Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 17

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 17
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 17 dótturdóttur þeirra hjóna, Pálínu Arnadóttur. Hún giftist Hallbergi Péturssyni, og bjuggu þau í þessum bæ allt til ársins 1953. Þá var hann seldur Ottó W. Björnssyni og flutt- ur burt og stendur nú í góðu yfir- læti sem Brattakinn 29. Jafnframt var inngönguskúrinn lengdur, svo að nú er hann sem viðbygging jafn- löng bænum. Kjallarinn varð einn- ig allur ofanjarðar. Lengd bæjar- ins er 5,8 m, en breidd hans hefur upphaflega verið um 3,8 m. Með viðbyggingunni er hún orðin yfir 5 m. Hjá bænum hefur Ottó byggt útihús vegna atvinnu sinnar. í Hellisgerði, þessu stolti og prýði Hafnarfjarðar, stendur bær. Áður voru þeir fleiri, en árið 1958 var sá næst-síðasti rifinn. Á honum var þó „typiskara“ bæjarlag en þeim sem enn stendur, og ekki var heldur um vegarlagningu að ræða á þessum stað, svo að bærinn þyrfti að víkja þess vegna. í þessu tilefni niætti rita langt mál um samband og samræmi milli verka mannsins og verka náttúrunnar og hvenær varðveizla hvors um sig á við. En það verður alltaf nokkurt tilfinn- ingamál og smekksatriði, og ekki þýðir heldur að sakast um orðinn hlut. Yngri bærinn stendur nokkru ofar í Gerðinu, lítið eitt lengra frá Reykjavíkurveginum og er talinn Reykjavíkurvegur 15 B. Hann mun vera yngstur bæjanna í Hafnarfirði, byggður 1924, af Þorgrími Jónssyni. Þorgrímur missti konu sína, Guð- rúnu Guðbrandsdóttur, árið 1939, og skömmu síðar fór hann úr bæn- um til fóstursonar síns, Helga Vil- hjálmssonar. Settust þá að í bæn- um yngri hjón, Jón S. Jónsson, son- ur Jóns Sölvasonar, sem síðastur bjó í eldri bænum áðurnefnda, og hona hans, Ingileif Brynjólfsdóttir. Bjuggu þessi hjón í bænum fram undir árslok 1950, og fæddust þeim þar átta börn. Þröngt mega sáttir sitja. Bærinn er 5,65 m á lengd og 3.8 m á breidd, en gerð glugganna og hátt ris sýnir að hann er ekki ýkja gamall. Undir bænum er kjall- ari með steyptum hliðarveggjum. Samdægurs sem Jón fíuttist úr bænum, kom þangað Oddrún Odds- dóttir og býr þar nú. Eins og áður er sagt, var bærinn sem nú er eign Ottós W. Björnsson- ar’ byggður af Halldóri frá Merki- nesi. í byrjun aldarinnar hafði önn- ur fámenn fjölskylda sunnan úr Höfnum setzt að í Hafnarfirði. Voru það þau hjónin Erlendur Marteinsson og Sigurveig Einars- dóttir, með dóttur sína, Sigríði. Þessa fjölskyldu mun ekki þurfa að kynna Elafnfirðingum í löngu máli, og allra sízt lesendum Alþýðublaðs- ins. Bærinn Kirkjuvegur 10 hefur nú verið aðalbækistöð þess blaðs hér í 37 ár. Þennan bæ byggði Erlendur handa sér og sínum árið 1902. Hefði því þessa átt að vera get- ið í fyrri skrifum um Hafnarfjörð hér í blaðinu, en svo er ekki. Á þessum árum var Augúst Flyg- enring að liefja þilskipaútgerð sína og veitti nokkrum sjómönnum byggingarlán. Fengu þeir þannig eigin húsakynni, en hann fékk tryggðan vinnukraft. Voru Erlendi lánaðar 494 kr. og 10 aurar, og var það greitt upp samkvæmt samningi á fjórum árum. Algengast var í þess- um bæjum að skilrúm væri þvert yfir, nær öðrum enda. Var þá styttri hlutinn annað hvort hólfaður sund- ur í eldhús og mjög lítið her- bergi, eða að hann var eldhús ein- göngu. í þessum bæ var styttri end- inn hólfaður í tvennt, en samt var þar ekkert sérstakt eldhús í fyrst- unni. Annað herbergið varð sem eins konar innbyggð forstofa, því að inngönguskúr var enginn. Að- eins varð sem kvistur á þakinu, vegna dyranna. Bærinn er um það bil 6.2 m á lengd og 3.8 m á breidd. Og svo ótrúlegt sem það er nú, þá var litla herbergið í norðurhorninu leigt út. Þar leigði Valgerður Ólafs- dóttir frá Hliðsnesi, sem síðar bjó með Bjarna Narfasyni. Þegar áðurnefnd fjögur ár voru liðin og skuldin greidd, var ráð á að járnklæða þakið og síðan fengu veggirnir járn yfir pappann smátt og smátt. Lítill inngönguskúr var byggður og eldhús tekið í notkun. Skúrinn var stækkaður um 1915 og um það leyti byggt útihús. Kom það í góðar þarfir, þar sem bærinn er kjallaralaus, og stendur það enn. Þótt þessi bær sé sá elzti, næst Ás- búðarbænum, er hann sá eini þar sem sama fólkið býr ennþá, þ. e. mæðgurnar Sigurveig og Sigríður. Erlendur dó árið 1935. En bærinn er líka sá eini þeirra sem þarf að færast vegna skipu- lagsins, a. m. k. áður en mjög langt um líður. Teikningar af öllum byggingum kaupstaðarins eiga að finnast á einum stað, þ. e. á skrifstofu bæjar- verkfræðings. Þar er þó ekki feitan gölt að flá, hvað þetta efni snertir sem hér um ræðir. Þó má draga upp úr gulu umslagi, sem á stend- ur Langeyrarvegur 8 B, teikningu nokkra. Plagg þetta hefur það einn- ig fram yfir mörg önnur af þeim eldri í þeirri hirzlu, að á því er lítið eitt meira en sjálf teikningin. Þar stendur orðrétt: „íbúðarhús I.