Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Hafnarfjörður fyrir 1920. Gamla Flensborgarhúsið, skólahúsið og útihús sjást vel á myndinni. var næstum 20 m löng og 9 m breið, með háu risi, sem sneitt var við báðar burstir. Byggingarlistin var dönsk, og má enn sjá mikil hús af þessari gerð frá valdadögum Dana á ýmsum stöðum hér á landi. Ekki þurfti að nota allt húsið til kennslu, enda hafði það bæði verið íbúð ver/.lunarstjórans, skrifstofur og búð. Varð Flensborg nú um skeið sýslumannssetur, eða fram undir áratug, til ársins 1887. Barnaskól- inn var til húsa í norðaustur-end- anum, sýsluskrifstofan í hinum end- anum, en sýslumaður bjó uppi. Vísir að fastri barnakennslu hafði komizt á fót í Hafnarfirði nokkru áður, þótt mjór væri, svo að telja má, að í bænum hafi verið föst barnakennsla í um það bil 90 ár. Þorsteinn Egilson cand. theol., son- ur Sveinbjarnar Egilson rektors og tengdasonur sr. Þórarins 1 Görð- um, byrjaði að kenna börnum tveim árum áður en skólinn í Flensborg tók til starfa. Hann var einnig fyrsti kennari þar. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera hér grein fyrir því, hversu mikil sú gjöf var, sem prófastshjón- in í Görðum gáfu til skólahaldsins. Húsið sjálft var metið á 10.000 kr., geymsluhús á 450 kr., þriggja dag- slátta tún og kálgarðar á 750 kr. Heimajörðin á Hvaleyri, sem skyldi renna stoðunum undir skólahaldið, var metin á 2.200 kr. Nokkrum árum seinna bætti svo sr. Þórar- inn við strandlengjunni meðfram Flensborgarlóðinni, sem hann keypti í þeim tilgangi og metin var á 1000 kr. Auk þess gaf hann þá skólanum ágóða af óseldum ein- tökum af Lestrarbók handa alþýðu, sem liann hafði gefið út þjóðhátíð- arárið 1874. Alþýðubókin var hið merkasta rit og vitnar mætavel um hug sr. Þórarins til alþýðumennt- unar, áður en hann stofnaði skól- ann í Flensborg. Til marks um það, hve Alþýðubókin var mikill au- fúsugestur á heimilum víða um land, má geta þess, að þegar skáld- ið Örn Arnarson var beðið að yrkja vígsluljóð, er nýja Flensborg- arskólahúsið á Hamrinum var tek- ið í notkun haustið 1937, lét hann svo ummælt, er hann varð við þess- um tilmælum, að sér væri ljúft að minnast útgefanda Alþýðubókar- innar. Ekki er nú vitað, hve mikið hefur runnið til skólans fyrir bók- ina, en gjöf þeirra prófastshjóna hefur alltaf numið allt að 15 þús. kr. Varla munu tök á því að um- reikna þessa íjárhæð nákvæmlega í núgiklandi peninga, en víst er, að gjöfin hefði skipt milljórium í dag, þótt ekki væri að öllu leyti reiknað nreð breyttum aðstæðum. Barnaskóli var í Flensborg í átján ár, eða til ársins 1895. En þremur árum eftir að skólinn tók til starfa, kom hinn nýstofnaði Bessastaðahreppur á fót hjá sér skóla þar úti á nesinu. Grímur skálcl Thomsen á Bessastöðum mun hafa átt frumkvæðið að þessari skólastofnun. Var því fleygt, að hann hefði að öðrum þræði gert það til að skaprauna nágranna sín- um, sr. Þórarni í Görðum, og draga frá skólanum í Flensborg. Hann hafði frá upphafi fengið nokkurn opinberan styrk, en nú hlaut skól- inn úti á nesinu að fá hluta af hon- um. Þótt grunnt væri á því góða með þeim prófastinum x Görðum og skáldinu á Bessastöðum, og þeir eltu stundum grátt silfur saman, þarf þessi skólastofnun úti á nes- inu ekki að hafa verið af þeim toga spunnin, því að óneitanlega var erfitt fyrir börn framan af nesi að sækja skóla inn í Hafnarfjörð. En hvort sem þessir úfar með þeim stónnennunum hafa valdið eða ekki, varð þessi skólastofnun úti á nesinu meðal annars til þess, að sr. Þórarinn tók að hyggja að skólanum í Flensborg á nýjan leik. Og þessi athugun leiddi til þess, að þau prófastshjónin í Görðum breyttu gjafabréfi sínu árið 1882 og stofnuðu gagnfræðaskólann í Flensborg. Þá bættu Jxau líka við gjöfina, eins og áður var rakið. Og nú gátu Jxau hjónin lagt skólanum til meira en hús, land og fé: Nú varð sonur Jxeirra, Jón, skólastjóri hins nýja gagnfræðaskóla. Hafði liann með námi erlendis beinlínis búið sig undir skólastjórnina. Það var einstætt á þeirri tíð. Sr. Þórarinn Böðvarsson var mik- ill umsýslu- og búmaður og kunni vel að sjá fótum sínum forráð á veraldlega vísu. Með Jrví gð láta Jón son sinn búa sig undir skóla- stjórn í Flensborg, sló liann tvær flugur í einu höggi: Hann sá syni sínum fyrir framtíðaratvinnu, og hann tryggði óskabarni sínu, skól- anum í Flensborg, trausta og far- sæla stjórn gegnum brim og boða í upphafi siglingar. Ekki Jxarf að fara í grafgötur um Jxað, að hagsýni sr. Þórarins hefur