Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 21

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 21
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 21 Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar framleiðir og selur hvers konar húsgögn. Þótt fyrirtækið sé ekki gamalt má víða finna stól, borð eða legubekk frá þeim Jónasi og Stef- áni. En þeir smíða ýmislegt fleira en húsgögn. Þeir hafa verið eftir- Jónas, Birkir, Þórður, Svanur, Stefán, Sigurður, Ágúst, Sverrir og Ingólfur. HÚSGAGNAVEZLUN HAFNARFJARÐAR sendir starisíólhi sítttt oá öllttm Hainiirðingttm sinar hextn jóla- og nýárs- óshir. Atvinnufyrirtækin í bænum VI: Inni á Flatahrauni, til hægri handar, þegar ekið er upp úr Hafn- arfirði, má sjá unga menn og vaska reisa hvert risafyrirtækið af öðru. bessir ungu og bjartsýnu menn eru að taka þátt í uppbyggingu nýja íslands. Þeir hafa töluverð um- svif, og hugur þeirra og framtak ber vott um áræði, djörfung og trú á landið. Þeir eru að búa í haginn fyrir sig, Hafnarfjörð framtíðar- innar, landið og þjóðina. Þótt flest þessara fyrirtækja séu ung að árum, hafa þau þegar getið sér gott orð fyrir vandaða og smekklega vinnu, °g húsakostur og starfsskilyrði yfir- leitt eru til mikillar fyrirmyndar °g í samræmi við kröfur tímans. Það fyrirtækjanna á Flatahrauni, sem hér verður gert að umtalsefni er Húsgagnaverzlun Hafnarfjarð- ar, en eigendur og stjórnendur þess eru þeir félagar Jónas Ó. Hall- grímsson og Stefán Rafn, báðir fæddir og uppaldir Hafnfirðingar. Þeir Jónas og Stefán lærðu hjá hinum kunna meistara Þóroddi Hreinssyni. Þeir tóku síðan að loknu námi húsnæði á leigu og smíðuðu húsgögn eftir pöntunum. Þeir fengu þegar í upphafi orð á sig fyrir vandaða vinnu. Þeir færðu síðan út kvíarnar, tóku á leigu hús- useði í Dröfn h.f. byggðu sér síðan íbúðarhús að Strandgötu 85 og fluttu starfsemi sína í kjallara þess húss, en árið 1960 fluttu þeir í hið nýja, glæsilega verkstæðihús á Flatahrauni þ. e. að Reykjavíkur- vegi 64. í þessu húsi eru vinnu- skilyrði öll hin ákjósanlegustu. Árið 1958 stofnuðu þeir félagar Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar, þar sem áður var verzlun Ólafs H. Jónssonar, en þeir félagar höfðu heypt hana árið 1956. Nafn fyrir- tækisins Húsgagnavinnustofa Stef- ans & Jónasar breyttu þeir í Hús- gagnaverzlun Hafnarfjarðar, og það er heiti fyrirtækisins í dag. Á þessum stað, sem Húsgagna- verzlun Hafnarfjarðar stendur nú, er fyrirhuguð sex hæða verzlunar- °g skrifstofuhúsbygging. Teikning af því húsi er þegar fyrir hendi og bíður samþykktar skipulagsnefnd- ar. sóttir, þegar þurft hefur að innrétta verzlun, skrifstofur og veitingahús. Þeir hafa smíðað innréttingar í Naust h. f., bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og útibú Lands- banka íslands að Laugavegi 77, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allar þessar innréttingar eru smekkleg- ar og vandaðar. Þær hafa vakið at- hygli, enda bera þær meisturunum Stefán Rafn fagurt vitni. Lengi býr að fyrstu gerð. Húsgagnabólstrun var sett á stofn að Linnetstig 1 árið 1957, en er að sjálfsögðu nú einnig undir sama þaki og önnur verkstæðis- vinna fyrirtækisins að Reykjavík- urvegi 64. Árið 1960 stofnuðu þeir félagar útibú í Vestmannaeyjum. Þess má geta að tveir fyrstu nem- ar þeirra Jónasar og Stefáns, þeir Ásgeir Guðmundsson og Guðmund- Sigurður Jónsson, Svanur Jónsson, Sveinn Bjarnason, Sverrir Bjarnason, Unnur Halldórsdóttir og Þórður Guðmundsson. Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar er gott dæmi um fyrirtæki, sem byrjað hefur smátt í fyrstu niðri í bæ, en endað í myndarlegu stór- hýsi inn á Flatahrauni. Þetta má þakka samheldni, góðri og traustri stjórn, vandaðri vinnu og hagnýt- um vinnubrögðum, bjartsýni og dugnaði. Þetta hefur þó ekki gerzt átakalaust, án fyrirhafnar og áhyggna, síður en svo, en sú saga verður ekki rakin hér. Stjórnendur Húsgagnaverzlunar Hafnarfjarðar gætu því ósköp vel tekið undir með Hannesi Hafstein, þar sem hann segir í aldamótaljóðum sínum: en hvernig, sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið. ur Guðbergsson, hafa nú báðir byrjað sjálfstætt og sett upp verk- stæði. Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar framleiðir nú húsgögn í fjöldafram- leiðslu, fyrir eigin verzlun, verzlan- ir í Reykjavík og Vestmannaeyj- um og víðar. Hún sendir húsgögn út um allt land. í upphafi byrjuðu þeir tveir Jónas Jónas og Stefán að smíða liúsgögn eftir pöntunum, í þröngu húsnæði, við lítinn vélakost og erfið skilyrði. Nú eru þeir fluttir í nýtt, þriggja hæða hús, og liafa 12 manns í vinnu og oft fleiri, þegar mikið er að gera. Sýnir þetta þróun fyrirtækisins. Starfsfólk Húsgagnaverzlunar Hafnarfjarðar eru auk þeirra fé- laga Jónasar og Stefáns: Ágúst Sigurðsson, Birkir Halldórsson, Einar Jónsson, Ingólfur Ingólfsson, Húsgagnaverzlun HafnarfjarOar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.