ár- usar Bjarnasonar við Booklessstíg. Byggt úr timbri, þak pappavarið, grunnur hlaðinn úr hraungrjóti. Hafnarfirði, 20. 9. 1920: Ásgeir G. Stefánsson". Nú er bærinn járnklæddur, eins og þeir eru allir. Lárus og kona hans, Elísabet Jón- asdóttir, eignuðust i'imm börn, og munu tvö þau yngstu hafa fæðzt í þessum bæ. Árið 1932 keypti Sesselja Sig- valdadóttir bæinn og býr þar enn, en Lárus fluttist til Reykjavíkur. Ekki er stórri lóð fyrir að fara í kringum þennan bæ, en innan húss ber allt vott um lireinlæti og snyrti- mennsku. Bærinn er að ytri gerð mjög svip- aður bænum í Hellisgerði og í þeim báðum er styttri endinn hólfaður í tvennt. Þessi bær er 6.4 m á lengd og 3.9 á breidd. Kjallarinn er að nokkru leyti í jörð, en sá hluti veggjanna sem sést, er æði ósléttur. Um Booklessstíg skal þess eins getið, að fæstir munu nokkru sinni liafa heyrt hann nefndan. í byrjun þessarar aldar, eða um það leyti sem Augúst Flygenring lióf fiskverkun á Langeyrarmölum, fór í eyði lítill bær i hraunkvos norðan við það athafnasvæði. Það var nefnt á Flötunum. En skömmu síðar, þ. e. árið 1904, var byggður bær lítið eitt ofar í hrauninu og nefndur Eyrar- hraun. Hann kostaði 600 krónur, enda hafði eigandinn, Sigurjón Sig- urðsson, leyft sér þann íburð að klæða hann allan með panil að inn- an, og það sem meira var, að mála þennan panil. Með ráðskonu sinni átti Sigur- jón tvö börn, Kristínu, sem dó ung, og Engiljón, nú vélaeftirlitsmann í frystihúsi Bæjarútgerðarinnar. Ár- ið 1919 keypti Gísli Guðmundsson frá Saurbæ í Ölfusi bæinn. Fluttist hann þangað með konu sína, Val- gerði Jónsdóttur, og börnin tvö, Guðjón og Sigríði. Þau eru bæði búsett hér í Hafnarfirði. Gísli seldi Júlíusi Jónssyni bæinn árið 1923. Kona lians var Helga Guðmundsdóttir, héðan úr Firðin- um. Barnahópurinn varð stór, en furðu sjaldan heyrðust þar frekju- org, þótt lítið væri leikrýmið innan húss. Þessa er ekki getið til að þóknast ritstjóra þessa blaðs, enda eru lieimildirnar aðrar. Jón Pétursson vélsmiður keypti bæinn árið 1943, og býr þar nú með fjölskyldu sinni. Reyndar býr hann í meira en bænum, svo lítill hluti sem hann er nú af bygging- unni á þessum stað, eins og mynd- in ber með sér. (Það er að sjálf- sögðu á bænum sem glugginn með krosspóstinum er.) í rauninni er umdeilanlegt hvort hann getur tal- izt sem sjálfstæð bygging lengur, og hvort þá hefði yfirleitt átt að geta hans hér. Stærð hans mun upp- haflega hafa verið um 3.8x6 m, en áður en Jón keypti hann var búið að lengja hann. Undir bænum er kjallari. í undanfarandi kafla var ráðs- konu Sigurjóns á Eyrarhrauni ekki getið með nafni. Hún hét Engilráð Kristjánsdóttir. Árið 1919 lét hún byggja bæ, álíka langt frá sjó og Eyrarhraun og um 200 m fjær meg- inbyggð Hafnarfjarðar. Þar átti hún síðan heima í 17 ár, fyrst ásamt syni sínum, Engiljóni, en síðar oft- ast einsömul. Skönnnu fyrir lát sitt, árið 1936, seldi hún bæinn Ingi- mundi Stefánssyni, sem þá kom heim til íslands eftir 26 ára dvöl í Þýzkalandi, ásamt þarlendri konu sinni, Margrethe. Hún er á lífi, en fluttist úr þessum bæ við lát manns síns, árið 1957. Nú býr í bænum Valdimar Ingimarsson frá Vest- mannaeyjum með fjölskyldu sína. Engilráð vann iðnum höndum á gamla vísu, liafði nokkrar kindur og kom hinu mishæðótta landi kring- um bæinn í rækt. Hins vegar lagði hún ekki áherzlu á að hann hlyti neitt sérstakt nafn. En Ingimundur kunni að meta þessa breytingu hrjóstrugs hrauns í grænan gróður- reit og nefndi býlið Fagrahvamm. Bœr Sigriðar Erlendsdóttur. Langeyrarvegur 8 B. Eyrarhraun. Fagrihvammur. Brúsastaðir.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.