ekki síður miðað að Jxví, að skólastofnun Jreirra hjóna færi ekki forgörðum, þótt Jreirra missti við. Ekki hefur hann lagt sig minna fram urn þetta, eftir að hann fann andann frá skákl- inu á Bessastöðum og öðrum öfund- armönnum. Hann hefur treyst syni sínum vel til starfans, og Jrar reynd- ist hann sannspár og giftudrjúgur, Jxví að Jón Þórarinsson hafði erft traustleika og raunhyggju föður síns í ríkum mæli. Auk Jxess var hann mikill skólamaður og frunr- kvöðull í Jxeim efnum, svo að eng- in ráð voru ráðin í skólamálum um hans daga nema hann kæmi Jxar til, enda varð hann fyrsti fræðslu- málastjórinn árið 1908. Þeir feðgar mótuðu þannig í sameiningu starf- semi skólans í Flensborg á byrjun- arskeiði hans, en sr. Þórarinn sat að sjálfsögðu í skólanefndinni til dauðadags árið 1895. Miklar breytingar urðu í Flens- borg, eflir að gagnfræðaskólinn var stofnaður Jxar árið 1882 og Jón Þór- arinsson tekinn við skólastjórn. Húsið var stækkað með Jxví að setja tvo kvisti þvert yfir Jrað, og var Jrað íbúð skólastjóra æ síðan, meðan húsið stóð. Þegar sýslu- mannssetrið var flutt þaðan árið 1887, var sett þar á stofn heimavist. Nokkru síðar var allmikill tóm- stundaskáli byggður norðan við húsið, Jxar sem skólapiltar iðkuðu leika og smíði, en seinna var bóka- safn skólans, Skinfaxi, Jrar til húsa. Um skeið störfuðu Jrrír skólar í Flensborg, barnaskóli, gagnfræða- skóli og kennaraskóli. Kennara- deildin var sett á stofn tíu árum eftir að gagnfræðaskólinn tók til starfa. Var hún fyrst 6 vikna vor- námskeið að gagnfræðaprófi loknu, en gagnfræðaskólinn var Jxá tveggja vetra skóli. En árið 1896 varð hún eins konar 3. bekkur og starfaði í 71/2 mánuð árlega. Þetta var fyrsti kennaraskóli á íslandi, og eru Jxví á Jressu ári 70 ár liðin frá því að reglubundin kennsla undir kenn- arastarf hófst hér á landi. Þessi fyrsti kennaraskóli komst á fót fyrir áhuga, dugnað og framsýni Jóns Þórarinssonar skólastjóra. En ekki væri sanngjarnt að geta Jiar að engu samverkamanns hans, Jóhannesar Sigfússonar kennara í Flensborg, sem studdi hann með ráðum og dáð í Jressum framkvæmdum, enda var hann hinn merkasti skólamaður. Árið 1906 var byggt sérstakt skólahús á Flensborgarlóðinni, snertispöl írorðan við gamla hús- ið. Þetta nýja skólahús var einlyft, 18 m langt og 9 m breitt; í Jxví voru 3 kennslustofur, góður gangur og kennaraherbergi. Þetta hús entist skólanum í rúm 30 ár. Við Jressa byggingu rýmkaðist mjög um heimavistina í gamla húsinu, svo að nú rúmaði hún 28 pilta, en áður komust Jxar fyrir helmingi færri. Eins og alkunnugt er, voru fyrstu almennu fræðslulögin sett hér á landi árið 1907. Ekkert sýnir betur gengi Flensborgarskólans um þessar mundir en Jxað, að Jxegar kom til að framkvæma þessi lög (árið eftir), urðu kennarar frá Flensborg til að hafa Jxar á hendi forustuna. Skóla- stjórinn, Jón Þórarinsson, gekk inn í hið nýja embætti fræðslumála- stjóra, og annar kennari Jxaðan, sr. Magnús Helgason, varð skólastjóri nýstofnaðs kennaraskóla í Reykja- vík. Hann hafði komið að skólan- um árið 1904, Jregar Jóhannes Sig- fússon varð yfirkennari við mennta- skólann, en raunar hafði liann ver- ið kennari þar fyrsta vetur gagn- fræðaskólans, áður en hann gerðist prestur. Þriðji kennarinn í Flens- borg, Ögmundur Sigurðsson, hefði vel mátt fá stöðu við kennaraskól- ann nýja, enda sótti hann um stöðu Jxar. Hann hafði gerzt kennari í Flensborg árið 1896 og hafði jafn- an á hendi æfingakennslu í kenn- aradeildinni, enda var hann óum- deilanlega í fremstu röð skóla- manna landsins. En Ögmundur fékk ekki stöðu við kennaraskól- ann, hann varð skólastjóri í Flens- borg. Vafalaust liefur það þótt of- mikil blóðtaka fyrir Flensborg að missa alla Jrrjá aðalkennarana í einu, og má fara nærri um Jrað, að Jóni Þórarinssyni hefur ekki get- izt að því. Ögmundur Sigurðsson var svo skólastjóri í Flensborg í 23 ár við mikinn og góðan orðstír. í hans tíð, eða árið 1912, varð skól- inn þriggja vetra skóli, og það var hann fram á síðasta áratug. Nú er hann fjögurra vetra skóli, eins og aðrir gagnfræðaskólar í kaupstöð- um. Lengi var Jrað áhugamál skóla- stjóra og kennara í Flensborg, að nemendur með góðu gagnfræða- prófi þaðan liefðu rétt til að setj- ast í lærdómsdeild menntaskólans. Það varð þó aldrei. Til þess þurftu þeir viðbótarnám og að heyja inn- tökupróf í 4. bekk menntaskólans. Ýmsir nemendur úr Flensborg fóru þó Jxessa leið sama vor og þeir tóku

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.