina. Fólk var þá farið að leita að okkur. Það kallaði okkur flón! En daginn eftir fann nábúi okk- ar tvíblaða vasahníf, einmitt þar sem við Palli höfðum setið kvöldið áður. Palli fullyrti að hann og eng- lun annar ætti hnífinn, huldufólk- Jð hefði gefið sér hann — og hann fékk hann. En ég fékk aldrei neinar blúndubuxur. O, jæja! Ég varð víst að hugga mig við það, að huldufólkið hafði einu sinni gef- Jð mér skyrtu. Var hægt að heimta nteira? Þegar foreldrar Palla fluttu burt, saknaði ég hans mikið. Enginn var eins uppfinningasamur og skemmti- legur og Palli. Hins vegar hafði htlk orð á því að ég væri miklu þekkari síðan Palli flutti. En hvað er að marka fullorðna fólkið? Það skildi ekki æskuna þá frekar en það gerir í dag. Þótt Palli flyttist burt, og ég gerðist þægari, að sögn hinna full- °rðnu, gekk lífið í Firðinum sinn Vanagang. Sigurgeir heitinn Gísla- son lagði götur um bæinn, og Bali varð Mjósund 7. Síðan kemur vatnsveita, og það var mikið átak. Ýatnspóstar voru settir upp víðs vegar mn bæinn. Okkar vatnspóst- nr stóð við Mjósund, rétt fyrir neð- an Mathiesenshús. Rafurmagn og götuljós vortt sett upp og myrkfæln- lu hvarf að mestu. Togarinn Coot lagði upp lijá Éinari Þorgilssyni, og á honum var Jóhannes bróðir okkar, 15 ára gam- all. Mikið ósköp fannst okkur hann niikill maður, og ekki sízt þegar hann sletti enskunni og lét okkur ráða í hvað hann meinti. Eitthvað af skipshöfninni var nefnilega ensk a. m. k. vélstjórinn. Pabbi okkar var hins vegar alltaf á skútum, oftast stýrimaður, enda var hann einn af þeim tíu nemendum, sem voru á námskeiði í sjómannafræðum lijá Hannesi Hafliðasyni skipstjóra, er haldið var 1884—1885 og 1885— 1886. Hannes sagði mér sjálfur, þeg- ar ég var unglingur, að það hefði verið eitt með því skemmtilegasta, sem hann hefði gert um ævina, að kenna þessum nemendum úr Hafn- arfirði. Þeir voru svo áhugasamir. Nú kom að því að ég færi í skóla. Skólaskylda var nú þá ekki miðuð við 10 ára aldur, eins og seinna varð. Síra Jens Pálsson mælti með því að ég færi í skóla 8 ára. Ég var þá löngu orðin læs. En sá var ljóður á að ég var örvhent og íllt að kenna mér að skrifa. Fyrstu kennarar mínir voru Tómas Jóns- son og Böðvar Böðvarsson. Það kom í hlut Böðvars að kenna mér að skrifa, en hann vildi að ég skrif- aði með hægri hendinni. En í hvert sinn, sem hann leit af mér, greip ég griffilinn í vinstri hendi. Ég var látinn hafa spjald. Eitt sinn þraut þolinmæðin hjá Böðvari. Settist hann þá hjá mér og hélt í eyrna- snepilinn á mér og lét mig skrifa. Þetta var hræðilega auðmýkjandi, og tárin runnu niður vangana á mér. Eftir þetta hætti ég að skrifa með vinstri hendinni, en lengi var ég hrædd við Böðvar eftir })etta. En Böðvar Böðvarsson fékkst við fleira en barnakennslu. Hann hafði gosdrykkjaverksmiðjuna Kaldá, en hún var í litlum skúr fyrir neðan veginn, rétt fyrir sunnan Mýrar- hús. Böðvar sagði okkur krökkun- um að gosdrykkina ættu engir að drekka nema fína fólkið í Reykja- vík. Mest af framleiðslunni var sent þangað. Við vorum ekki fínt fólk og höfðum ekki von um að verða það nokkurn tíma. Þess vegna feng- um við ekkert að smakka einu sinni. Nú tók fólk að flytjast til Hafn- arfjarðar úr öllum áttum. Litlu vinalegu bæirnir hurfu smám sam- an. Lítil timburhús, byggð eftir efnum og ástæðum, komu í þeirra stað. Bóndi nokkur, sem var að byggja í Hafnarfirði, var spurður af sveitunga sínum hvort hann væri að byggja sér bæ. „O, blessaður vertu“, svaraði bóndinn stórhneykslaður. „Þetta er ekki bær heldur liús, maður!