Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 25

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Blaðsíða 25
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 25 Flygenring, og gekk svo fram til 1930, að fyrirtæki þeirra hætti. Part úr ári á þessu tímabili var verzlun rekin í gömlu búðinni, en hætti síðan. Nú voru skrifstofurn- ar allar í vesturenda. En fyrir utan verzlunarrekstur þennan var búð- inn otuð til geymslu á ýmis konar vörum. Eftir að Flygenringsbræður liættu utgerð og fiskverkun á þessari stöð, sem venjulega var kölluð „Edin- horgarstöð“, var hljótt þar um- hverfis nokkra stund. 1931 var af bæjarstjórn Hafnar- Ijarðar stofnað til bæjarútgerðar nreð kaupum á togaranum „Maí“ °g voru þá öll hús sem uppistand- andi voru af fyrri Edinborgarhús- inu tekin undir þessa starfsemi. Færðist þá aftur líf og fjör í tusk- urnar í þessu gamla húsi. Skrifstof- ur voru í vesturenda, eftir sem áður, herbergi í miðju húsinu tek- in fyrir skrifstofu framkvæmdar- stjóra og fundarherbergi útgerðar- ráðs, en búðin var eftir sem áður höfð fyrir geymslu. Skömmu eftir stofnun Bæjarútgerðarinnar var í búðinni hafizt handa um stofnun „Pöntunarfélags" á vegum Verka- mannafélagsins Hlífar og gekk svo nokkurn tíma. Var Pöntunar- félag þetta vísir að stofnun Kaup- félags Hafnfirðinga. Eftir að Pönt- unarfélagið hætti jsarna var búð- inni breytt í kaffistofu. Strax og Bæjarútgerðin tók við húsinu, var farið að nota kjallarann til geymslu á ýmsum áhöldum fyrirtækisins. En það mun hafa verið 1932 að vestur- endi kjallarans var tekinn og þar settir upp tveir fangaklefar fyrir bæjarfógetaembættið og lögregluna, en nokkur hlutinn var geymsla lög- reglunnar og tollgæzlunnar. Þessi staður var notaður í þessu augna- miði um 12 ára bil. Var mikil furða hve vel tókst til um þessa fanga- geymslu, þegar þess er gætt að klef- arnir voru af timbri gerðir. Kom æði margt fyrir, sem í frásögu væri færandi, en verður sleppt hér. Á svipaða leið fór fyrir þessu húsi, sem fyrr hafði farið fyrir húsi Jóns Bjarnasonar. Það féll í skugga annars og veglegra húss og lagðist í auðn og gleymsku við byggingu hins rnikla „Fiskiðjuvers“ Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Það var þá sem Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gaf þetta gamla hús Skátafélaginu Hraunbúum. Og var það þá flutt upp á hraun vestan til við Reykjavíkurveginn og þar er það nú hafið til vegs, sem sama- staður þessa göfuga félagsskapar. Er ekki vafi á að hús þetta mun stuðla að því að leiða marga, drengi sem stúlkur, til mikils þroska, því, skáti er hjálpsamur, skáti er trú- fastur og gengur aldrei bak orða sinna, og allir skátar eru góðir lagsmenn. Hraunbúar! Til ham- ingju með nýju húsakynnin, gömlu búðina! Hraunbúar byáéja sér íéla^sheimili Eins og Gísli Sigurðsson greinir frá hér að framan, hefur skátafélagið Hraunbúar eignazt sitt eigið félagsheimili, Hraunbyrgi, og var það °pnað til afnota 1. júlí s. 1. Þann dag var stanzlaus straumur fólks til þess að skoða heimliið. Hraunbyrgi er tveggja hæða hús og kjallari, 112 lerm. að flatarmáli. Á efstu hæð er 80 ferrn. setustofa, eldhús, geymsla og gangur. Á neðri hæð eru 6 herbergi, snyrtiherbergi og rúmgóð for- stofa. í kjallara eru geymslur og 50 ferm. salur. Það var árið 1960 að bæjaxstjórn afhenti Hraunbúum hús þetta í stað 50 þús. kr. byggingaistyrks, sem hún hafði ætlað félaginu árið áður. Jafnframt hei'ur bæjarfélagið styrkt bygginguna með 60 þús. kr. til viðbótar. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjaiðar liefur lánað Hraunbúum 200 þús. kr., og fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki í bænum hafa veitt félaginu gjaldfrest vegna efniskaupa og vinnu. Sjálfir hafa skátarnir lagt fram 'iokkuð á 5. þús. stunda í sjálfboðaliðsvinnu, og er hún rnetin töluvert á annað huridrað þúsund krónur. Félagið skuldar nú um 340 þúsund krónur vegna Hraunbyrgis. Hraiuxbyrgi fylgir 2500 ferm. lóð, sem bærinn hefur látið skátunum í té. Hraunbyrgi er nxetið á 1.2 millj., kr. og er það brunamótamat. Hið nýja félagsheimili hefur þegar orðið nxikil lyftistöng fyrir skátastarfið í Hafnarfirði, og lxefur verið þróttmikið starf í félaginu síðan snemma í haust. Nær 300 börix og unglingar leggja leið sína í Hraunbyrgi í viku hverri, og hxxsið er notað alla daga vikunnar, Skátafélagið Hraunbúar starfar í sex deildum. Deildarforiixgjar eru: Birgir Guðmannsson, Elísabet Jóhannsdóttir, Jóixíixa Gunnarsdóttir, ^arinó Jóhannsson, Ólafur Proppé og Rúixar Bryixjólfsson. Stjórn Hraunbúa skipa: Vilbergur Júlíusson félagsforingi, Hörður Zóphaníassoix aðstoðarfélagsforingi, Eiríkur Skarphéðinsson gjaldkeri, Sig- urbergur Þórarinsson ritari, Eiríkur Jóhannesson, Ólafur Proppé og Marinó Jóhanixsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.