“ Þegar Norðmenn fóru að leggja upp á vorin í Hafnarfirði og fara á síkl á sumrin, færðist líf í tuskurn- ar í Hafnarfirði. Svo bættust fleiri erlendar þjóðir í hópinn, Þjóðverj- ar, Hollendingar, að ógleymdum Englendingum, sem ráku um tíma mikla útgerð í Firðinum. Og menn héldu áfram að byggja hús. Bergen varð kaffihús og skírt Bergen til þess að draga Norðmennina að. Hekla var annað kaffihús, og það rak Kristján Guðnason. Þar voru stundum haldin böll. Aðalspilar- inn á böllum var Níels í Kletti. Hann spilaði af hjartans einlægni og list, og fólkið skemmti sér eftir því. Sigríður í Byggðarenda lék á harmoníku, en sjaldan fyrir dansi. Mamma spilaði stundum, helzt á stúkuskemmtunum. Menn gerðu ekki miklar kröfur í þá daga. Ég man eftir einu langspili í Firðin- um. Það átti Ólöf í Undirhamri. Ég heyrði hana einu sinni spila á það. Ég var send einhverra erinda þang- að. Þegar ég kom að dyrunum lieyrði ég einhvern óm, sem ég kannaðist ekki við. Ég lagði við hlustirnar og læddist inn. Jón bróð- ir Ólafar lá í rúminu. Hann var þá orðinn blindur. Ólöf sat á rúminu á móti, með langspilið á hnjánum spilaði jólasálma og raulaði undir. Mér varð litið á blinda manninn. Augun ljómuðu, og andlitið var Við, sem vorum að alast upp í Hafnarfirði um eða upp úr alda- mótunum, munum tvenna tíma, eins og raunar allir landsmenn. Hafnarfjörður var enginn stórbær þá. Árið 1901 eru 115 íbúðarhús í Hafnarfirði með 138 fjölskyldum, samtals 640 manns. Byggðin með ströndinni var mest verzlanir eða hús, sem tilheyrðu kaupmanna- stéttinni, en upp um hraunið voru smábæir eða hús. Þar bjó allur al- múginn, sjómennirnir og fjölskyld- ur þeirra. Við lnaunbrúnina á litlum gras- bala stóð bær foreldra rninna, og var bærinn nefndur Bali. Faðir minn var sjómaður. Við vorurn átta systkinin. Ég var fjórða í röð- inni. eitt bros. Þessi systkin voru föður- systkin Sigfúsar Einarssonar tón- skálds. Seinna innti ég Ólöfu eftir því hvað hún hefði gert við lang- spilið, og ég man ekki betur en hún hafi sagt að frændi sinn hefði feng- ið það. Sigfús Einarsson var fyrsti söng- kennarinn við skólann okkar. Hann lét sig hafa það að ganga á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þeg- ar hann kenndi okkur. En hann bjó í Reykjavík. Seinna kom svo Eriðrik Bjarnason í Fjörðinn. Oft komu ný börn í skólann og vorum við þá forvitin að vita eitt- hvað um þau, einkum ef þau voru öðru vísi en almennt gerðist. Ég man sérstaklega eftir grannleitum dreng í gráleitum blússufötum, ósköp feimnum, og átti hann bágt með að standa kyrr. Ég man, er við spurðum liann að heiti, að hann svaraði með að spyrja okkur hver hefði sent okkur til þess að spyrja að því. En þegar inn í skólann kom og kennarinn spurði stóð ekki á svörurn. Við kölluðum hann Jón alvitra. Þetta var Jón Helgason, nú skáld og prófessor í Kaupmanna- höfn. Sessunautur hans í skólanum var Sigurjón Einarsson fyrrv. skip- stjóri, forstjóri á Hrafnistu. Það var ekki gott og reyndist reyndar ókleift að stríða Jóni. Þá var Sig- urjóni að mæta, og fáir vildu lenda í kasti við hann. Ég fór snemma að heiman og hef nú ekki átt heima í Firðinum í fjörutíu ár. Samt finnst mér ég alltaf eiga heima þar, sem ég sleit barnsskónum og æskuárin liðu í gleði og sorg, eins og gengur. Mér þykir alltaf vænt um Fjörðinn og tek undir með nöfnu minhi Guð- laugu Pétursdóttur: — Þín gæti, gamli Fjörður, hin góðu máttarvöld. — Ein af fyrstu æskuminningum mínum er, að ég var að klifra upp á klettana fyrir ofan bæ foreldra minna til að gá, hvort engin skúta væri að koma. Skútuöldin var þá í algleymingi, og enginn þótti mað- ur með mönnum, sem ekki var á skútu. Við börnin þekktum skút- urnar langar leiðir. Það var mikið um að vera heima, þegar von var á föður mínum. Það var heldur engin furða. Þá fengum við að fara um borð í uppskipun- arbátnum, og blessaðir gömlu sjó- mennirnir kepptust allir við aS gera okkur gott. Fullan fant, eins og þeir kölluðu könnurnar, sem þeir drukku úr, af svörtu kafft með beinakexi og svo kandís og skonrok. Og við vorum líka ánægS Ferð tíl Keykjavíkur

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.